Miðvikudagur 04.09.2013 - 23:52 - FB ummæli ()

Hagvöxtur í þremur kreppulöndum

Það er þungt hljóð í mörgum á Íslandi en í raun hefur okkur miðað ágætlega út úr kreppunni til þessa. Að vísu er hagvöxtur almennt lítill á Vesturlöndum sem heldur öllum niðri.

Myndin hér að neðan sýnir samanburð á hagvexti á Íslandi, Írlandi og Grikklandi, fyrir og í gegnum kreppuna, með spá til 2014.

Hagvöxtur í þremur kreppulöndum

Hagvöxturinn var frekar mikill í öllum löndunum á bóluárunum fram að kreppu.

Írar fóru svo örar niður en við Íslendingar 2008-9. Írar voru heldur fljótari upp aftur en við en hafa síðan verið í meiri hægagangi en Ísland. Þeir eru að auki með mun meira atvinnuleysi en Íslendingar.

Grikkir fóru hins vegar hægar og seinna niður en hafa sigið mun dýpra en við og Írar og þeir hafa einnig verið seinni upp. Kreppan í Grikklandi er gríðarlega djúp vegna mikils niðurskurðar opinberra útgjalda og lítils kaupmáttar almennings. Þeim er þó spáð batnandi tíð á næsta ári.

Ísland hefur ná þokkalegum árangri eftir hrun, miðað við aðrar þjóðir, bæði í hagvexti og í að minnka atvinnuleysi.

Kaupmátturinn hér er hins vegar enn mjög lágur, eftir Evrópumet í lækkun hans.

Það getum við þakkað íslensku krónunni, einhverjum lélegasta gjaldmiðli hins þróaða heims.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar