Áður birt í Kvennablaðinu Ég var 13 ára og stóð nakin í sturtuklefa þegar bekkjarsystir mín taldi viðeigandi að vekja athygli hinna stelpnanna á útliti kynfæra minna. Ekki svo að skilja að það kæmi mér á óvart. Ég hafði lengi haft af því töluverðar áhyggjur að dýrðin á mér væri að taka á sig mynd einhvers […]
Íslenskan á mikinn fjölda gegnsærra orða. Þar á meðal orðin „lýtaaðgerð“ og „fegrunaraðgerð“. Yfirleitt hafa lýtaaðgerðir þann tilgang sem orðið lýsir; að laga það sem talið er lýti. Tilgangur þeirra aðgerða sem lýtalæknar fremja getur verið læknisfræðilegur, t.d. ef slöpp húð myndar fellingar sem eykur hættu á sveppasýkingum og húðsjúkdómum, en oftast er markmiðið að […]
Setjum sem svo að einhver opni veitingastað og merki salernin með þessum myndum. Mig grunar að það myndi ekki vekja almennan fögnuð. Flestir myndu spyrja hvaða tilgangi það ætti að þjóna að beina fólki á sitthvorn básinn eftir kynþætti og margir myndu einnig spyrja hvar fólk sem hefur útlitseinkenni asíubúa eigi þá […]
Þegar ég var lítil fyrirvarð ég mig fyrir klámmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var blýantsteikning af nöktu pari í faðmlögum. Mér fannst nógu dónalegt að hafa berrassað fólk uppi á vegg en þegar drengur sem kom í heimsókn fullyrti að þau væru „að ríða“ var mér allri lokið. Móðir mín […]
Steinunn Gunnlaugsdóttir er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan. Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari […]
Á fyrri hluta 20. aldar stóðu barnakennarar frammi fyrir erfiðu vandamáli. Sum börnin þráuðust við að læra rétt vinnubrögð. Þau höfðu óeðlilega tilhneigingu til að skrifa og teikna með vinstri hendinni. Skýringin á þessu var ekki einber óþekkt, þau virtust hreinlega ekki ráða við þetta. Ýmis ráð voru reynd til að uppræta vinstri handar villuna. […]
Þessi dræsulega háskólastúdína var klárlega klámmyndafyrirsæta ársins 2011. Myndin var notuð á auglýsingu fyrir sloppasölu lyfjafræðinema. Ég skrifaði stutta hugleiðingu um þessa mynd á sínum tíma. Þessi klámmynd kom í óvæntar þarfir feminista, því þegar mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar gekkst fyrir ritun sérstaks klámbæklings til þess að sporna gegn kláminu á vinnustöðum borgarinnar, kom í ljós að […]
Ég taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá […]
Eins og ég hef fjallað um í pistlunum sem ég tengi á hérna neðst, er meginmakmið feminista að koma á nýju kennivaldi, kennivaldi kvenhyggjunnar. Í því skyni vinna kvenhyggjusinnar markvisst að því að yfirtaka alla umræðu og orðræðu sem snertir kynjamál. Einn þátturinn í þeirri viðleitni felst í endurtúlkun bókmennta og annarra lista. Ég mun […]
Fyrri pistlar í þessari röð sá nýjasti efst: Sýn Kynungabókar á kynbundið ofbeldi Feitabollufeminismi í skólana – um heilsufarskafla Kynungabókar Fjölmiðlakafli Kynungabókar Kynungabók og vinnumarkaðurinn Skólakafli Kynungabókar Efnistök Kynungabókar – söguskoðun og fjölskyldan Jafnréttisfræðsla er byggð á pólitískri hugmyndafræði Kynjafræðin þjónar kennivaldinu Kennivald kvenhyggjunnar Hvernig veit ég hvað feministar hugsa? —– Í pistlunum sem ég […]