Ný könnun á viðhorfi almennings til baráttu Eflingar fyrir sérstakri leiðréttingu á kjörum láglaunakvenna er starfa við barnauppeldi og umönnun er afgerandi (sjá hér). Viðhorf til Leiðréttingarinnar Um 59% styðja kröfur Eflingar að öllu eða miklu leyti og önnur 20% styðja þær í meðallagi. Samtals taka um 79% þjóðarinnar undir kröfur Eflingar. Einungis 21% segjast […]
Í deilu Eflingar við Reykjavíkurborg eru leikskólar og umönnunarstörf í brennidepli. Störf á þessu sviði eru lægst metin til launa af öllum störfum á íslenska vinnumarkaðinum (sjá nánar hér). Þá er ég að tala um grunnlaun + reglubundnar aukagreiðslur (t.d. álög og yfirvinnu), það er heildarlaun í hverjum mánuði. Í töflunni hér að neðan má sjá […]
Samtök atvinnulífsins (SA) stilltu upp mjög villandi mynd af kröfum Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg í Fréttablaðinu í vikunni. Þar fór saman skökk talnameðferð og mikið heimsendaraus um hættu á höfrungahlaupi og eyðileggingu Lífskjarasamningsins. Ástæða er til að leiðrétta þetta gönuhlaup SA-manna og ritstjóra markaðskálfs Fréttablaðsins. Megininntak leiðréttingarinnar sem Efling hefur lagt til við Reykjavíkurborg felst í […]
Árið 1970 skrifaði nýfrjálshyggju-hagfræðingurinn Milton Friedman grein í New York Times Magazine um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu, sem eftir var tekið (sjá hér). Boðskapurinn var sá, að eina hlutverk fyrirtækja væri það að skila eigendum þeirra (hluthöfum) sem mestum gróða. Fyrirtæki hefðu engar skyldur gagnvart starfsmönnum sínum, viðskiptavinum, birgjum, neytendum eða samfélaginu almennt. Allt tal […]
Það er mikil ánægja með störf Guðna forseta. Um 80% kjósenda segjast vera ánægðir með störf hans. Að öðru jöfnu ætti þetta að þýða að enginn gæti ógnað honum í forsetakjörinu í sumar. Það væri þá helst ef fiskikóngurinn myndi gefa kost á sér. Sá er með atkvæðamestu mönnum landsins. Fulltrúi glaðværðar og hollustu og nálægur […]
Leikurinn við Dani í dag var alger draumaleikur. Danir eru bæði Ólympíu- og heimsmeistarar í handbolta. Þeir eru með eitt albesta lið heimsins um þessar mundir. Þeir töpuðu ekki vegna þess að þeir hefðu brugðist eða verið lélegir. Nei, þeir töpuðu vegna þess að íslenska liðið var frábært. Sigur hefði svo sem geta fallið á […]
Það var ein af mikilvægustu forsendum Lífskjarasamningsins að stjórnvöld myndu lækka tekjuskatt láglaunafólks um a.m.k. 10.000 krónur á mánuði, eða um 120 þúsund krónur á ári. Nú um áramótin kemur þriðjungur þessarar lækkunar til framkvæmda. Í byrjun næsta árs verður lækkunin svo að fullu komin til framkvæmda. Verkalýðshreyfingin lagði ríka áherslu á þetta. Enda er […]
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sitt um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Eftir því hefur lengi verið beðið, enda er staða þessara fjölmiðla erfið. Þegar þessum áfanga er nú náð vekur mikla athygli að Sjálfstæðismenn beita sér af krafti gegn framgangi málsins, og segja það jafnvel andvana fætt. Hvers vegna skyldi það […]
Breska tímaritið Economist sagði frá því í grein í síðustu viku að meðal fræðimanna sem rannsakað hafa ójöfnuð tekna og eigna á Vesturlöndum séu uppi deilur um einstakar mælingaraðferðir og að rætt sé um að slíkt geti breytt niðurstöðum sem hingað til hafi verið teknar sem gildar. Því er sérstaklega slegið fram að niðurstöður Thomasar […]
Það er ekki umdeilt að kvótakerfinu fylgdi aukin hagkvæmni. Með því að fækka útvegsaðilum og stækka hlut hvers af heildarveiðum þá batnar hagur þeirra fyrirtækja sem fá að veiða. Það segir sig sjálft. Þetta fólst í kvótakerfinu. Með því myndaðist mikill auður sem safnaðist hefur á sífellt færri hendur á tíma kvótakerfisins (1984 til nútímans). […]
Fyrri pistlar