Mánudagur 06.01.2014 - 08:18 - FB ummæli ()

Sjálfstæðismenn ganga klofnir til kosninga

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vakti blendnar tilfinningar í röðum flokksmanna. Mannavalið þótti ekki gott og forystusætið var skipað manni frá Ísafirði – sem er hlynntur aðild að ESB í þokkabót! Það býður uppá klofning.

Styrmir Gunnarsson, sem var aðgerðastjóri Sjálfstæðisflokksins í áratugi á ritstjórn Morgunblaðsins, hefur talað skýrt um þetta. Vildi hafa opinn fund í Valhöll um slæma stöðu flokksins í höfuðborginni.

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, sendi Styrmi tóninn í gær og kvartar yfir því að hann geri lítið úr hinum nýja forystumanni flokksins í Reykjavík, sem Sturla telur góðan frambjóðanda. Hann segir Styrmi skaða flokkinn með skrifum sínum.

Fyrir helgi spurði Styrmir hver verði baráttumál flokksins í borgarstjórnarkosningunum?

Það er að vísu óþarfi hjá Styrmi að beina slíkri spurningu út í loftið af Evrópuvaktinni. Það er ritstjóri Moggans og/eða kontóristar á skrifstofu LÍÚ sem svara slíku, enda móta þeir stefnuna.

Ég held þó að það sé ekki bara óánægja með mannaval á framboðslista Sjálfstæðismanna sem muni skemma kosninguna fyrir þeim í vor.

Það er hin nýja stefna Sjálfstæðisflokksins að ganga fyrst og fremst erinda yfirstéttarinnar sem fælir kjósendur frá.

Flestum er að verða það ljósara en áður að Sjálfstæðisflokkurinn er bara flokkur yfirstéttarinnar, jafnvel á kostnað millistéttar og lægri hópa.

Það er sumsé nýfrjálshyggjan, hugmyndafræði yfirstéttarinnar, sem er að leika Sjálfstæðisflokkinn grátt – jafnvel meira en umdeilanlegt mannaval á framboðslista.

Þess vegna verður flokkurinn áfram á lágu nótunum í fylgi í vor – eins og í kosningunum í fyrra.

 

Síðasti pistill: Forsetinn fór afvega

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar