Gárungarnir eru búnir að skíra nýja fangelsið á Hólmsheiði. Þeir segja að á Hverfisgötu sé „Hverfissteinninn“ og á Hólmsheiði sé „Hólmsteinninn“. Sagt er að í nýja fangelsinu verði sérstakur frjálshyggjugangur, þar sem fjárglæframenn nýfrjálshyggjunnar verði vistaðir. Þeir verða þá settir inn í Hólmstein – sem gæti talist viðeigandi! Það eru því margar góðar ástæður fyrir þessari […]
Fréttir um meint vanhæfi forseta hæstaréttar, Markúsar Sigurbjörnssonar, til að dæma í málum er tengjast Glitni banka hafa vakið mikla athygli og umræðu. Málið kom upp vegna þess að einhver lak gögnum um hlutabréfaeign nokkurra dómara til fjölmiðla. Gögnin eru sögð koma frá slitanefnd Glitnis. Fyrrverandi formaður slitanefndarinnar segir hins vegar að slitanefndin hafi ekki […]
Þrátt fyrir að margir tölfræðilegir möguleikar séu á myndun meirihlutastjórnar 3ja til 5 flokka þá standa hugmyndafræðilegar andstæður og jafnvel fordómar í vegi margra samstarfsmöguleika. Niðurstaða kosninganna var í senn sveifla til hægri (Viðreisn og Sfl.) og til vinstri (Píratar og VG). Ekki væri óeðlilegt að stjórnarmyndun tæki mið af því. Hægri vængurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og […]
Viðreisn stillti sér upp sem miðjuflokkur fyrir kosningar. Að vísu bættu þau gjarnan við “frjálslyndur” fyrir framan “miðjuflokkur”. Þegar hins vegar er skoðað hvaða fólk er í forystu Viðreisnar, hvaðan þau komu og hvaða megináhersla er í stefnu þeirra þá blasir við nokkuð hefðbundin hægri pólitík og náin tengsl við hörðustu sérhagsmunasamtök atvinnurekenda (SA og Viðskiptaráð). […]
Ríkisendurskoðun hefur staðfest viðamikil afglöp við sölu eigna út úr Landsbankanum frá 2010 til 2016 (sjá hér). Enginn skilur hvers vegna þetta var gert með þeim hætti að eigandinn, íslenska ríkið (almenningur), hafi orðið af umfangsmiklum söluhagnaði. Enginn skilur heldur hvers vegna helstu stjórnendum bankans er áfram sætt við stjórnvölinn. Þetta er auðvitað afleitt. En […]
Nú þegar hægri stjórnin hefur verið sett á ís eru áhugaverðir kostir í myndinni. VG er næst stærsti flokkur landsins og leiðir því stjórnarmyndun, að Sjálfstæðisflokki frágengnum. Mikið er í húfi að það heppnist, því stór og spennandi verkefni bíða. Fjárhagur ríkisins býður nú upp á gott svigrúm til uppbyggingar og umbóta, sem stækka má […]
Nú reyna menn myndun hreinnar hægri stjórnar Sjálfstæðisflokks (D), Viðreisnar (C) og Bjartrar framtíðar (A). Það yrði réttnefnd “Engeyjarstjórn” þeirra frænda, Bjarna Benediktssonar og Benedikts Jóhannessonar. Slík stjórn yrði með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi (32 þingmenn). Hægri menn vilja samt reyna þetta, því mikið er í húfi að þeirra mati. Viðamiklar eignir liggja nú […]
Sigur Donalds Trump í forsetakosningunum vestra er sögulegur. Ekki bara fyrir Bandaríkin, heldur einnig fyrir vestræn ríki almennt. Það er bandarísk alþýða sem færir Trump sigurinn. Einkum hvítt fólk úr lægri millistétt og verkalýðsstétt, sem setið hefur eftir í lífskjaraþróun síðustu þriggja áratuga. Þessu fólki finnst það vera afskipt og sér störfin sín flytjast til annarra landa. […]
Á meðan margir tala sig ringlaða um það, að hægri – miðju – vinstri víddin í stjórnmálum sé úrelt, þá skerpa hægri menn hugmyndir sínar og herða sóknina. Hægri menn vita nefnilega vel hvað “hægrið” er í stjórnmálum. Þeir hafa hugmyndafræðina á hreinu. En hverjir eru hægri menn? Það eru yfirleitt þeir sem tala fyrir […]
Niðurstaða kosninganna í gær var nokkuð tvíátta. Lítum fyrst á hvernig sveiflan á fylgi var hjá þeim sem komust á þing, á myndinni hér að neðan. Hún sýnir breytingar á fylgi þingflokkanna, í prósentustigum. Viðreisn bætti mestu við sig, fór úr 0 í 10,5%. Píratar bættu næstmestu við sig, eða um 9,4 %-stigum (úr […]
Fyrri pistlar