Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 01.06 2017 - 16:11

Þéttingarstefnan. Fyrir hverja?

Viðvarandi lóðarskortur er staðreynd í Reykjavík.  Hann hefur valdið þeim hækkunum fasteignaverðs í borginni, sem aldrei hafa sést áður, þrátt fyrir að oft hafi komið hækkunartímabil.  Um er að kenna þrákelknislegri stefnu um þéttingu byggðar sem byggir á þeirri óraunhæfu framtíðarsýn núverandi meirihluta að í borginni  sé aðeins aukning á ríkum Reykvíkingum sem hafa efni […]

Þriðjudagur 18.10 2016 - 19:16

Í bakgarðinum heima

Vill fólk búa hér í Reykjavík?   – já – vill það búa í miðbæ Reykjavík? – já Getur fólk búið hér í Reykjavík? – einhverjir já, ekki allir. – getur ungt fólk búið í miðbæ Reykjavíkur? – nei, sárafáir. Það að vilja gera eitthvað er ekki það sama og raunverulega að gera eitthvað.  Unga […]

Þriðjudagur 27.09 2016 - 11:48

Meirihlutinn vill ekki að sín eigin hagsmunaskráning sé skoðuð

Verkfælni meirihluta Samfylkingar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í borginni er staðreynd.  Þessi meirihluti er líka sérstaklega ákvarðanatökufælinn eins og stofnun fjölda verkhópa og starfshópa er til vitnis um.  Þeim leiðist  óskaplega að afgreiða tillögur frá okkur í minnihlutanum.  Þeir hafa hvorki kjark né þor til að hafna þeim né samþykkja.  Því velkjast tillögurnar […]

Fimmtudagur 25.08 2016 - 12:18

Er þitt barn tilbúið í rafræn samræmd próf?

Framsókn og flugvallarvinir hafa lagt fram tillögu um að borgarráð samþykki að senda eftirfarandi áskorun til Menntamálastofnunar: “Borgarráð krefst þess að grunnskólanemendur verði ekki látnir þreyta samræmd próf með rafrænum hætti skólaárið 2016-2017.” Ástæðan er fyrst og fremst sú að jafnræðis er ekki gætt á meðal nemenda grunnskólanna þar sem gríðarlegur munur er á milli […]

Fimmtudagur 11.08 2016 - 12:41

Formaður innkauparáðs ekki skráður á hagsmunaskrá

Í borgarráði í dag barst svar frá fjármálaskrifstofu borgarinnar um hverjir teljist til fruminnherja. Ljóst er að nokkrir aðilar gegna pólitískt skipuðum stöðum á vegum Reykjavíkurborgar sem ekki hafa talið að þeir eigi að gera ráð fyrir hagsmunaskráningu sinni eða skrá sig sem innherja sem skv. lögum á að gera. Það vekur óneitanlega athygli að […]

Þriðjudagur 19.05 2015 - 23:09

Hver laug?

Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og varaformaður Strætó bs. sagði í ræðustól í borgarstjórn þann 20. janúar síðastliðinn þegar málefni ferðaþjónustu fatlaðra voru til umræðu: “Öllum sem sagt var upp í þjónustuveri ferðaþjónustunnar var boðið starf hjá Strætó og það er ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið í boði að […]

Fimmtudagur 04.12 2014 - 20:49

Lóðaskortur í Reykjavíkurborg

Þann 9. október, fyrir tveimur mánuðum síðan, lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram eftirfarandi fyrirspurn í borgarráði: “Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Upplýsinga er óskað um hvaða lóðir eru í eigu Reykjavíkurborgar vestan Elliðaáa, sem eru byggingarhæfar nú, eða á næstu 6 mánuðum, sem ekki hefur verið ráðstafað til byggingaraðila.”, sbr. fundargerð 9. okt. […]

Föstudagur 28.11 2014 - 14:37

Brestir í meirihlutasamstarfinu?

Það hefur óneitanlega vakið athygli mína að borgarfulltrúar meirihlutans hafa ávallt kosið eftir línunni og hvergi hefur mátt sjá nokkra misbresti í atkvæðagreiðslunum.  Foringjanum hefur verið hlýtt í hvívetna.  Nú brást foringjanum hins vegar að halda hjörð sinni saman, því þau undur og stórmerki gerðust í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudaginn sl, sbr. þessa fundargerð: Fundargerð […]

Mánudagur 10.11 2014 - 22:10

Stjórn Strætó bs.

Í 5. gr. stofnsamnings um Strætó bs.(byggðasamlag) sem undirritaður var og samþykktur þann 7. maí 2001, kemur fram að formaður stjórnar skuli vera fulltrúi fjölmennasta sveitafélagsins. Það er engum blöðum um það að flétta að Reykjavík er fjölmennasta sveitafélagið sem að samningnum stendur. Kristín Soffía Jónsdóttir úr Samfylkingunni f.h. Reykjavíkur, á samkvæmt ofanrituðu að vera […]

Laugardagur 08.11 2014 - 21:55

Samfylkingarforystan þögnuð?

Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík talar niður til þess hluta þjóðarinnar sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu. Frambjóðandinn talar um frekjuna í hyskinu af landsbyggðinni. Þetta hyski heimti að fá að stjórna nærumhverfi þeirra sem búi á höfuðborgarsvæðinu. Hverju svarar forysta Samfylkingarinnar þegar svona er talað til kjósenda hennar á landsbyggðinni? Er forystan sammála frambjóðandanum?

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur