Þriðjudagur 07.01.2014 - 23:12 - FB ummæli ()

Offituvandinn eykst í USA

Hlutfall íbúa Bandaríkjanna sem teljast með offituvanda hækkaði á síðasta ári (sjá hér).

Varla var á það bætandi.

Svipuð þróun er víða á Vesturlöndum. Þetta er lífsstílsvandi í ríkum samfélögum og tengist bæði þeim matvælum sem bjóðast á markaði (bragðgóðri óhollustu) og einnig að einhverju leyti óhófi okkar og of lítilli hreyfingu.

Á Íslandi hefur þessi þróun verið all afgerandi á síðasta áratug.

Í Bandaríkjunum er það svo að rétt rúmur þriðjungur þjóðarinnar telst nú normal að þyngd (miðað við hæð), annar þriðjungur er of þungur og svo er tæpur þriðjungur með offitu sem fer illa með heilsuna.

Þetta er heldur óheppileg samsetning bandarísku þjóðarinnar. Tveir af hverjum þremur eru of þungir!

Þó ástandið sé ekki jafn slæmt hér á landi þá stefnir í sömu átt.

Maður verður nokkuð meðvitaður um þetta á jólahátíðinni, sem því miður er talsverð ofneysluhátíð.

Best að byrja nýja árið á stífu aðhaldi… og jafnvel æfingum…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar