Færslur fyrir júlí, 2013

Miðvikudagur 31.07 2013 - 15:26

Vaxandi öfgar í Sjálfstæðisflokki

Frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum eru nú á dögum helstu öfgamennirnir í íslenskum stjórnmálum. Fyrir margt löngu mátti segja það um þá sem voru lengst til vinstri, sósíalista og kommúnista. Þó aukin frjálshyggjuáhrif hafi getið af sér stærsta bóluhagkerfi sögunnar og í kjölfarið stærsta hrun sögunnar er engan bilbug að finna á hægri róttæklingum á Íslandi. Nú […]

Miðvikudagur 31.07 2013 - 00:04

Nýsköpun eða gamaldags stóriðja?

Viðskiptblaðið er með viðtal við ungan athyglisverðan nýsköpunarmann, Davíð Guðjónsson, framkvæmdastjóri Handpoint, um nýsköpun á Íslandi. Vitnisburður hans um framfarir á nýsköpunarsviðinu er fróðlegur: „Það er himinn og haf á nýsköpunarumhverfinu á Íslandi í dag og frá því þegar við fórum á stað árið 1999. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar og frábært að […]

Þriðjudagur 30.07 2013 - 10:54

Hvort þarf að kæla hagkerfið?

Fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson segir í viðtali við RÚV að “þörf sé á sameiginlegu átaki margra til að kæla hagkerfið”. Fyrir þremur mánuðum var boðskapur Bjarna og félaga að hagkerfið væri botnfrosið undir hinni skelfilegu vinstri stjórn og hagvöxtur því ónógur. Þörf væri á hitun og örvun. Staðan er í grundvallaratriðum sú sama í dag. Hagvöxtur […]

Sunnudagur 28.07 2013 - 21:26

Hvers vegna kaupið má hækka í haust

Þessa dagana fara talsmenn atvinnurekenda mikinn og vara við kauphækkunum. Þorsteinn Pálsson, Styrmir Gunnarsson og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hamra allir á sömu þulunni. Fleiri taka undir. Boðskapur þessara aðila er sá, að engin innistæða sé í atvinnulífinu fyrir kauphækkunum. Engin innistæða. Þeir hafa hins vegar rangt fyrir sér. Hvers vegna? Reynslan frá kreppuárinu […]

Sunnudagur 28.07 2013 - 11:00

Köben og listin í Louisiana

Ef menn bregða sér til Köben er sniðugt að taka lestina til Louisiana nýlistasafnsins í Humlebæk, sem er aðeins hálftíma ferð frá miðborginni upp með strönd Sjálands. Louisiana er frábært safn á skemmtilegum stað. Þar er nú mjög athyglisverð yfirlitssýning um listaferil Yoko okkar Ono, Half-a-wind-show. Úti í garði er svo óskatré Yoko, en á […]

Laugardagur 27.07 2013 - 11:32

Þjóðarsátt um að hækka bara hæstu launin?

Ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar fór mikinn í fjölmiðlum í gær. Þeir voru að birta árlegt tekjublað sitt með upplýsingum um launatekjur 3000 Íslendinga. Skilaboðin sem hann greindi frá voru þau, að laun forstjóra, stjórnenda og sjómanna hafa hækkað talsvert. Samt ná tölur Frjálsrar verslunar ekki til fjármagnstekna sem eru stærsti hluti tekna hátekjufólks. Almenningur situr […]

Föstudagur 26.07 2013 - 11:40

Skuldastaða hins opinbera 2013 – samanburður

Um daginn sýndi ég stöðu ríkisfjármála í vestrænum ríkjum m.v. árið 2012. Þar kom fram að Íslandi hefur gengið betur en mörgum kreppuþjóðum að ná niður halla á ríkisbúskapnum og fer nálægt því að stöðva skuldasöfnunina á þessu ári. En afleiðingar hrunsins voru miklar og verða með okkur inn í framtíðina. Ein vísbending um alvarleika […]

Fimmtudagur 25.07 2013 - 17:00

Á ríkið að reka banka?

Síbylja viðskiptafræðinga og hægri stjórnmálamanna er alltaf sú, að ríkið eigi ekki að gera hitt eða þetta – heldur einkaaðilar. Það sé alltaf betra. Í dag tjáðu greiningarmenn Landsbankans sig um að rétt væri að einkavæða eignir ríkisins í bönkunum, einkum í Landsbankanum. “Það er ekki hlutverk ríkisins að reka banka”, segja hinir miklu spekingar! […]

Miðvikudagur 24.07 2013 - 15:31

Hrunið – Styrmir fylgist ekki með!

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir í bloggi í gær að hægri menn séu að taka forystuna í umræðu um orsakir hrunsins. Það er verulega ofsagt – og satt best að segja nokkuð spaugileg yfirlýsing. Styrmir nefnir tvennt þessu til sönnunar. Leiðara Davíðs Oddssonar um málið í Mogganum í gær og sundurlausan fyrirlestur sem Hannes […]

Þriðjudagur 23.07 2013 - 09:02

Ríkisbúskapur á Íslandi 2012 – samanburður

Nýlegar tölur Eurostat sýna að hallinn á ríkisbúskapnum á Íslandi var vel fyrir neðan meðallag á árinu 2012. Hann lækkar svo umtalsvert á yfirstandandi ári, skv. mati Hagstofunnar. Við erum að komast í hóp þeirra landa sem minnstan halla hafa. Ísland hefur því náð langt frá árslokum 2008 er við vorum með langmesta hallann, eða […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar