Fréttir af máli mannsins sem er ákærður fyrir að hafa banað barni sínu, með því að hrista það, vekja margháttaðan óhugnað. Dauði barnins og kenningar um dánarorsök vekja óhugnað og enn meiri óhugnað þegar mögulegt er að foreldri hafi verið að verki. Vísbendingar um að ungbarni hafi margsinnis verið misþyrmt vekja óhugnað. Spurningin um það […]
Ég kaus Píratapartýið í síðustu Alþingiskosningum. Ég þekkti grunnstefnu Pírata og treysti frambjóðendum – og ég greiddi þeim atkvæði mitt án þess að lesa stefnuskrána gaumgæfilega. Ég sé ekki eftir því að hafa kosið Pírata. Þingmenn okkar hafa staðið sig prýðilega og ég treysti þeim ennþá, en ég væri ánægðari með sjálfa mig ef ég hefði […]
Í hádeginu á morgun, miðvikudag, boða nokkur samtök til mótmælafundar við innanríkisráðuneytið að Sölvhólsgötu. Lýðræðisfélagið Alda, Attac, No Borders -Iceland og Fálg áhugafólks um málefni flóttamanna, standa að fundinum. Tilefnið er lekamálið en þess er krafist að lekamálið verði upplýst og að innanríkisráðherra víki. Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér.
Fyrir liggur úrskurður Persónuverndar um að félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs hafi ekki verið heimilt að krefja umsækjanda um fjárhagsaðstoð um þvagsýni. Ástæðan sem félagsmálanefnd ber fyrir sig er grunur um að umsækjandi neytti fíkniefna en í reglum félagsþjónustunnar um fjárhagsaðstoð segir: Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð séu þeir í neyslu áfengis- eða annarra vímuefna, en […]
Níu manns sæta ákæru í Gálgahraunsmálinu. Glæpur þeirra er sá að óhlýðnast lögreglu. Sem vafasamt er að hafi haft nokkurn rétt til að skipa þeim fyrir. Þótt Hraunavinir hafi verið að mótmæla allt öðrum hlutum en mótmælendurnir sem mættu í Alþingshúsið 8. desember 2008, og þótt Hraunavinir séu ekki ákærðir fyrir tilraun til valdaráns, eru […]
Sigurjón Kjærnested var einn þeirra sem tóku til máls í umræðum um lekamálið í þinginu í dag. Sigurjón fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gögnin hafi komið frá innanríkisráðuneytinu. Þetta er ekki rétt hjá Sigurjóni. Þvert á móti bendir ALLT til þess að gögnin komið þaðan. 1. Eins og Mörður […]
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði innanríkisráðherra að minnisblað um tiltekna hælisleitendur samræmdist ekki neinum gögnum sem til séu hjá ráðuneytinu. Eðlilegast er að túlka þessi orð Hönnu Birnu á þann veg að blaðið hafi verið samið utan ráðuneytisins. Hafi hún átt við eitthvað annað, svosem það að blaðið hafi einhverntíma verið til en sé það […]
Ég er sjaldan sammála forsætisráðherra en nú ber svo við að ég get tekið heilshugar undir tvennt sem hann hefur látið hafa eftir sér á örfáum dögum. Í fyrsta lagi finnst mér ágætt að ráðamenn hugsi upphátt. Það er auðveldara að sjá í gegnum þá þegar þeir gera það. Þetta sést glögglega af dæmi Vigdísar […]
Þetta viðtal við Þóreyju Vilhjálmsdóttur er einhver aumasta tilraun til yfirklórs sem ég hef nokkurntíma orðið vitni að. Fyrst talar hún um að fjölmiðlar hafi vitnað í „minnisblað úr ráðuneytinu“. Svo heldur hún því fram að búið sé að sýna fram á að blaðið hafi ekki farið úr ráðuneytinu. Þetta er þversögn. Enginn annar en […]
Skapabarmaaðgerðum fjölgaði mjög í Bretlandi á árunum 2004-2011. Árið 2011 var gerð ein slík aðgerð þar á hverjar 12500 konur á aldrinum 15-49 ára. Ef hlutfallið er svipað á Íslandi merkir það að árlega fara 6 konur í skapabarmaaðgerð á Íslandi. Nú hafa ljósmæður ítrekað mælt gegn lýtaaðgerðum á kynfærum. Það er þarft verk að […]