Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Sunnudagur 03.06 2018 - 12:15

Áhugavert viðtal um frelsi, fjármál og hrun

Í morgun ræddu Ævar Kjartansson og Sigurjón Árni Eyjólfsson um fjármál, frelsi og samfélag á Rás 1. Viðmælandi þeirra var Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Eyvindur er sérfræðingur í lagalegri hlið fjármála og starfaði meðal annars við skýrslugerð Rannsóknarnefndar Alþingis um hrun bankanna svo hann hefur margt fram að færa um þessi mál. Eyvindur […]

Mánudagur 28.05 2018 - 14:25

Engin alvöru hægri sveifla í borginni

Sumir tala um niðurstöðu kosninganna í Reykjavík eins og meirihlutinn hafi fallið og að kosningarnar hafi falið í sér einhverja hægri sveiflu. Sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn varð heldur stærri en Samfylkingin er sjálfsagt grundvöllur þeirrar tilfinningar margra að þetta hafi verið hægri sveifla. En hvernig var heildarmyndin? Á töflunni hér að neðan má sjá hvernig […]

Sunnudagur 27.05 2018 - 10:34

Pawel og Sanna – góð viðbót í borgarstjórn

Það er athyglisvert að í hópi stærri sigurvegara kosninganna í Reykjavík skuli vera tveir sterkir frambjóðendur af blönduðum eða erlendum uppruna; Pawel Bartoszek frá Viðreisn og Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokknum. Bæði hafa vakið athygli fyrir málefnaleg sjónarmið og kröftugan málflutning. Pawel hefur m.a. verið með áhugaverð sjónarmið í skipulags- og samgöngumálum og Sanna er […]

Föstudagur 25.05 2018 - 09:24

Mistök Eyþórs og sirkús Vigdísar

Mér sýnist að Dagur og félagar muni halda völdum í borginni. Núverandi meirihluti er einfaldlega einn um að hafa einhverja vitræna framtíðarsýn fyrir þróun borgarinnar. Borgarlínan er kjarninn í þeirri sýn. Sjálfstæðismenn hafa ekki náð vopnum sínum. Þar ráða miklu þau mistök sem Eyþór hefur gert. Hér má nefna þrjú (en þau eru fleiri): Hann […]

Mánudagur 21.05 2018 - 11:14

Hattarnir og hástéttin í Bretlandi

Konunglegt brúðkaup í Bretlandi er mikil veisla – fyrir háa sem lága. Á laugardag voru það Harry og Meghan sem gefin voru saman í Windsor kastala. Ung og ástfangin og allt í fína með það. Ég fylgdist með útsendingum í sjónvarpinu og hafði gaman að, þó ég sé enginn aðdáandi bresku konungsfjölskyldunnar né annars kóngafólks. […]

Þriðjudagur 15.05 2018 - 11:01

Hverjir ættu að eiga Ísland?

Í fjölmiðlum  hefur undanfarið verið sagt frá því að ríkasti maður Bretlands sé stór landeigandi á Íslandi. Hann á Grímsstaði á fjöllum og ýmsar jarðir við laxveiðiár. Fleiri dæmi eru um slíkt. Þetta er eitt af því sem hnattvæddur kapítalismi án landamæra bíður uppá. Fyrir erlenda sem innlenda auðjöfra er lítið mál að eignast flestar verðmætustu landspildur […]

Sunnudagur 06.05 2018 - 21:20

Kröftugur Ragnar Þór

Ég hlustaði á Ragnar Þór Ingólfsson formann VR á 1. maí og svo aftur á Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór mætti talsverðri andstöðu í fyrstu og átti svolítið á brattann að sækja innan launþegahreyfingarinnar. Hann hefur hins vegar eflst mjög í leiðtogahlutverki sínu og kemur nú fram af öryggi og krafti. Hann og aðrir framsæknir […]

Miðvikudagur 25.04 2018 - 09:19

Ætti verkafólk ekki frekar að fá bónusa?

Ofurlaun og bónusar til forstjóra og bankastjóra hafa verið áberandi á Vesturlöndum í seinni tíð. Á árunum fram að hruni tíðkuðust gríðarlegir bónusar í bönkunum og hjá hæstu stjórnendum í atvinnulífinu á Íslandi (og víðar). Þessir bónusar áttu sinn þátt í óhóflegri áhættutöku stjórnenda sem leiddu til ófarnaðar og hruns. Bónusar í bönkum hvetja stjórnendur […]

Laugardagur 21.04 2018 - 09:50

Fegrið flugvallarsvæðið

Flugvallarsvæði getur verið huggulegt og áhugavert í nálægð við borg. En það gildir ekki um Reykjavíkurflugvöll. Í merkri skýrslu um framtíð flugvallarsvæðisins frá árinu 2001 segir eftirfarandi: “Mörg mannvirki þar eru frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Svæðið er illa skipulagt, illa frágengið og fjöldi bygginga, bragga og kofa innan þess er til mikillar óprýði í miðborginni” […]

Mánudagur 16.04 2018 - 11:24

Dóninn Trump trompar allt!

Það verður að segjast eins og er, að dóninn Trump hefur haft afar mikið skemmtigildi eftir að Bandaríkjamenn kusu hann sem forseta. Það var sterkur leikur! Ég vissi satt að segja ekki að bandarískir kjósendur hefðu svona mergjaða kímnigáfu. Maðurinn var jú vel þekktur í landinu svo kjósendur vissu vel hvað þeir voru að kjósa. […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar