Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 04.10 2013 - 00:19

Eldhafið í Evrópu!

Ég hef lengi haft taugar til Evrópu. Þess vegna hrekk ég oft við þegar ég les skrif um Evrópu og ESB hér á landi. Þar er yfirleitt dregin upp svo hrikaleg mynd af einu og öllu sem evrópskt er. Þegar fjallað er um kreppuna er eins og Evrópa standi  öll í björtu báli – eða […]

Miðvikudagur 02.10 2013 - 08:04

Fjárlögin – að mestu óbreytt stefna

Nýja fjárlagafrumvarpið felur í sér litlar sem engar breytingar frá stefnu vinstri stjórnarinnar. Áfram er almennt aðhald gagnvart útgjöldum, eins og á síðasta ári. Tryggingagjald á fyrirtæki er lækkað lítillega – eins og á síðasta ári. Það sem kallað er tekjuskattslækkun (lækkun álagningar í milliþrepi) er hverfandi og raunar óvíst um hvort það verður raunlækkun […]

Sunnudagur 29.09 2013 - 21:13

Einstakur árangur í baráttu gegn atvinnuleysi

Þó hrunið á Íslandi hafi verið stærra en hjá öðrum þjóðum voru afleiðingarnar hér á landi ekki þær verstu sem kreppan lagði á vestrænar þjóðir. Verstu afleiðingarnar hér voru hin gríðarlega kjaraskerðing heimilanna og aukin skuldabyrði, sem hvoru tveggja varð vegna hruns krónunnar (um nærri 50%). Að auki rústaði hrunið fjármálum ríkisins. Hjá flestum öðrum […]

Laugardagur 28.09 2013 - 18:38

Morgunblaðið stýrir flokknum

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins til áratuga, segir eftirfarandi í nýlegum pistli á Evrópuvaktinni: “Það stefnir í mikinn slag í borgarstjórnarkosningum í vor. Með ítrekuðum skrifum um borgarmál svo löngu fyrir þær kosningar er Morgunblaðið augljóslega að leggja grunn að málefnabaráttu minnihlutans í borgarstjórn fyrir þær kosningar (feitletrun mín). Svo á eftir að koma í ljós […]

Föstudagur 27.09 2013 - 20:41

Landsspítalinn – skelfileg tíðindi!

Landsspítalinn hefur búið við viðvarandi niðurskurð frá árinu 2003. Eftir hrun var lögð áhersla á að auka tekjutilfærslur til heimilanna (vaxtabætur, atvinnuleysisbætur og lífeyrislágmarkið), til að milda áhrif hinnar gríðarlegu kjaraskerðingar sem hruninu fylgdi. Í staðinn var skorið niður í velferðarþjónustu (heilsugeira og menntun) og framkvæmdum, því staða ríkisfjármála var afleit (14,5% halli var á […]

Fimmtudagur 26.09 2013 - 17:22

Hafa Íslendingar efni á tannlækningum?

Ég hef nýlega birt tölur um áhrif kostnaðar á aðgengi lágtekjufólks og miðtekjufólks að almennri læknisþjónustu (hér). Nú er komið að tannlækningum. Á myndinni hér að neðan má sjá hve stór hluti lágtekjufólks (tekjulægsta fimmtungs einstaklinga, 16 ára og eldri) neitaði sér um tannlækningar á árinu 2011, vegna kostnaðar. Gögnin eru frá Hagstofu ESB (Eurostat) […]

Þriðjudagur 24.09 2013 - 09:17

Þeir sem ekki höfðu efni á læknisþjónustu árið 2011

Í gær birti ég tölur um hlutfall lágtekjufólks sem hafði þurft að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar á árinu 2009.  Það voru tölur frá OECD um ástandið fyrst eftir að kreppan skall á. Hér að neðan eru nýrri tölur frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og Hagstofu Íslands, fyrir árið 2011. Þá hafði ástandið versnað, […]

Mánudagur 23.09 2013 - 19:38

Aðgengi lágtekjufólks að læknisþjónustu

Fyrir skömmu var birt merkileg skýrsla Ingimars Einarssonar, sérfræðings í velferðar- og heilbrigðismálum, sem hann vann fyrir Krabbameinsfélagið. Skýrslan fjallar um þróun kostnaðarhlutdeildar sjúklinga. Fram kemur m.a. að hlutur sjúklinga hefur tvöfaldast á síðustu 30 árum. Fyrir krabbameinssjúklinga hefur kostnaður bæði við læknisþjónustu og lyfjakaup hækkað umtalsvert undanfarið, m.a. vegna nýja greiðsluþátttökukerfisins við lyfjakaup, sem […]

Laugardagur 21.09 2013 - 22:57

Gnarrenburg!

Jón Gnarr og Besti flokkurinn gera það gott í Reykjavík. Mörg framfaramál virðast vera að ganga upp hjá þeim, borgarbúum til hagsbóta og yndisauka. Nýtt framsækið aðalskipulag hefur verið samþykkt með stuðningi fulltrúa annarra flokka, meðal annars jákvæðra Sjálfstæðismanna (sem enn má finna í borginni!). Hafnarsvæðið er á álitlegri leið og nýjar hugmyndir um uppbyggingu […]

Fimmtudagur 19.09 2013 - 19:07

Bylting í Vatnsmýri

Nú berast fregnir af því að samningar hafi tekist milli bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu hátækniseturs innan Vísindagarða HÍ, sem muni hýsa höfuðstöðvar Alvogen. Það er Róbert Wessman sem stýrir Alvogen, en heildarfjárfesting vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna. Þetta eru mikil tímamót í þróun þekkingariðnaðar hér á landi […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar