Eins og ég hef fjallað um í pistlunum sem ég tengi á hérna neðst, er meginmakmið feminista að koma á nýju kennivaldi, kennivaldi kvenhyggjunnar. Í því skyni vinna kvenhyggjusinnar markvisst að því að yfirtaka alla umræðu og orðræðu sem snertir kynjamál. Einn þátturinn í þeirri viðleitni felst í endurtúlkun bókmennta og annarra lista. Ég mun […]
Þrátt fyrir að ég tæki það skýrt fram í pistli mínum í gær að ég væri ekki að kalla eftir gagnrýni á Erp Eyvindarson eða ætlast til þess að feministar gagnrýndu annað en þeim bara sýnist, hafa viðbrögðin að miklu leyti snúist um það hvort eigi að gagnrýna Erp og hvort það séu þá feministar […]
Þegar ég sá þetta myndband átti ég von á því að feminstar myndu brenna Erp Eyvindarson á báli. Erpur flokkast sem fyrirmynd og þarna kemur hann fram, fullorðinn tónlistarmaður, eins og hani í hæsnahóp, með hóp af framhaldsskólastelpum í heita pottinum. Hann talar svo um þær sem „fýsur“ og segist hafa skráð sig í fjarnám […]
Hugleikur Dagsson er skemmtilegur listamaður. Ég kaupi bækurnar hans handa fermingarbörnum. Og nei, ég hef ekki áhyggjur af því að ungviðið misskilji samfélagsádeilu Hugleiks og haldi að hann sé að mæla með fjöldamorðum og barnaníði. Og Hugleikur er ekki bara góður listamaður. Hann er líka svo góður strákur. Það hefur hann sjálfur staðfest. Hulli er […]
Þegar ríkissaksóknari úrskurðaði að nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni skyldi vísað frá, með þeim rökum að framburður kæranda samræmdist ekki öðrum gögnum málsins, sá ég marga netverja hneykslast. Niðurstaðan þótti ömurleg og sumir tefldu henni fram sem sönnun fyrir því að réttarkerfið væri karllægt. Rökin fyrir því að þetta væri vond ákvörðun hjá ríkissaksóknara voru […]