Í dag kom út ný skýrsla Hagstofu Íslands með upplýsingum um þróun húsnæðiskostnaðar í gegnum hrunið. Þetta er mjög athyglisverð skýrsla. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda virðast hafa náð að halda aftur af aukningu húsnæðiskostnaðar eftir hrun, ekki síst með mikilli hækkun vaxtabóta. Raunar var byrði vegna húsnæðiskostnaðar þyngst á árunum 2004-6, en hlutfallslega minni eftir aðgerðirnar í […]
Enn harðna átökin í Sjálfstæðisflokknum. ESB-aðildarsinnar taka sífellt fleiri skref í átt að stofnun nýs hægri flokks um ESB-aðild, út úr Sjálfstæðisflokknum. Þeir munu að vísu líka taka talsvert af hægri armi Samfylkingarinnar með sér. Talað er um fundahöld eftir páska til að fullnusta flokksstofnunina. Björn Bjarnason hefur ítrekað sent ESB-sinnum tóninn á Evrópuvaktinni. Það […]
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna er mikið plagg. Ég hef einungis skoðað niðurstöðukaflann og kynninguna, en af því og viðtölum við nefndarmenn má sjá að þau setja niðurstöður sínar fram af mikilli varkárni. Dómurinn er samt afgerandi. Hlutafélagavæðing sparisjóðanna er upphafið að vanda þeirra, segir í skýrslunni. Það skapaði eigendum og stjórnendum aukið frelsi […]
Í nýjasta hefti fagtímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist grein um lífsgæði nútímaþjóða, sem ég skrifaði um rannsókn er ég gerði á lífsgæðum 29 nútímaþjóða. Rannsóknarverkefnið fólst í því að safna sem flestum mælingum á mikilvægum lífsgæðaþáttum þjóða og bera útkomur þjóðanna saman og leita skýringa á mismunandi árangri, bæði á heildarmati og einstökum þáttum lífsgæðanna. […]
Úlfurinn frá Wall Street, Jordan Belfort, er á leið til Íslands til fyrirlestrahalds. Belfort varð frægur af mynd Martin Scorsese er sýndi vel siðleysi og svindilhætti prangarans. Nú er Íslendingum boðið að kaupa sig inn á fyrirlestur Jordan Beforts um “sölutækni” sína fyrir allt að 50 þúsund krónur á mann. “Sölutæknin” sem um ræðir hefur […]
Dagur B. Eggertsson leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík kynnti nýlega áherslumálin fyrir kosningarnar í vor. Þau eru að vísu allmörg. En tvennt stendur uppúr í byrjun: Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu 2500-3000 leiguíbúða og búseturéttaríbúða á næstu árum. Þar á meðal eru glæsilegar stúdentaíbúðir í miðborginni. Svona áætlun léttir af þrýstingi á leigumarkaði og svarar […]
Það er skemmtilegt að fylgjast með Sjálfstæðismönnum þessa dagana. Í gær skrifaði Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins grein um ESB málin. Þar sagði hann ESB-aðildarsinna í Sjálfstæðisflokki vera öfgamenn. Þar á hann við fólk eins og hinn Engeyjarættaða Benedikt Jóhannesson og Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann flokksins. Benedikt og Þorsteinn kalla hins vegar Björn og Davíð […]
Það er ánægjulegt að sjá hversu vel tókst til með kjarasamning framhaldsskólakennara og stjórnvalda. Að vísu þurfti verkfall í þrjár vikur til að klára málið – en árangurinn er þess virði. Þetta er óvenjulegur og skapandi kjarasamningur. Menntamálaráðherra kallar hann tímamótasamning. Þetta er umbótasamningur, sem skilar mikilvægum framförum í skólakerfinu og umbunar kennurum með alvöru […]
Sífellt safnast upp sönnunargögn um hlýnun lofthjúpsins og vísindamenn vara við alvarlegum afleiðingum fyrir jarðarbúa. Frjálshyggjumenn á Vesturlöndum hafa véfengt niðurstöður vísindamanna og telja þetta árás á kapítalismann. Þeir boða því afskiptaleysisstefnu gagnvart loftslagsvandanum. Það gera þeir líka í málum fjármálamarkaðarins. Frjálshyggjumenn eru ákveðnir í að læra ekkert af vísindum né af fjármálakreppunni. Halda bara […]
Verkfallið í framhaldsskólunum dregst á langinn og lítið virðist ganga. Verkefni kennara er að ná fram umtalsverðum kjarabótum og lyfta launum kennara upp fyrir meðaltal OECD-landanna. Það er forsenda fyrir umbótum í skólastarfi og betri árangri nemenda. Auk þess hafa kennarar dregist afturúr öðrum. Þetta krefst umtalsvert meiri hækkana en samið var um í ASÍ-samningunum. […]
Fyrri pistlar