Um internetið æða fram myndir af börnum á bakvið rimla og eru sagðar af börnunum sem aðskilin hafa verið frá foreldrum sínum sem komu ólöglega til Bandaríkjanna. Ég hef séð nokkrar myndir og jafnvel er fullyrt að sé frá vettvangi en reynist svo ekki vera.
Ég ætla að setja upp hvað ég myndi gera ef ég myndi lenda í samskonar aðstæðum og foreldrar frá Mexíkó eru sum að upplifa;
Ég myndi fyrir það fyrsta aldrei leggja þessa áhættu á börnin mín. En segjum að aðstæður séu óumflýjanlegar og að ég yrði að gera þetta. Ég myndi hreinlega sturlast að vita til þess að börnin mín væru sett í fangelsi og aðskilin frá mér. Ég myndi líklega verða barinn niður fyrir að reyna að komast til barnanna minna, af þeim sem eiga að gæta mín, ég yrði múlbundinn niður. Ég myndi ALDREI hætta að mótmæla, ég elska börnin mín óendanlega og ég myndi gera allt til að breyta stöðunni.
Ég myndi vonast til þess að yfirvöld beri virðingu fyrir barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, að alþjóðasamfélagið myndi taka við baráttu minni fyrir börnunum mínum og réttlætinu. Ég myndi treysta því að trúsystkini mín myndu hjálpa mér og ég bæði Guð um styrk til að halda ró og yfirvegun, því foreldri sem sviptur er börnum sínum með óréttmætum hætti verður vitstola og berst fyrir hinu sanna.
Nú lesum við þessar fréttir um stöðuna í Bandaríkjunum og aðgerðir þeirra um eftirlit sem þarlend yfirvöld eiga eflaust rétt á. En ég get ekki samþykkt þessar aðferðir. Ég get ekki, sem foreldri horft uppá að alþjóðasamfélagið virði ekki mannréttindi barna. Ef yfirvöld hér á Íslandi bregðast ekki við og tryggja það að öryggi og aðbúnaður barnanna sé ekki eins og hjá skepnum í búri, að gætt sé að því að þvingun játning foreldranna sé ekki vegna þess að börnin voru tekin af þeim, að gildi manneskjunnar og hins eiginlega kærleika sé viðhafður, þá eru íslensk yfirvöld að samþykkja þessi vinnubrögð bandarískra yfirvalda.
Að lokum – þá geri ég mér vel grein fyrir því að „stóri bróðir“ vaktar og les færsluna mína og stílfærir á sinn hátt. Það er í lagi því þeir vita þá hug milljónir manna sem blöskrar aðferðirnar því árið er 2018.
Ég hvet íslensk stjórnvöld til að bregðast við tafarlaust!

VG skilur ekkert í því að þeir hafi beðið afhroð í sveitastjórnarkosningum nú nýlega og að forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir fái ekki traust þjóðar og því síður frá stuðningsmönnum sínum innan raða VG enda uppvís að segja eitt og gera annað.
Frá áramótum hefur ungt fólk látist vegna eiturlyfjanotkunar. Með óútskýrðum hætti komast börn og ungt fólk í sterk morfínskyld lyf útgefin af læknum. Vandi sem allir vita um – læknar líka – en fátt er gert til að breyta hlutunum, engin kallaður til ábyrgðar. Læknadóp, eftirlit með því og ávísun er svo ábótavant að stór hópur hefur tekjur af því að selja, m.a. börnum sem svo hafa dáið. Allir vita, ráðherra, landlæknir, allir vita – ekkert breytist!
Ísland mætti Noregi á Laugardalsvelli í fyrri æfingaleik Íslands fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Þegar leikmenn gengu inn á völlinn „leiddu þeir inn á“ eins og það er kallað, en í því hlutverki eru oftast nær börn.
Um þessar mundir er liðið eitt ár frá því að ég fór í skyndi í flug til Svíþjóðar þar sem bróðursonur minn Einar Óli gekkst undir mikla aðgerð við heila. Í Karolinska sjúkrahúsinu breyttist allt líf okkar.


Nýlegar athugasemdir