Þriðjudagur 03.09.2013 - 21:20 - FB ummæli ()

Einkaneyslan er of lítil

Við hrun krónunnar sem hófst í byrjun árs 2008 og náði hámarki með hruni bankanna rýrnaði kaupmáttur Íslendinga meira en nokkru sinni áður á síðustu 50 árum.

Þetta var met í kjaraskerðingu heimila í Íslandssögunni og einnig mesta kjaraskerðingin sem varð í kreppunni í Evrópu frá 2008 til 2010. Það má vera að Grikkir og Kýpurbúar séu að ná okkur núna í kjaraskerðingu. Kreppan þar hefur dregist meira á langinn en á Íslandi.

Þessari kjaraskerðingu fylgdi mesti samdráttur einkaneyslu heimilanna frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Á myndinni hér að neðan má sjá þróun einkaneyslunnar frá 1960. Þar kemur í ljós hversu stór samdrátturinn var á árunum 2008 og 2009, í samanburði við fyrri kreppur eða samdráttarskeið.

Slide1

Á árinu 2011 jókst kaupmáttur launa nokkuð í kjölfar kjarasamninga. Það jók einkaneysluna að raunvirði, en þó ekki nema 2,7%. Hún jókst lítillega til viðbótar á árinu 2012 en virðist standa í stað á yfirstandandi ári. Við eigum því eftir að vinna upp mikið tap í einkaneyslu og kaupmætti.

Einkaneyslan er nefnilega háð kaupmætti heimilanna.

Hægagangurinn í efnahagslífinu nú er að miklu leyti vegna lélegs kaupmáttar og lítillar eftirspurnar frá heimilunum. Tækifæri atvinnulífsins til vaxtar eru þess vegna of lítil.

Heimilin þurfa kaupmáttarhækkun. Atvinnulífið þarf líka á því að halda.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar