Færslur fyrir apríl, 2010

Þriðjudagur 27.04 2010 - 21:53

Glerþak og fallhleri: fyrir konur

Að gefnu tilefni má ég til að endurbirta grein mína frá júlí 2003: „Fallhlerinn [Útdráttur mbl.]  STUNDUM er rætt um „glerþakið“ sem konur rekast í þegar þær vilja komast til (frekari) áhrifa á vinnustöðum; það er ósýnilegt í þeim skilningi að ekki er einhlítt hver orsökin er fyrir því að konur ná sjaldnar á toppinn.   […]

Sunnudagur 25.04 2010 - 07:00

Dómaradómur – fyrir almenning?

Mér rennur blóðið til skyldunnar að greina fyrir þá, sem ekki eru lögfræðingar, nýlegan dóm í máli umsækjanda um stöðu héraðsdómara gegn ríkinu og settum dómsmálaráðherra, Árna Mathiesen. Dómurinn er að mati fjölmiðla nokkuð merkilegur – en að mati löglærðra væntanlega augljós hvað varðar niðurstöðu. Stutta útgáfan er þessi: Dómurinn er ótvíræður og ótvírætt réttur […]

Þriðjudagur 20.04 2010 - 07:00

Win-win; flugöryggismiðstöð á KEF

Ég velti fyrir mér í gær hvort ekki myndu allir vinna við að sett yrði á fót á Keflavíkurflugvelli alþjóðleg rannsóknarmiðstöð fyrir flugöryggi: Flugneytendur fengju flugöryggi; flugrekendur myndu fá aukið rekstraröryggi; Besser-wisserar gætu sagt: „þetta hef ég alltaf sagt;“ flugfélögin yrðu himinlifandi; fréttamenn myndu áfram fá nóg að gera; Íslendingar fengju nýsköpun; stjórnmálamenn gætu verið […]

Sunnudagur 18.04 2010 - 07:00

Hamfaraviðbrögð

Ræða mín á Austurvelli síðdegis í gær, að beiðni Alþingis götunnar. Við munum öll ræðuna sem þáverandi forsætisráðherra hélt fyrir hálfu öðru ári. Áður en hann bað Guð að blessa Ísland líkti hann tilefni neyðarlaganna, sem sett voru í flýti 6. október 2008, við efnahagslegar hamfarir. En voru viðbrögðin í kjölfarið í samræmi við viðbrögð […]

Föstudagur 16.04 2010 - 06:59

60. gr. stjskr.

Er hlustað er á frábæran lestur leikara Borgarleikhússins á ítarlegri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vaknar fremur ásökun en spurning hvort lögfræðingar og lykilaðilar Stjórnarráðsins og stofnana ríkisins þekki ekki 2. málslið 60. gr. stjórnarskrárinnar Þó getur enginn, sem um þau leitar úrskurðar, komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboði í bráð með því að skjóta málinu til […]

Þriðjudagur 13.04 2010 - 22:11

Grátónar eða svarthvítt!

Þegar ég var táningur heillaðist ég af ljósmyndun og gerði lítið annað í nokkur ár en að sinna henni – í svarthvítu; ætlaði ég reyndar alla tíð að vera óháður öllum flokkum og öflum í því skyni að geta farið um heiminn og sýnt hið sanna og breytt heiminum til hins betra. Hápunkturinn var verðlaun […]

Sunnudagur 11.04 2010 - 17:45

Rétt og rangt um forsetavald

Í gær, 10. apríl 2010, var merkisdagur í stjórnskipunarsögu Íslands – ekki síður en morgundagurinn getur orðið það. Í gær voru rétt 70 ár liðin frá því að íslenskt þjóðhöfðingjavald var fært í íslenskar hendur fyrsta sinni – fyrst í hendur ríkisstjórnar 1940, svo í hendur ríkisstjóra 1941 og frá 1944 hefur þjóðhöfðingjavald verið í […]

Mánudagur 05.04 2010 - 22:33

Krefjumst rannsóknar á morðum í Írak

Almannasamtökin Wikileaks og ríkisstofnunin RÚV sönnuðu tilvistarrétt sinn enn frekar rækilega í kvöld. Þau birtu ekki aðeins hrátt myndband úr árásarþyrlu bandaríska hersins þar sem sjá mátti morð á fjölda íraskra borgara 2007 heldur fylgdi vel undirbúin þýðing, félagslegt samhengi og tæknileg útskýring – auk stærðar og almenns áhorfs sjónvarpsskjásins. Nú er komið að okkur. […]

Sunnudagur 04.04 2010 - 21:59

Verður hann dæmdur?

Í fyrri viku var í Kastljósi rætt við konu sem var ásamt manni sínum stödd á árshátíð í Fljótshlíð um gosnóttina. Höfðu þau neytt áfengis og töldu sig ekki eiga neinn annan kost en að aka ölvuð af stað þegar rýma þurfti svæðið. Það endaði svo með árekstri á brúarstólpa eins og málinu er lýst á […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur