Færslur fyrir nóvember, 2012

Mánudagur 19.11 2012 - 14:45

Nató ber líka ábyrgð á blóðbaðinu á Gaza

Ég styð tillögur um viðskiptabann gagnvart Ísrael. Ég styð allar aðgerðir gegn Ísrael sem ekki fela í sér mannréttindabrot. Íslendingar geta ekki afvopnað Ísraelsmenn en við getum gert þeim erfiðara fyrir með viðskiptabanni. Ég er sannfærð um að friður mun ekki komast á fyrir botni Miðjarðarhafs fyrr en Ísraelsríki hefur verið leyst upp og Gyðingum boðinn ríkisborgararéttur […]

Sunnudagur 18.11 2012 - 14:47

Opið bréf til forseta Íslands

Jæja Ólafur Ragnar Nú eru liðnir sjö mánuðir síðan ég heimsótti skrifstofu þína á Sóleyjargötunni, við þriðja mann, í þeim tilgangi að biðja þig að beita þér í málefnum Palestínu.  Ég reiknaði að vísu með að þú hefðir þegar heyrt af hernáminu og séð dramatískar ljósmyndir af sundurtættum búkum. Ég hafði engu að síður lofað slökkviliðsstjóranum […]

Laugardagur 17.11 2012 - 06:08

Losum okkur líka við strympu

Fyrst ég var nú komin í þjóðlega gírinn á degi íslenskar tungu, fór ég að velta fyrir mér orðtakinu „nú vænkast hagur strympu.“ Undarlegt að það hafi aldrei þvælst fyrir mér fyrr.  Orðið strympa hefur augljós orðsifjatengsl við stromp og ein skýring sem orðabækur gefa er sú að strympa sé skessa en ég kom þessu […]

Föstudagur 16.11 2012 - 17:14

Æ losum okkur við Matthías

Tilfinningar og skynsemi fara því miður ekki alltaf saman. Hjá mér verða slíkir árekstar þar á milli í hvert sinn sem ég heyri eitthvað sem ég skilgreini sem málvillu eða vont málfar. Tilfinningin segir mér að til sé „rétt íslenska“ og ég finn fyrir fasískri löngun til að þröngva skilningi mínum á því upp á […]

Fimmtudagur 15.11 2012 - 15:40

Eru ekki allir glaðir núna?

Þegar ríkissaksóknari úrskurðaði að nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni skyldi vísað frá, með þeim rökum að framburður kæranda samræmdist ekki öðrum gögnum málsins, sá ég marga netverja hneykslast. Niðurstaðan þótti ömurleg og sumir tefldu henni fram sem sönnun fyrir því að réttarkerfið væri karllægt. Rökin fyrir því að þetta væri vond ákvörðun hjá ríkissaksóknara voru […]

Miðvikudagur 14.11 2012 - 01:36

Hvað hafið þið á móti eigindlegum rannsóknum?

Í félagsvísindum eru til tveir flokkar rannsókna, megindlegar rannsóknir og eigindlegar. Í umræðu um aðferðafræði kynjafræðinga ber á því viðhorfi að eigindlegar rannsóknaraðferðir komi í staðinn fyrir eða séu jafnvel betri en megindlegar rannsóknir og því sé fráleitt að tala um að kynjafræðirannsóknir standist ekki vísindalegar kröfur. Spurt er hvað þeir sem gagnrýna kynjafræðina hafi á […]

Þriðjudagur 13.11 2012 - 13:06

Anna Bentína og gervivísindin

Kynjafræðingur skrifar Smugugrein og hafnar því að kynjafræðin séu gervivísindi. Við skulum skoða rökin: Kynjafræðin skýlir sér aldrei á bak við yfirvarp „hlutleysis“, hún setur einmitt spurningarmerki við hlutleysi og segir það vart vera til. Kynjafræðin hafnar að hægt sé að framleiða „hlutlausa“ og „réttmæta“ þekkingu. Við erum semsagt að tala um „vísindi“ sem hafna […]

Mánudagur 12.11 2012 - 20:27

Dómstjórinn sem kom af fjöllum

Fréttablaðið hefur birt grein okkar Aðalheiðar Ámundadóttur um upplýsingamál og samskipti við Héraðsdóm Reykjaness.  Nú hefur Þorgeir Ingi Njálsson sótt um stöðu Hæstaréttardómara. Við erum að tala um mann sem fyrir nokkrum mánuðum vissi ekki, eða þóttist ekki vita, að almenningur ætti rétt á aðgangi að dómum í opinberum málum. Hér er greinin sem birtist í Fréttablaðinu: Opinberar […]

Sunnudagur 11.11 2012 - 14:19

Spurðu bara fræðingana

Það er sorglega lítið um að íslenskir blaðamenn bjóði upp á vandaðar fréttaskýringar. Oft virðist eina hlutverk þeirra vera það að halda á hljóðnemanum og láta „fræðimenn“ um að skýra mál sem þeir hafa enga sérstaka þekkingu á umfram þá sem almenningur hefur. Nú hef ég síður en svo neitt á móti því að sérfræðingar […]

Laugardagur 10.11 2012 - 14:18

Pistill sem Sighvatur má taka til sín

Sighvatur Björgvinsson hraunar hressilega yfir mína kynslóð í Fréttablaðinu í dag. Ég það tók mig fimm vikur að fá birta grein um upplýsingamál í því merka blaði en Sighvatur hefur væntanlega beðið lengur eftir að koma þessu þjóðþrifamáli sínu á framfæri. Jæja það er allavega komið til skila. Ég nenni ómögulega að eyða laugardegi í […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics