Föstudagur 15.11.2013 - 15:55 - FB ummæli ()

Sundrung Sjálfstæðismanna

Það er athyglisvert að fylgjast með prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Það virðist sem flokkurinn sé í miklum vanda.

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er án sterkrar forystu. Enginn frambjóðenda ber af sem leiðtogi og skársta valið virðist vera að kjósa þann “næst besta” í mörgum skilningi, eins og ágætur Sjálfstæðismaður sagði við mig. Honum finnst enginn frambjóðenda vera “nógu góður”, segir hann – nema helst “kynórakonan” Hildur Sverrisdóttir (sem ritstýrði bók um það efni)!

Svo er heiftarlegur ágreiningur um málefni í röðum flokksmanna, bæði um skipulagsmál, göngustíga, göngugötur og flugvöllinn.

Halldór Jónsson verkfræðingur, orðhvatur Sjálfstæðismaður til langs tíma, hefur t.d. sent út lista yfir fólk sem hann vill ekki að fólk kjósi í prófkjörinu – vegna afstöðu þess í flugvallarmálinu. Talar Halldór þar fyrir hönd eiganda einkaflugskýla á vellinum.

Þetta er kosningabarátta að hætti róttækra Repúblikana og Teboðsmanna í Bandaríkjunum.

Þetta er þó allt saman skondið á sinn hátt og þakka ber fyrir skemmtigildið.

Keppinautar Sjálfstæðisflokksins hljóta að vera nokkuð kátir með stöðu mála hjá flokknum.

 

Síðasti pistill: Einkaneysla almennings er enn of lítil

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar