Sunnudagur 17.11.2013 - 10:19 - FB ummæli ()

Heimskautarefur stýrir hænsnabúi Valhallar

Fyrir þá sem hafa gaman að kaldhæðni eru úrslit í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík nokkurt skemmtiefni.

Frambjóðandi frá Ísafirði, sem er næsti bær við Nuuk á Grænlandi, skrapp í bæinn og vann fyrsta sætið – með naumindum þó. Halldór Halldórsson var bæjarstjóri á Ísafirði og nýlega formaður Samtaka sveitarfélaga, eins og Gamli Góði Villi (sem þó reyndist illa sem borgarstjóri).

Halldór kemur sem sagt úr byggðum refanna.

Konur með nútímalegri viðhorf, sem boðuðu breytta starfshætti í Sjálfstæðisflokknum, röðuðust í neðstu virku sætin á framboðslistanum. Það var lítill áhugi á þeim í Valhöllu. Menn vilja frekar gömlu (góðu) vinnubrögðin!

Samt er kosning Halldórs raunar mjög veik. Hann hlaut aðeins um 1800 atkvæði, af um 5000 greiddum atkvæðum. Það eru einungis um 8% kosningabærra fylgjenda flokksins (um 20.600) sem kusu hann, því þátttaka var lítil!

Þó er skondið að Halldór Halldórsson er með þá sérkennilegu afstöðu að vilja klára aðildarviðræður við ESB. Sumir segja að hann styðji jafnvel aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Ja, hvað segir Hádegismóri nú? Og allir hinir forheimskandi og frussandi ESB andstæðingarnir í Sjálfstæðisflokknum?

Hvað segja til dæmis vaktstjórarnir á Evrópuvakt Hannesar Hólmsteins (Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason)? Eða fólkið í Heimssýn? Ætlar það ágæta fólk að viðurkenna að þeirra sýn var heimsk sýn?

Hætt er við að ófriðlegt verði í útibúi Valhallar við Tjörnina…

Þau Dagur og Nótt sem leiða hin helstu framboðin í borginni hljóta að vera í skýjunum.

 

Síðasti pistill: Óábyrg stjórnun íslenskra fyrirtækja

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar