Fimmtudagur 14.11.2013 - 13:46 - FB ummæli ()

Einkaneysla almennings er enn of lítil

Nýjar tölur um kortaveltu undirstrika að kaupmáttur almennings er enn alltof lítill.

Einkaneysla almennings á Íslandi eykst lítið sem ekkert, en kortavelta Íslendinga erlendis eykst hins vegar umtalsvert.

Hvað þýðir það?

Það er ekki vegna þess að almenningur flykkist til útlanda og eyði tekjum sínum þar.

Það eru í meiri mæli efnaðir Íslendingar sem fara til útlanda og eyða þar. Slíkt gagnast íslenska hagkerfinu þó ekki neitt.

Án umtalsverðrar kaupmáttaraukningar verður einkaneysla innanlands áfram of lítil og skilyrði til hagvaxtar og fjárfestingar í atvinnulífi því áfram veik.

Hagvöxtur verður þá slakur og við áfram föst í ládeyðu kreppunnar.

Kreppur eru umframframleiðslukreppur, eins og John Meynard Keynes útskýrði. Það þarf að ná upp eftirspurninni til að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu. Það gerist með aukinni einkaneyslu og/eða opinberum framkvæmdum.

Aukinn kaupmáttur almennings er því mikilvægur til að koma hagvextinum á hressilegri ferð.

Þetta þurfa launþegasamtökin að vera með á hreinu. Kjarasamningar um alvöru kaupmáttaraukningu gætu verið örvunin sem hagkerfið þarf á að halda.

 

Síðasti pistill: Fjölgun leigjenda – eðlisbreyting húsnæðismála?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar