Fimmtudagur 12.09.2013 - 21:58 - FB ummæli ()

Sjálfstæðismenn verja leynibrask á ný

Alls staðar á Vesturlöndum er litið svo á, að of mikið frelsi og of lítið eftirlit og aðhald með fjármálamörkuðum hafi átt stóran þátt í fjármálakreppunni – og ekki síst í hruninu hér á landi. Afskiptaleysisstefna eftirlitsstofnana og stjórnvalda var einn stærsti sökudólgurinn.

Þetta hefur komið fram hjá helstu sérfræðingum í fjármálakreppum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, OECD og hjá helstu úttektaraðilum íslenska hrunsins, eins og Rannsóknarnefnd Alþingis, Karlo Jänneri og fleirum.

Eftirlit með fjármálamarkaði var of lítið og veikt gagnvart fjármálaöflunum. Gat ekki hamið neitt af þeirri glórulausu þróun sem leiddi þjóðina út í fen fjármálahrunsins – þó allt hafi hér verið með mestu ólíkindum frá 2002 til 2008.

En um leið og Sjálfstæðisflokkurinn er kominn til valda á ný þá er það með fyrstu stefnumálum þeirra að veikja stórlega það sem þeir kalla “eftirlitsiðnaðinn”. Aðeins fimm árum eftir hrunið hrikalega!

Guðlaugur Þór, sem er í hinum einfeldnislega og athyglissjúka niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar, tilkynnti fyrstur að draga þyrfti niður “eftirlitsiðnaðinn”, Fjármálaeftirlitið og Umboðsmann skuldara, og einhverjar smáskrifstofur aðrar.

Svo kom Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og sagði að vinda þyrfti ofanaf Fjármálaeftirlitinu og Sérstökum saksóknara, sem væru alltof stórt.  Við þurfum að “hugsa frekar til framtíðar”, sagði hann. Ekki mætti hamla framtaksfrelsinu á fjármálamarkaði.

Þessir ágætu menn láta svo eins og þetta sé hluti af því að draga úr útgjöldum ríkisins. En svo er alls ekki. Rekstur bæði Fjármálaeftirlitsins og Umboðsmann skuldara er kostaður nær eingöngu af fjármálastofnunum einkageirans – en ekki af ríkinu.

Það þýðir að Guðlaugur Þór og Bjarni Ben. vilja veikja eftirlit með fjármálageiranum og þjónustu við skuldara, þó það spari ríkinu engan pening! Ekki krónu!

Þeir eru einfaldlega á móti eftirliti sem miðað að því að verja þjóðina gegn fjármálaáhættum – eins og þeim sem leiddu þjóðina fyrir fjármálabjörg, fyrir einungis 5 árum síðan.

Þegar ég hugsa um þetta þá finnst mér eins og ég búi í leikhúsi fáranleikans, sé staddur inni í miðju leikverki eftir Daríó Fó eða einhvern súrrealistann.

Þetta er svo ævintýralega djarft og vitlaust.

En svo minnist ég þess, að bæði Bjarni Ben. og Gulli Þór voru fórnarlömb Fjármálaeftirlitsins og Sérstaka saksóknara, vegna eigin tengsla við vafasama fjármálavafninga, brask og leynisjóði – þó ekki væru þeir beinlínis sóttir til saka.

Þeir vilja sem sagt fá að vera í friði næst, með sitt leynibrask. Það er líka vilji allra auðmannanna sem ráða ferðinni í Sjálfstæðisflokknum. Þeir ætla að græða á daginn og sætta sig ekki við neinar hraðatakmarkanir á gróðabraskinu.

Þetta er sem sagt leiðin sem Ísland er á – enn á ný.

Hefði nokkur maður trúað þessu í október 2008? Ja, eða bara á árinu 2009?

 

Síðasti pistill: Frjálshyggjan: Leiðin til skuldaánauðar 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar