Miðvikudagur 08.01.2014 - 11:40 - FB ummæli ()

Ríkisstjórn Japans vill hækka kaupið

Japan lenti í fjármálakreppu fyrir rúmum 20 árum, í kjölfar mikillar fasteignabólu. Síðan þá hefur gætt stöðnunar og jafnvel verðhjöðnunar í japanska hagkerfinu.

Stjórnvöld hafa gert margvíslegar tilraunir til að koma hagkerfinu aftur á skrið – en með litlum árangri. Tveir áratugir framþróunar eru tapaðir.

Fyrir rúmu ári tók við nýr forsætisráðherra, Shinzo Abe, sem hefur þegar breytt stöðunni til betri vegar. Japanska hagkerfið er farið að sýna merki alvöru bata.

Nýlega kynnti forsætisráðherrann áform um það sem hann kallar “óvænta kauphækkun” til almennings (sjá hér).

Kanski íslenska launþegahreyfingin ætti að kynna sér þessar björtu hugmyndir um nytsemd kauphækkana? Nema þeir vilji frekar kalla þessar hugmyndir japönsku stjórnarinnar “lýðskrum”…

Í stuttu máli eru rök japönsku stjórnarinnar þau, að langtíma raunlækkun launa í Japan hafi átt þátt í stöðnun japanska hagkerfisins. Það var hluti af verðhjöðnunarástandi. Kaupmátturinn lækkaði um 0,8% á ári að meðaltali frá árinu 2000.

Það er að vísu ekki jafn mikil lækkun og varð hér á landi frá og með árinu 2008.

Með kauphækkun núna vill forsætisráðherra Japans auka þrótt og væntingar almennings og þar með auka eftirspurnina í hagkerfinu. Hann vill auka einkaneysluna. Eins og gera þarf hér á landi (sjá hér).

Í kjölfar þess sér hann fyrir sér að tækifæri fyrirtækja til vaxtar og fjárfestinga aukist – hjólin snúist örar. Þetta er klassískt Keynesískt úrræði til að sækja út úr kreppuástandi. Auka eftirspurn neytenda.

Íslendingar gætu lært mikið af þessari hagfræði (Abenomics) – sem þó er bara gamalt Keynesískt vín á nýjum belgjum.

Raunar er tilefnið fyrir raunhækkun launa meira hér á landi en í Japan – því hér varð mun meira fall kaupmáttar (sjá hér og hér).

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar