Það var vel við hæfi hjá Félagi tónskálda og textahöfunda (FTT) að heiðra gleðigjafann Þorstein Eggertsson fyrir hið stórmerka framlag hans til textagerðar í íslenskum dægurlagaheimi (sjá hér). Steini Eggerts, eins og hann var jafnan kallaður í Keflavík, er óvenju snjall textasmiður og með afbrigðum afkastamikill. Hann hefur samið mörg hundruð texta sem hafa verið […]
Þeir eru að halda upp á hundrað ára afmæli Moggans um helgina. Að því tilefni keypti ég mér eintak af helgarblaðinu og vænti mikils. Bjóst við hátíðarútgáfu, bakkafullu blaði af gefandi efni. Þar er reyndar sitthvað sem má lesa til skemmtunar og fróðleiks. Sérstaklega um menningu og listir og um hinn nýja borgarstjóra New York […]
Á umhverfisþingi í fyrradag komu fram miklar og verðskuldaðar efasemdir um fyrirhugaða gjaldtöku af ferðamönnum sem skoða íslenskar náttúruperlur. Ég hef áður gagnrýnt slík áform og varað við að gjaldtaka fyrir náttúruskoðun getur breytt eðli íslenskrar ferðaþjónustu á neikvæðan hátt. Svo er rétt að minna á að Íslendingar verða sjálfir rukkaðir fyrir að skoða náttúruperlur […]
Ég hef áður bent á það að sú stefna vinstri stjórnarinnar að hlífa lægri tekjuhópum við afleiðingum kreppunnar skilaði árangri (sjá hér). Það hefur OECD einnig gert (hér). Allir urðu fyrir kjaraskerðingu í hruninu. Það tókst þó að milda kjaraskerðinguna í lægstu tekjuhópum, m.a. með hækkun lífeyrislágmarksins, lægstu launa og atvinnuleysisbóta. Einnig voru vaxtabætur hækkaðar stórlegar […]
Bjarni Ben. toppaði í dag Núverandi stjórnarleiðtogar kölluðu það svik við erlendu stóriðjufyrirtækin að framlengja sérstakan skatt á raforku eftir 2012. Alvarleg “svik”. Nú er spurt hvers vegna þessu hafi þá ekki verið breytt í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014. Það var auðvitað mögulegt ef menn töldu þetta svo alvarlegt mál. Aðspurður segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að […]
Það er leiðinlegt að sjá hversu ómálefnalegur Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi stjórnarformaður MP banka, var í helgarpistli sínum í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Þar kallar hann Framsóknarflokkinn “þjóðernispopúlískan” flokk og líkir honum jöfnum höndum við Framfaraflokk Glistrups (sem lagði höfuðáherslu á skattalækkanir) og fasistaflokkinn Gullna dögun í Grikklandi – og fleiri slíka […]
Á mánudag verður kynningarráðstefna um nýja bók frá LIS-stofnuninni um tekjuskiptingu í nútímaríkjum. Bókin er gefin út af Stanford University Press. Þar er fjallað um þróun í tekjuskiptingu hagsældarríkja á síðustu áratugum og stöðuna eins og hún er í dag. Sérstök áhersla er lögð á stöðu millistéttarinnar. Ísland er með í þessari alþjóðlegu rannsókn. Arnaldur […]
Íslenskir frjálshyggjumenn eru farnir að þýða og gefa út bækur bandaríska rithöfundarins Ayn Rand í gríð og erg. Bækur hennar einkennast af rótækri trú á óheftan kapítalisma, afskiptaleysisstefnu og skefjalausa einstaklingshyggju. Ayn Rand upphefur atvinnurekendur, framtaksmenn og auðmenn en kallar flesta aðra ónytjunga, blóðsugur eða þjófa. Vinnandi alþýða telur varla með í heimi hennar. Auðmennirnir […]
Hulda Þórisdóttir lektor í stjórnmálafræði kynnti athyglisverða könnun á viðhorfum almennings til hrunsins, á ráðstefnu um félagsvísindi í HÍ á föstudag. Þegar almenningur er spurður um hverjum hrunið sé að kenna verður niðurstaðan sú sama og kom fram í sambærilegri könnun árið 2009. Þessa telur almenningur helstu orsakavalda hrunsins. Viðskiptabankarnir Fjármálaeftirlitið Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Geirs […]
Á Vesturlöndum stendur nú yfir tilraun sem miðar að því að breyta samfélagsgerðinni í átt til aukins auðræðis (plutocracy). Þetta felur í sér að þeir allra ríkustu eru víða að taka til sín sífellt stærri hluta þjóðartekna á meðan hagur millistéttarinnar og lægri tekjuhópa stendur í stað eða versnar. Bandaríkin eru besta dæmið um framkvæmd […]
Fyrri pistlar