Færslur fyrir flokkinn ‘Viðskipti og fjármál’

Föstudagur 31.08 2012 - 09:29

Síminn – misheppnuð einkavæðing

Nú berast fregnir af því að skuldir séu að sliga félagið Skipti sem er eignarhaldsfélag Símans. Félagið tapaði nærri tveimur milljörðum í fyrra og tapið á fyrri helmingi núverandi árs er 2,6 milljarðar. Forstjóri Skipta segir að þetta gangi ekki upp til lengri tíma og skuldirnar skerði samkeppnishæfni og fjárfestingargetu félagsins. Megnið af skuldunum er […]

Fimmtudagur 30.08 2012 - 00:14

Hroki og furðutal útvegsmanns

Guðmundur Kristjánsson í Brimi fer mikinn í viðtali við Útvegsblaðið. Hann segir tal þeirra sem gagnrýna skipan sjávarútvegsmála byggjast á öfund, lýðskrumi og fávisku, svo nokkuð sé nefnt. Hann segir sjávarútveg vera vel rekinn og farinn að skila hagnaði núna. Því sé fásinna að breyta nokkru. Hann nefnir þó ekki að nærri 50% gengisfelling krónunnar […]

Miðvikudagur 29.08 2012 - 09:53

Svar Neytendasamtakanna

Í gær skrifaði ég pistil um afnám verðmerkinga á unninni matvöru hér á landi. Þar kvartaði ég yfir sinnuleysi Neytendasamtaka, Neytendastofu, Talsmanns neytenda og launþegafélaga gagnvart því að ekki sé farið að lögum um að verðmerkingar söluvöru skuli vera skýrar og aðgengilegar fyrir neytendur. Þuríður Hjartardóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna sendi mér eftirfarandi athugasemd við skrif mín: […]

Þriðjudagur 28.08 2012 - 14:42

Gagnslaus neytendavernd?

Um daginn skrifaði ég um þá furðulegu þróun að verðmerkingar unninna matvæla eru að leggjast af í verslunum hér á landi. Í staðinn er neytendum ætlað að setja vörur í skanna og finna þannig út hvert verðið er. Þetta er bæði óaðgengilegt og tímafrekt og hamlar eðlilegum neytendaháttum. Fólk þarf að geta séð í flýti […]

Mánudagur 27.08 2012 - 00:27

Réttlæti Sjálfstæðismanna

Frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum hafa um árabil talað fyrir breytingum á tekjuskatti einstaklinga og fjölskyldna. Þeir vilja flatan 20% skatt á alla og enga frádrætti (þ.e. skatturinn yrði án persónuafsláttar eða skattleysismarka, barnabóta, vaxtabóta o.s.frv.). Allir myndu greiða sama hlutfall tekna sinna, óháð því hveru háar tekjurnar eru. Pétur Blöndal var í síðdegisþætti Bylgjunnar um daginn […]

Sunnudagur 19.08 2012 - 10:58

Fjárfestar eru vandamálið – ekki lausnin

Frægt var þegar Ronald Reagan, þá nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sagði að ríkið væri vandamálið – ekki lausnin. Menn eiga ekki að biðja ríkið um að leysa vandamál, sagði hann. Brýnna væri að minnka umsvif ríkisins og auka frelsi markaðsaðila, sem hann taldi að myndi færa meiri hagsæld. Hann vildi líka lækka skatta, einkum á auðmenn […]

Föstudagur 17.08 2012 - 09:31

Heimsmet í skattpíningu?

Í gær sagði góður maður á bloggi mínu að Ísland ætti næstum því heimsmet í skattpíningu. Það er kanski ekki nema von að menn segi þetta, því þessu hefur verið slegið fram af aðilum sem ættu að vera vandir að virðingu sinni, eins og ýmsum samtökum atvinnulífsins og nokkrum stjórnmálamönnum. En hvað segja staðreyndirnar um […]

Miðvikudagur 15.08 2012 - 23:12

Þandist ríkið út fyrir hrun?

Oft er fullyrt að ríkið hafi þanist út á áratugnum fyrir hrun. Þetta er sagt fela í sér tilefni til að skera nú duglega niður útgjöld, ekki síst útgjöld til velferðarmála. Sífellt er talað um að báknið bólgni út. Aðrir hafa fullyrt að meint mikil útþensla ríkisins á áratugnum fyrir hrun þýði að hér hafi […]

Mánudagur 13.08 2012 - 21:55

Risastökk í nýsköpun hefst 2013

Í hinni snjöllu Fjárfestingaráætlun fyrir Ísland 2013-2015, sem ríkisstjórnin samþykkti í vor með liðsinni Guðmundar Steingrímssonar, er boðuð bylting í íslenskum vísindum og tækniþróun – strax á árinu 2013. Áætlunin byggir á fjármögnun með sölu eignahluta ríkisins í bönkunum og arðgreiðslum frá þeim, auk tekna af hinu nýja veiðigjaldi sem var samþykkt á Alþingi fyrir […]

Laugardagur 11.08 2012 - 11:16

Niðurskurður – Veik rök Illuga Gunnarssonar

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn af fáum þar á bæ sem hægt er að taka alvarlega. Hann er oft vandaður og rökfastur í málflutningi. Illugi skrifaði grein í Morgunblaðið um daginn þar sem hann varði róttæka niðurskurðarstefnu, sem er höfuðstefna Sjálfstæðisflokksins nú, sem og í gegnum alla kreppuna. Illugi er hins vegar á villigötum […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar