Í sveitinni eru útidyrnar alltaf ólæstar. Þegar gesti ber að garði þá er drepið á dyr, hurðin er opnuð og kveðja köstuð svo vel heyrist. Ef einhver er heima er sest niður og allar heimsins fréttir úr sveitinni skauta fram með kaffisopa og kruðerí. Ef engin er heima þá lokar maður hurðinni, setur kannski niður skilaboð á blað um að okkur hafi borið að garði en engin virst vera heima. Biður maður fyrir kveðju til heimilismanna. En, maður lokar ólæstri hurðinni.
Í dag er þetta ekki hægt. Óprútnir aðilar hafa áttað sig á því að íslenskt alþýðufólk til sjávar og sveita er í hörkuvinnu á daginn og treystir því að heiðarleikinn og sú gamla hefð að hafa ólæst, sé höfð í heiðri og þetta traust sé ekki brotið. Nei, nú hafa dökkhærðir erlendir skeggapar herjað í sveitirnar og rænt og ruplað á meðan fólk er við vinnu úti á engjum. Lögreglan sem hingað til hefur haft mestu áhyggjur af sveitaböllum, meting og grobb milli sveitunga og bæjarhluta, og haft góða yfirsýn yfir héraðið, á nú fullt í fangi með að sinna oft glórulausum erlendum ferðamönnum sem annað hvort týnast eða festa sig í forarpitti vegna vankunnáttu og upplýsingaleysis. Ofan á þetta allt bætist á þessa tvo lögreglumenn á vakt – skeggaparnir sem virðast vera erlendir glæpakónar sem nýta sér sakleysi sveitarinnar. Nú þarf að loka öllum gluggum með krækjum, læsa hurðum og öll fylgsni þurfa að vera læst.
Nú er hún Snorrabúð stekkur. Nú bregður fólk sér ekki af bæ í snatri heldur þarf að tryggja að allt sé læst og lokað. Þökk sé þessum bévítans skeggöpum og þjófalýð sem fer óhindrað inn í landið og skapar sínar eigin reglur og eigin lög.
Ef við værum með virkt landamæraeftirlit og hætt í þessu Schengen-rugli, væri lögreglan búin að hafa upp á þessum þrjótum. En þess í stað þarf að eyða ótrúlegum tíma í að finna þjófana sem líklega ná að komast heim til sín eða úr landi með góssið úr íslenskum sveitum.
Skilaboðin eru því augljós, á meðan landamæraeftirlitið er eins og gatasigti; Kíktu inn, það er ólæst!
Í allri umræðunni um húsnæðisvanda í Reykjavík, brjáluðu leiguverði, og lóðabrask borgarstjóra við auðmenn, að ekki sé nú minnst á stóran og fjölgandi hóp heimilislausra sem telur einnig námsmenn í miklum vanda – sofandi úti og á göngum háskóla, er vert að spyrja hvort Reykjavík sé Hong Kong norðursins?
Ein fjölmennasta Menningarnótt Reykjavíkurborgar er að baki. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi verið í miðbænum. Margar góðar skemmtanir og frábært tónlistarfólk gerði kvöldið meðal annars afar ánægjulegt svo ekki sé minnst á veðrið sem var stillt og fallegt. Hin árlega flugeldasýning er mikilfengleg og spennandi er að sjá hvernig hún er hverju sinni, ár hvert.
Eitt þótti mér sláandi að sjá og það var mikil áfengisneysla, og sérstaklega var áberandi að sjá mikla unglingadrykkju og börn báru á sér bakpoka sem í var áfengi. Ekki var að sjá að foreldrar væru nærri. Frásögn lögreglu í fréttum staðfesta þetta.
Ég hef talið okkur íslendinga vinna að góðum málum í forvörnum og sýna eftirbreytni í því. Okkur hefur áunnist mikið verk, en margt af þessu brenglar baráttuna. Ég er nýlega búinn að taka þátt í viðtali á dönsku fréttastofunni TV2 þar sem umfjöllun þeirra var um góðan árangur í forvörnum okkar íslendinga í garð barna og unglinga. Danir dást að því hvað við erum dugleg og hvað rannsóknir skila.
