Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 19.12 2013 - 23:35

Myndir á sýningu – netgallerí

Ný myndasería frá New York er í smíðum í galleríi mínu á netinu. Smellið á myndina hér að neðan til að komast inn í hlýjuna… New York Impressions  

Mánudagur 16.12 2013 - 14:25

Heimurinn – vaxandi áhyggjur af ójöfnuði

Útdráttur: Fræðimenn voru fyrstir til að benda á aukningu ójafnaðar á Vesturlöndum á síðustu áratugum. Síðan tóku hagskýrslustofnanir undir og stjórnmálamenn fóru smám saman að láta sig málið varða. Nú er svo komið að jafnvel auðmennirnir í Davos eru farnir að hafa áhyggjur af auknum ójöfnuði í heiminum, ekki síst innan vestrænna samfélaga. Það er […]

Sunnudagur 15.12 2013 - 12:06

Íslendingar stefna á nýtt met í lágkúru

Nú berast fregnir af því að stjórnmálamenn, bæði af hægri og vinstri væng, vilji knýja Evrópusambandið til að halda áfram að greiða hingað svokallaða IPA aðlögunarstyrki. ESB tilkynnti nýlega að slíkum styrkveitingum til Íslands yrði hætt. Ástæðan er sú, að íslensk stjórnvöld hafa stöðvað aðildarsamningaviðræður, leyst upp samninganefndina og jafnframt kynnt þá afstöðu sína að […]

Föstudagur 13.12 2013 - 17:19

Fjárlögin – þrennt gott, eitt slæmt

Eftir klaufalegan útafakstur í frágangi fjárlaga til annarrar umræðu síðustu daga er stjórnin að sigla í höfn, þó ekki verði allir ánægðir. Margt má segja um fjárlögin, bæði gott og slæmt. Ég ætla þó einungis að nefna þrjú góð atriði og eitt slæmt. Það er auðvitað gott að ná jöfnuði í fjármálum ríkisins á næsta […]

Miðvikudagur 11.12 2013 - 21:05

Rothögg páfans virkar vel

Frans páfi er maður ársins að mati tímaritsins Time. Það er til marks um að nýi páfinn hefur vakið athygli og snert taugar margra á örskömmum tíma í embætti. Eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli er að páfinn tekur ákveðna afstöðu gegn frjálshyggjunni, sem hefur tröllriðið heiminum á undanförnum áratugum. Frjálshyggjunni fylgdu […]

Miðvikudagur 11.12 2013 - 12:12

Lítið stutt við barnafjölskyldur á Íslandi

Vigdís Hauksdóttir segir að vinstri stjórnin hafi haft það markmið að gera alla háða bótum. Hún vill breyta stefnunni og vinda ofanaf bótagreiðslum. Þetta er sjónarmið sem kemur frá róttækum frjálshyggjumönnum, en fáum öðrum. Flestir stjórnmálamenn á Vesturlöndum – bæði á miðju, vinstri og jafnvel á hægri væng – eru hlynntir fjölskyldustefnu (þar sem barna- […]

Mánudagur 09.12 2013 - 10:21

Lækkun barna- og vaxtabóta – afleit hugmynd

Nú berast fregnir af því að ríkisstjórnin hyggist lækka barna- og vaxtabætur um nálægt 600 milljónir króna og setja féð í heilbrigðismálin. Auðvitað er gott að auka fjárveitingar til heilbrigðismála – en að taka það þarna er afleit hugmynd. Hvers vegna? Barnabætur eru lágar á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Á áratugnum fram að […]

Laugardagur 07.12 2013 - 22:43

Hólmsteinn hafnar lýðræði

Ég sé á netinu að menn eru að rifja upp grein sem Hannes Hólmsteinn skrifaði gegn Nelson Mandela árið 1990. Það þykir fyndið hve rosalega dómgreindin hefur brugðist Hannesi í þessari grein. Hann sagði Nelson Mandela ekki vera frelsissinna og líkti honum við þekkt illmenni! Hann sagði líka þetta: „Raunar er ekki mikil hætta á […]

Föstudagur 06.12 2013 - 20:55

Kaupið – SGS tekur forystu

Allir hafa tekið eftir því hversu mikill þrýstingur er gegn alvöru kauphækkunum til almennings, ekki síst af hálfu Samtaka atvinnulífsins (SA). Atvinnurekendur vilja frysta launafólk á botni kreppunnar til lengri tíma. Þeir vilja halda laununum óeðlilega lágum og segja að litlar kauphækkanir bæti hag launafólks mest! Það er öfugsnúið – svo ekki sé meira sagt. […]

Fimmtudagur 05.12 2013 - 10:35

Enn er bullað um ESB

Andstæðingar ESB-samningaviðræðna hafa verið nær vitstola frá því aðildarumsóknin komst á dagskrá. Auðvitað mega þeir vera á móti aðild Íslands að ESB. Það hefur hins vegar verið leiðinlegt að sjá hversu ómerkilegur málflutningur þeirra flestra hefur verið. Þeir hafa iðulega farið offari og fórnað hagsmunum og valkostum Íslands með yfirgengilegu bulli sínu um ESB (sjá […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar