Hvar eru milljónirnar hans afa? Þetta er góð spurning sem forsvarsmenn lífeyriskerfisins eiga að svara. Málið er að þessir snillingar komast upp með að segja ár eftir ár að þetta sé besta lífeyriskerfi í heimi og það þrátt fyrir að það vanti um 1000 milljarða til að það geti staðið við sínar skuldbindingar sem kerfið […]
Það er eins og við manninn mælt að þegar einungis 202 dagar eru þar til kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði renna út, þá spretta fram stjórnendur, greiningadeildir bankanna og ráðamenn þjóðarinnar og tjá lágtekjufólki að það sem ógni aðallega stöðugleika í íslensku samfélagi sé heimtufrekja launafólks á hinum almenna vinnumarkaði. Það er grátlegt að […]
Kæru félagar! Ég vil byrja á því að óska okkur öllum innilega til hamingju með baráttudag verkalýðsins en í dag er eins og allir vita 1. maí á því herrans ári 2018. Það þýðir ekki nema eitt að nú eru 10 ár frá því fyrrverandi forsætisráðherra Íslands hann Geir Haarde bað Guð um að blessa […]
Já í greinargerð fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin leggi áherslu á að gott samstarf takist milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að varðveita efnahagslegan stöðugleika og efla velferð. Þar segir einnig orðrétt: „Þannig megi stuðla að farsælli niðurstöðu í kjarasamningum sem varðveiti óvenju mikla kaupmáttaraukningu síðustu ára með hóflegum launahækkunum og skili heimilunum áfram […]
Var að lesa viðtal við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, en í þessu viðtali segir hann að innan Alþýðusambandsins standi yfir „persónulegar nornaveiðar“ af hálfu forsvarsmanna ákveðinna aðildarfélaga. Þannig upplifi Gylfi gagnrýni Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem persónuníð í sinn garð, ekki sé um málefnaágreining að ræða. Það er með ólíkindum og í raun grátbroslegt […]
Það er morgunljóst að Verkalýðsfélag Akraness, VR, Efling og Framsýn ætla að leggja ofuráherslu í komandi kjarasamningum að ná tökum á hinum tryllta leigumarkaði, enda liggur fyrir að stór hluti ráðstöfunartekna lágtekjufólks fer í að greiða húsaleigu. Eins og kemur fram í þessari frétt þá hækkaði vísitala leiguverðs um 10,4% á síðustu 12 mánuðum sem […]
Í dag eru einungis 292 dagar eða nánar til getið 9 mánuðir þar til kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði renna út. Það er morgunljóst að landslagið í íslenskri verkalýðshreyfingu hefur gjörbreyst á liðnum misserum og dögum, fyrst með kjöri Ragnars Þórs til formanns VR og núna síðast með kjöri Sólveigar Önnu til formanns Eflingar. Eins […]
Nýlegar athugasemdir