Íslenskir áfengisframleiðendur markaðssetja vörur sínar með oft ansi bíræfnum hætti og dansa á línu þess sem telst löglegt. Með þátttöku ýmissa viðburða og tónleika er ljóst að ekki sé hægt halda skemmtun nema að fá styrktaraðila frá áfengisframleiðendum. Þar er nægilegt fé í að styrkja viðburði. Sumir tengjast íþróttum og fjölskylduhátíðum og telst því allt vera í lagi þrátt fyrir oft augljós brot á lögum og reglum sem tengjast auglýsingu á áfengi.
Á síðum á Facebook eru samkomur auglýstar og áfengi er hluti af skemmtuninni. Jafnvel á svæði skutlaranna á Facebook er skipulögð áfengissala og ekkert er gert í málinu. Yfirvöld horfa framhjá og ætlast er til þess að lögreglan bregðist við. Lögreglunni ber að bregðast við en vegna gífulegrar manneklu er líklega ekki mögulegt að sinna þessum málum. Á meðan eru oft og sérstaklega erlendir aðilar að skipuleggja harða svartamarkaðssölu á áfengi – beint fyrir framan okkur, yfirvöld, og ekki síst okkur foreldranna.
Yfirvöld þurfa því að ákveða hvort auglýsa megi áfengi á auglýsingamarkaði og þá að markaðurinn verði opinn með tilskilin leyfi. Og yfirvöld þurfa að ákveða hvort svartamarkaðssala á áfengi og „skutl“ sé gert leyfilegt.
Í raun er staðan þessi: yfirvöld þurfa að ákveða hvort þessi ótrúlegu vinnubrögð og viljaleysi í að fylgja lögum og siðferðilegum vanda sé áfram viðhaldið eða farið sé eftir settum lögum og reglum og eftirlitsaðilum gert mögulegt að framkvæma vinnu sína. Á meðan munum við sjá aukna drykkju ungmenna, ólöglegar áfengissölur, aukin afbrot og siðferðisrof samfélagsins.
Það er ljóst að yfirvöld geta ekki kennt lögreglunni um þróunina. Úrræðaleysi hennar er sorglegt og fjársveltið er orðið alvarlegt. Spurningin er því þessi: Erum við komin á þann stað að yfirvöld hafa viljandi gefist upp og horfa framhjá staðreyndum sem þykir óþægilegt að ræða? Getur verið að viðskiptalegir hagsmunir séu látnir ráða eða viljandi sé forgangur til lýðræðislegrar og siðferðislegrar eflingar ýtt til hliðar fyrir peningaöflin?
Að mínu mati, já…því miður.
Á meðan staðan er þessi skil ég vel áfengisframleiðendur nýti sér allar leiðir við að græða peninga og auka sölu á vörum sínum og þurfa á sama tíma að hafa ólöglega sprúttsala á Facebook sem ákveðna samkeppnisaðila, aðila sem komast upp með það.
Við erum komin á þann alvarlega stað að langur biðlisti er í meðferðarúrræði, fíknivandinn er banvænn, og misskipting samfélagsins er sláandi. Orsök og afleiðing er rakin m.a. til stjórnleysis og viljaleysi yfirvalda – ríkisstjórn Íslands horfir framhjá einum mesta vanda samfélags okkar í dag…því miður. En fyrst og fremst þurfum við að horfa í eigin barm og spyrja okkur hvort við sættum okkur við stöðuna?
Það er því mikilvægt að viðhalda góðum árangri okkar íslendinga sem ratað hefur víða um heim. Við getum ekki alltaf lifað á gömlum rannsóknum og „frægð.“ Bæta þarf forvarnir, skilgreina betur lög og reglur, bæta strax meðferðarúrræði og auka fé í þann málaflokk, því það að fólk bíði eftir meðferð og deyi á meðan er hræðileg staðreynd. Að lokum er fyrir löngu komin tími til að efla lögreglu og bæta aðbúnað og kjör þeirra.
Við erum komin á annan stað og gætum misst af því mikla verki sem gerði okkur fræg og skilaði sér vel eftir gríðarlega mikla vinnu!
Út á Granda súnkar sólin í hafið við smáhýsin sem Reykjavíkurborg hefur fyrir heimilislausa. Allt um kring er ljóst að þau eru gleymd. Í raun er ullað á þau – þið eruð ekki memm!
Út á Granda er fólkið með jökulinn hjá sér. Hann vakir eins og faðir yfir börnum sínum. Á morgnana býður hann góðan dag og á nóttunni er sólin sæng jökulsins og hann horfir á börnin sín sofna – þegar þau loksins sofna.
Út á Granda stendur tíminn í stað á meðan velferðarráð náði að þagga niður ópin. Brátt kemur vetur og þá er ekki víst að það heyrist í ákalli heimilislausra – kannski er orðið of seint…
Það er von mín að borgarfulltrúar hætti fáránleikanum og horfi í staðreyndir um lifandi líf fólksins sem er látið afskiptalaust langt út frá iðandi lífinu, sigrunum, gleðinni. Ég vona að meirihlutinn í borgarstjórn fari að taka sig alvarlega.
Ánægjulegt að sjá þessa framkvæmd. Það voru þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir þáverandi borgarfulltrúar sem lögðu fram tillöguna á sínum tíma en meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að fresta málinu. Auðvitað eignar borgarstjóri sér heiðurinn af þessu núna, en hið rétta er m.a. tillaga þeirra valkyrjanna og ekki síst þrýstingur frá foreldrafélögum í Breiðholti sem eru gríðarlega sterk og með góða samstöðu.
Til hamingju foreldrar í Reykjavík að nú sé loksins verið að sinna þessu mikla hagsmunamáli. Hitt er annað mál að borgarstjóri skreytir sig með stolnum fjöðrum. Hann kann það!
Fyrir 16 árum fannst mér tilvalið að þakka Steve Martin fyrir allt það skemmtilega sem hann hefur gert með kvikmyndum sínum. Steve svaraði um hæl þakklæti sitt fyrir kveðjuna með þessum skemmtilega hætti (sjá mynd).
Steve er fæddur í Waco í Texas. Ferill hans í leiklist er langur og hófst árið 1967. Steve er einnig afkastamikill handritshöfundur og leikstjóri.
Það eru margir sem ekki vita það að Steve er afbragðsgóður banjóspilari og hefur gefið út tónlist og tekið þátt í ótal tónleikum og hátíðum þar sem einu bestu spilarar heims koma saman. Steve Martin hefur verið farsæll í leiklist sinni. Hann á að baki margar kvikmyndir sem slógu í gegn og lifa enn.
Ein er sú sem mér þykir hvað vænst um og varð ástæða þess að ég komst í samband við Steve Martin fyrir mörgum árum, en það er kvikmyndin „Planes, Trains and Automobiles.“
Með Steve í þessari kvikmynd var minn dáðasti leikari John Candy, kanadískur snillingur sem lést árið 1994. Steve leikur sölumanninn Neal Page sem er að reyna komast heim til fjölskyldu sinnar í miðjum erli Þakkargjörðarhátíðarinnar. Á vegi hans er hinn glaðlegi sturtuhringjasölumaður Del Griffith sem John Candy leikur. Upphefst óborganlegt ævintýri þeirra, árekstrar og hreinskilni, sem kenna þeim báðum grundvöll vináttunnar og í raun tilgangs Þakkargjörðarinnar – tilgangin að vera þakkláttur.
Ég óska Steve til hamingju með daginn. Auðvitað bauð ég honum á sínum tíma að heimsækja Ísland – það boð stendur enn!
Eitt skemmtilegasta atriðið úr kvikmyndinni með þeim Steve Martin og John Candy heitnum.
Á DV.is segir frá því að Sigurður Sigurðsson skrifstofumaður sé kominn með nóg af kúkalöbbum í sundi og vill sturtuverði:„Þetta er auðvitað algjör viðbjóður og ekki sæmandi.“
Ég hef spurt starfsmenn að þessu og einu svör þeirra er að auka klórmagnið í lauginni til að halda í við óhreint vatnið. Starfsmenn þora ekki lengur að stíga fram og árétta gesti um að þrífa sig áður en farið er ofaní laugina. Ég veit um mörg dæmi þess að þeir fá fúkyrði og hótanir. Einn fastskúnni í Sundhöll Reykjavíkur benti manni á að þrífa sig en maðurinn gékk rakleiðis í átt til laugar og þreif sig ekki. Skipti engum togum að fastskúnninn fékk einn á lúðurinn af æstum manninum. Verðinum var tilkynnt atvikið en fleira var ekki gert.
Ég var í sundi í Breiðholtslaug eitt sinn er erlendir menn komu í laugina. Í búningsklefa börðust þeir við að halda handklæðinu um mittið á meðan þeir klæddust sundskýlunni, gengu svo rakleitt í sturtuna, beygðu höfuðið yfir litla bununa frá sturtunni og gerðu sig klára í að fara út í laug. Ég stöðvaði þá og benti á þvottaleiðbeiningar sem sýnir hvernig á að þrífa sig. „Fuck you,“ var svarið. Ég steig þétt upp að þeim og sagði orðrétt: „If you don’t clean you self like we ask you to do, I will do that to you – now!“ Ég skil því Sigurð skrifstofumann mjög vel.
Það er því líklega komið að því sem ég hló mikið af á sínum tíma í grínatriði hjá Fóstbræðrum. Þar er tekið á skítapésum…
Ung móðir, heimilislaus og með langveikan son sinn og þreytt börn, dvelur í tjaldi. Staðan er sorgleg og hún er í kapphlaupi við heilsu, veður, og andlega og líkamlega líðan. Baklandið og öryggið er brostið!
Reykjavíkurborg og stjórnvöld hafa opinberlega fengið áfellisdóm yfir margra ára aðgerðaleysi yfir skelfilegri stöðu heimilislausra, stöðunni og á því hvernig húsnæðismarkaðurinn er orðinn. Fólk er í allt of hárri leigu og í þessu tilfelli er örvænting móður sorgleg en um leið virðing á krafti móður því margir gefast upp. Bakland og trygging þjóðar er ekkert orðið. Heilbrigðiskerfið er þanið af stjórnendavæðingu og yfirbyggingu og mannlegur þáttur hverfur. Starfsmenn eru keyrðir í kaf með yfirvinnu og álagi.
Miðflokkurinn hefur bent á margar tillögur í þessum málum og er ljóst að þær tillögur væru að leysa ansi margt. Eitt stærsta málið er þjófnaður fjármálaráðherra á Arionbanka og það gríðarlega mikla fé sem hreinlega var stolið af þjóðinni og sett í hendur auðmanna. Gleymum ekki Borgun og fleiri staðreynda um óhugnanleg vinnubrögð fjármálaráðherra. En við munum áfram þurfa að berjast – staðan er ömurleg – henni verður að breyta. Við okkur blasir siðferðislegt gjaldþrot!
Í dag mun alþingi fagna 100 ára afmæli fullveldi Íslands í einkaveislu á Þingvöllum og þjóðin er ekki með. Á Þingvöllum mun ríkisstjórn Íslands fagna hégóma sínum og sýndarmennsku í verki og viti. Undanfarnar vikur hefur altari Mammon verið reist upp, þyrlur flogið með tæki og tól á viðkvæmt svæði Þingvalla og ágangur verið mikill. Svæðið mun taka sinn tíma í að fara í sama horf, ef það tekst. Uppgefin kostnaður við vinnuna er sagður 80 milljónir. Nærri lagi erum við að tala um 150 milljónir í það minnsta, ef tekið er mið af öllu því starfsfólki sem er að sinna þessu afmæli sem er í boði alþingis.
Ægir Þór er sex ára drengur með DMD-vöðvarýrnunarsjúkdóm. Honum hefur verið neitað um lyf sem seinkað gæti lömun hans og bætt líf hans til muna. Litli drengurinn og fjölskylda hans eru í kappi við tímann. Heilbrigðisráðherra og samflokkssystir forsætisráðherrann í Vinstri grænum sem kennir sig við að vera vinstri velferðarflokk horfir á og bregst ekki við. Í kosningunum talaði VG um að „hindra að hér festist í sessi tvöfalt kerfi í heilbrigðisþjónustunni.“ Þetta var sagt árið 2017- í dag árið 2018 hefur heilbrigðisráðherra ekki svarað fjölskyldu Ægis Þórs – í dag hefur ríkisstjórn Íslands og alþingi Íslands eytt fleiri tugi milljarða í einkaveislu, og þjóðin er ekki höfð með!
Í dag er að skapast hættuástand á Landspítalanum vegna verkfalls ljósmæðra en fjármálaráðherra hefur í hroka sínum neitað að semja við ljósmæður og ýtt í burtu þessum hóp sem alltaf stendur vaktina og biður nú um leiðréttingu á kjörum sínum. Í yfirspenntu embættismannakerfi ríkisstjórnarinnar og botnlausri eyðslu í hégóma, er alþingi að hittast á Þingvöllum í yfir 150 milljón króna einkaveislu.
