Mánudagur 18.11.2013 - 10:24 - FB ummæli ()

Kaupið mun hækka um 6% þann 1. janúar nk.

Ég hef verið talsmaður þess að nauðsynlegt sé að koma Íslandi upp úr láglaunafari kreppunnar.

Hér hrapaði kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna um hátt í 30% á árunum 2008 og 2009, með hruni krónunnar, auknu atvinnuleysi og aukinni skuldabyrði. Það var Evrópumet í kjaraskerðingu.

Við höfum bara náð hluta af kjaraskerðingunni til baka. Of litlum hluta.

Þess vegna er einkaneysla og eftirspurn í hagkerfinu of lítil. Það heldur öllu í hægagangi. Þið sjáið það í verslununum. Þar liggur dauð hönd yfir öllu.

Það er alltaf mikilvægt að auka eftirspurn neytenda til að koma þjóðum upp úr kreppu, því það skapar fyrirtækjum verkefni og kemur hjólum atvinnulífsins á ferð. Hagvöxtur eykst, eins og gerðist árið 2011, þegar kaupmáttur jókst um nálægt 3% með um 6% kauphækkun.

Hvers vegna segi ég að kaupið muni nú hækka um 6% í komandi kjarasamningum?

Jú, það er byggt inn í forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Þar er ein af forsendunum fyrir tekjuáætlun ríkisins sú, að kaupmáttur launa aukist um 2,5% á næsta ári.

Hins vegar er gert ráð fyrir 3,6% verðbólgu.

Til að ná 2,5% aukningu kaupmáttar þarf að hækka nafnlaunin um nálægt 6%.

Þar hafið þið það: Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir þessu í fjárlagafrumvarpi sínu.

Sumir biðja nú um minni kauphækkun. Til dæmis tala atvinnurekendur (SA) og seðlabankastjóri um hámark 2-2,5% kauphækkun. Það myndi þýða lækkun kaupmáttar í 3,6% verðbólgu.

Ég hef meiri trú á að forsendur ríkisstjórnarinnar gangi eftir og kaupmátturinn aukist um a.m.k. 2,5%, sem gerist með um 6% kauphækkun.

Atvinnurekendur munu reyna að láta hækkunina koma tvískipta, helming 1, janúar og rest í lok samningstímans (sem verður eitt ár).

Launþegahreyfingin getur varla verið þekkt fyrir annað en að sækja a.m.k. 6% hækkun strax þann 1. janúar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar