_____________________________________________________________________________________ Andri Snær Magnason hefur beðist afsökunar á því að nota orðin þroskaheftur síamtvíburi um væntanlega ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Afsökunarbeiðninni beinir hann ekki til stjórnar og félagsmanna umræddra flokka heldur til fatlaðra. Móðgunin felst þó ekki í því að líkja fötluðum við þessi ógeðfelldu stjórnmálaöfl heldur í því að tala um fötlun sem eitthvað […]
_________________________________________________________________________ Þar sem fátækt, fáfræði og spilling koma saman er mannslíf lítils metið. Í Úganda eins og víðast í Afríku þykir sjálfsagt að börn vinni erfiðisvinnu og andlát eða hvarf barns er ekki litið alvarlegum augum miðað við það sem við eigum að venjast. Flestir hafa heyrt um hreyfingu Konys og félaga, LRA, og glæpi […]
________________________________________________________________________________________ Fyrsti maí er ekki baráttudagur verkalýðsins. Frídagur kannski en ekki baráttudagur. Eins og bent hefur verið á er það ekki verkalýðurinn heldur hernaðarandstæðingar, umhverfissinnar, vinir Palestínu og feministar sem ganga 1. maí. Það er ekki hátt hlutfall verkalýðsins sjálfs sem mætir á hátíðasamkomur. Festir kjósa fremur að nota daginn til að vinna á yfirvinnukaupi […]
______________________________________________________________________________________ Síðasta haust ætlaði ég að kaupa mér nýjan kjól fyrir veturinn. Það var reyndar ekki nóg fyrir mig að fá nýjan kjól, ég vildi hlýjan vetrarkjól með löngum ermum. Ég fór í margar búðir en satt að segja mátaði ég ekki marga kjóla. Ekki af því að það væri neinn skortur á kjólum, heldur […]
___________________________________________________________________________________ Mig langaði til þess að mæla með tilteknu framboði en komst þá að því að þar sem ég á lögheimili erlendis má ég ekki skrifa undir meðmælalista. Ég þekki þess líka dæmi að fólk sem er búsett erlendis hefur mætt á kjörstað og áttað sig þá á því að það er dottið út af […]
Í dag eru margir reiðir. Út af þessu með auðlindaákvæðið og kvótann og vatnalögin og allskonar og æjá svo var eitthvað um stjórnarskrá. Dálítið verið daðrað við einkavæðingu bankanna líka. Var ég búin að nefna meiri stóriðju? Ríkisstyrkta? Það er ósköp skiljanlegt að þeir sem kusu Samfylkinguna og VG séu í sárum en í allri […]
___________________________________________________________________________________ Búsáhaldabyltingin var engin bylting. Hún var röð uppþota sem hröktu vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Enginn dó og það er á mörkunum að hægt sé að tala um óeirðir en fólk óhlýðnaðist lögreglunni og það var svo brjálæðislega róttækt að í huga þjóðar sem þekkir hvorki sverð né blóð (enda þótt hún styðji hvorttveggja með […]
Ég hef haldið því fram að þótt vinstri græn hafi brugðist á mörgum sviðum hafi þau þó amk staðið sig í umhverfismálum. Ég verð víst að éta það ofan í mig. Ég hef enga reynslu af fjallaferðum og veit ekki hvort slæm umgengni ferðamanna um landið er svo stórt vandamál að réttlætanlegt sé að […]
Kosningin til stjórnlagaþings afhjúpaði það sem mig hefur lengi grunað; aðalástæðan fyrir því að það hallar á konur, þegar völd og áhrif er er annars vegar, er sú að þær sýna minni áhuga á þeim. Í framboði til stjórnlagaþings voru 523 manns, 159 konur og 364 karlar. Konur voru því um 30% frambjóðenda. Samt […]
Þegar Borgarahreyfingin ákvað að fara í framboð var ég mjög svekkt. Mér fannst gjörsamlega fráleit hugmynd að ætla að breyta kerfinu innan frá og leysa svo flokkinn upp og það var mér beinlínis áfall að missa jafn öflugan aðgerðasinna og Birgittu Jónsdóttur inn á þing. Raunin er hinsvegar sú að þingmenn Hreyfingarinnar hafa nýtt […]