Í dag er geðdeildum lokað vegna sumarleyfa og manneklu og stjórnunarlegra mistaka. Heilbrigðisráðherra telur að geðsjúkdómar fari í frí á sumrin. Einnig sjáum við algjört glapræði og stóra hættu í stöðu áfengis- og vímuefnasjúklinga. Biðlistar eru miklir og fólk er að deyja. Á meðan fagnar alþingi á Þingvöllum.
Í textanum Öxar við ána segir að þjóðlið eigi að rísa og skipast í sveit. Að við eigum að fara fram og aldrei að víkja. Það segir einnig að við eigum að taka saman höndum og berjast. Já ,við eigum að berjast fyrir réttlætinu!
Í dag fagnar alþingi íslendinga með hégómlegum hætti og þjóðin er ekki með. Á Þingvöllum mun ríkisstjórn Íslands fagna þessum hégóma við 150 milljón króna altari Mammon. Á meðan bíður lítill drengur eftir lyfjum sínum, ljósmæður bíða eftir bættum kjörum, og hinn raunverulegi heimur okkar íslendinga er sá að þjóðinni er skipt út – aftur – af stjórnmálaflokkum sem kenna sig við félagshyggju og velferð en svíkja blákalt stefnu sína og ætlan. Í einni svipan er velferðinni eytt fyrir völdin. Þessi völd koma saman á Þingvöllum í dag!
Íslenska landsliðið er á leiðinni heim. Eftir einstaka frammistöðu og skemmtun koma strákarnir heim. Þeim tókst að gera ótrúlega hluti og er sumt nokkuð sem þeir vonandi átta sig á – og aðrir einnig – að var gert af með þátttöku sinni á HM.
Fágun og prúðmennska var slík að eftir var tekið af heimspressunni. Kappsamir og algjörlega á jörðinni fóru þeir á stærsta viðburð í heimi. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tókst að sigra heiminn með þeim hætti að allt er mögulegt.
En hvað gerðu þeir fleira?
Liðið ásamt KSÍ hefur þegar hafið einu mestu landkynningu sem hægt er að fá. Við höfðum „Eyjafjallajökulgosið“ sem gott dæmi um áhrif til ferðamanna að ferðast til Íslands. Við erum enn að uppskera þá athygli, ef hægt er segja svo. Allt snérist okkur í hag og aukning ferðaþjónustunnar var slík að hún er einstök enn í dag. Landsliðið hefur skrifað annan kafla sem mun nýtast okkur alla tíð.
En það sem stendur uppúr að mínu mati eru þessi atriði;
Þjóðin sameinaðist og var óhrædd að sýna íslenska fánann og nota hann. Hvert sem litið var var búið að stilla upp íslenska fánanum. Við notuðum fánann okkar sýndum stolt okkar að vera íslendingar. Við tókum þátt og við sameinuðumst, við sungum og glöddumst saman.
Annað dæmi um áhrif landsliðsins er sú mikla fyrirmynd sem þeir eru fyrir ungt fólk og við höfum nú kynslóð sem man eftir fyrstu þátttöku íslenska landsliðsins á stærstu mótum heims. Við eigum minningar sem alltaf munu lifa. Þessi árangur mun aldrei gleymast!
Að lokum þá tel ég að við sem þjóð hafi þurft þessa þjóðkennd og að upplifa þennan ákveðna sigur liðsins sem tókst að gera einstaka hluti og góðan árangur. Því miður er þessi þjóðkennd oft barin niður og afbökuð. Um allt Ísland sameinuðumst við, út um allan heim komu íslendingar saman og við sigruðum – á okkar hátt!
Ég hlakka til að sjá árangur íslenskra íþróttamanna enn frekar. Landslið kvenna í knattspyrnu hefur sýnt einstakan árangur og það verður gaman að fylgjast með þeim. Sama á við landslið í handbolta sem einnig hefur komist í að vera með því besta í heimi. Þessi árangur íþróttamanna sýnir að við eigum að bæta enn frekar í að efla þátttöku og iðkun á íþróttum.
Okkur tekst það sem við ætlum okkur – sem þjóð – sem landsliðið Ísland – áfram við!
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
Nýlegar athugasemdir