Færslur fyrir flokkinn ‘Menning og listir’

Miðvikudagur 31.10 2012 - 16:34

Frjálshyggjan breytist í hippahreyfingu

Róttækir frjálshyggjumenn hafa verið í tilvistarkreppu eftir hrun. Allir sjá að frjálshyggjan leiddi ekki bara Íslendinga út í stærsta hrun sögunnar heldur gat hún einnig af sér hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Gamla frjálshyggjan sem Milton litli Friedman, Friðrik von Hayek og frú Margrét Thatcher kenndu Hannesi og strákunum í Eimreiðinni gengur ekki lengur. Almenningur vill ekki […]

Mánudagur 10.09 2012 - 22:20

Ísland árið 1950 – fróðlegt myndband

Hér er landkynningarmynd sem NATO lét gera um Ísland árið 1950. Myndin er rúmlega 15 mínútur að lengd. Sýndar eru svipmyndir úr gamla landbúnaðarsamfélaginu, sjávarútvegslífinu, náttúru og auðlindum og svo eru myndir af mannlífinu í Reykjavík og víðar. Þetta er sérstaklega skemmtileg mynd fyrir fólk sem fætt er í kringum 1950, því hún gefur góða […]

Föstudagur 10.08 2012 - 09:17

Poppari í pólitík

Bandaríski tónlistarmaðurinn Ry Cooder er mjög pólitískur. Hann hefur áhyggjur af Mitt Romney og Repúblikanaflokknum, sem hann segir vera á góðri leið með að eyðileggja Bandaríkin (sjá viðtal við hann hér). Ry Cooder hefur gert fjölda tóndiska og átti meðal annars mikinn þátt í að endurvekja hina skemmtilegu kúbversku sveit Buena Vista Social Club aftur […]

Þriðjudagur 17.07 2012 - 23:56

Kreppumyndir frá Grikklandi

Kreppan leikur Grikki grátt um þessar mundir. En lífið heldur áfram – og húmorinn líka. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók nýlega í Aþenu… AGS mun koma grísku þjóðinni í skuldafangelsi – fyrr en varir! Veggmynd í Plaka hverfinu.   Tom elskar Þjóðverja – en ekki Angelu Merkel.   Mótmælandi í umferðinni – skilaboð […]

Þriðjudagur 26.06 2012 - 23:22

Höll Múmínpabba – við Tjörnina

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu…

Mánudagur 25.06 2012 - 20:56

Togað undir Jökli

Sólarlag á Jónsmessu (í fyrra). Myndin er tekin með aðdráttarlinsu frá Gufunesi í átt Snæfellsjökuls. Þetta er ein af þessum andartaksmyndum í sólarlaginu sem gefa ævintýralega liti…  

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar