Færslur fyrir febrúar, 2010

Föstudagur 26.02 2010 - 16:40

Er Álftanes í raun Kanarífugla-nes?

Í morgun hitti ég óflokksbundinn Kópavogsbúa í hverfisbakaríinu. Kom hann að máli við mig og sagði að ekkert væri talað um aðalmálið – fjármálin; allir væru að tala um gæluverkefni sem þeir hefðu áhuga á eða teldu að myndu höfða til kjósenda. Enginn hefði áhuga á að setja fjárhagsstöðu bæjarins á oddinn – eins og þyrfti. […]

Fimmtudagur 25.02 2010 - 23:59

Að vera eða vera ekki – í bæjarstjórn

Í nýlegum pistli gagnrýndi ég hagsmunaárekstra í Kópavogi – en benti á lausnir – og nefndi sem dæmi að háttsettir stjórnendur hjá bænum sætu í bæjarstjórn og væru þannig í vinnu hjá sjálfum sér. Í gær lagði ég svo til hámark á setu í bæjarstjórn – annað hvort með lögum eða sjálfskipað. En ef sumir eiga […]

Miðvikudagur 24.02 2010 - 23:59

Ég lofa…

Í sinni frægustu af mörgum frábærum ræðum, Gettysburg-ávarpinu þegar borgarastyrjöldin bandaríska stóð sem hæst 1863, mælti Abraham Lincoln forseti þau fleygu orð að stjórnvöld ættu að vera of the people, by the people, for the people Það þýðir væntanlega í stuttu og einfölduðu máli að handhafar opinbers valds séu úr hópi borgaranna en ekki úr sérstökum stéttum (fulltrúalýðræði), að fulltrúar […]

Þriðjudagur 23.02 2010 - 23:58

Stjórnlagaþing fyrir sveitarfélögin

Eftir ræðu mína á frambjóðendafundi Framsóknarfélaganna í Kópavogi sl. fimmtudag komu nokkrar spurningar til okkar. Ein þeirra varð mér tilefni til þess að minna á aðstöðumun ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að því að flytja verkefni til sveitarfélaga og ákveða tekjustofna til þess að sinna þeim. Um leið benti ég á að ég hefði um […]

Mánudagur 22.02 2010 - 23:05

Kópavogsleiðin við persónukjör

Við Kópavogsbúar kunnum víst að kjósa; við höfum aðeins gleymt bestu leiðinni við að velja á lista – sem þó gafst vel fyrir margt löngu. Ég ætla að minna á hana – til samanburðar við hinar þrjár helstu sem reyndar hafa verið eða kynntar.   Prófkjörsleiðin Sumir benda á að ofsmölun, misnotkun félagalista og margskráning í fleiri […]

Sunnudagur 21.02 2010 - 22:00

Sjálftaka er ekki lögvarin

Á Sprengisandi í morgun var að vanda góð og þörf umræða um þjóðfélagsmál. Í lok þáttarins undraðist Eiríkur Bergmann Einarsson hvernig réttnefnd sjálftaka gæti staðist. Samfélagið ólgar í kjölfar þess að skilanefndarfólk, skiptastjórar og lögmenn virðast geta skammtað sér – ef ekki verkefnin sjálf þá greiðslur fyrir þau.   Fyrsta árs laganemi veit betur Svo er ekki – eins og […]

Laugardagur 20.02 2010 - 23:58

Ármaður íhaldsins

Ármaður þýðir forystumaður eða samkvæmt orðabók „umboðsmaður konungs eða stórhöfðingja“ – væntanlega á hverjum stað. Það er því vel við hæfi að nýr forystumaður Sjálfstæðismanna hér í Kópavogi heitir Ármann Kr. Ólafsson.   Sjálfstæðismenn ákváðu breytingu á forystu Um leið og ég óska honum til hamingju get ég ekki stillt mig um að benda á að þar […]

Föstudagur 19.02 2010 - 13:30

Tíu klukkustundir til stefnu – ef þú vilt taka þátt í samvinnufélaginu Kópavogi

Nú á miðnætti rennur út frestur til þess að skrá sig í Framsóknarflokkinn fyrir prófkjörið laugardaginn 27. febrúar.   „Sami rassinn undir þeim öllum“ Komist ég til forystu í Framsóknarflokknum mun misbeiting valds ekki líðast í Kópavogi. Hví skyldu lesendur vilja skrá sig í flokkinn – í þeirri trú að ég vilji breytingar? Svarið við […]

Fimmtudagur 18.02 2010 - 22:00

Áskorun um breytingar í Kópavogi

Á morgun, föstudag 19. febrúar, rennur út frestur til þess að skrá sig í Framsóknarflokkinn fyrir þá sem vilja hafa áhrif á mannval í prófkjöri okkar Framsóknarfólks laugardaginn 27. febrúar nk. Þetta er ykkar persónukjör.   Traust Ég býð mig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum í vor. Þörf er á að […]

Miðvikudagur 17.02 2010 - 22:30

„Spyrjið þá, sem voru á vakt“

Þessi fleygu orð Bubba koma í hugann: Ekki benda á mig, … Spyrjið þá, sem voru á vakt. Deilt er um hvort kjörnir fulltrúar megi hafa geðsjúkdóm – og þurfi heilbrigðisvottorð. Hvað með siðspillingu – þurfum við ekki vottorð til þess að mega þjóna kjósendum? Svar mitt er: Jú.   Ég er líka með tillögu um hvernig […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur