Færslur fyrir febrúar, 2010

Þriðjudagur 16.02 2010 - 22:00

Misbeiting valds

Ein tegund spillingar eða misbeitingar valds felst í að skara eld að eigin köku eða til handa vinum eða vandamönnum. Um það nefndi ég gróft dæmi um úr Kópavogi í pistli mínum sl. laugardag. Ég benti þó einnig á nýjar siðareglur fyrir stjórnendur og kjörna fulltrúa Kópavogsbæjar – sem eiga að fyrirbyggja spillingu í framtíðinni eins […]

Mánudagur 15.02 2010 - 22:00

Hver hagnast á skutlinu?

Enn setja foreldrar fram þá spurningu hvers vegna þurfi að rjúfa vinnudaginn síðdegis til þess að skutla yngri börnum fram og til baka milli hverfa í íþróttir og aðrar tómstundir. Í kjölfarið koma svo tímar fyrir eldri börn og rjúfa heimilisfriðinn í stað þess að fjölskyldan eigi þess kost að safnast saman að loknum vinnudegi […]

Sunnudagur 14.02 2010 - 22:00

Kynjakvóti og mismunun örvhentra

Í tengslum við niðurstöður prófkjara þessar vikurnar vakna oft spurningar um kynjaskiptingu og jafnvel kynjakvóta. Í fyrra starfi mínu hjá heildarsamtökum háskólamenntaðs launafólks, BHM – þar sem meirihluti félagsmanna er konur – vann ég í nær sjö ár að því að rétta hlut kvenna. Stærsti áfanginn í því var þegar fallist var á kröfu BHM varðandi ný […]

Laugardagur 13.02 2010 - 22:00

Enginn er dómari í eigin sök

Að gefnu tilefni vil ég gera grein fyrir gráum svæðum – og svörtum – að því er varðar hagsmunaárekstra – m.a. hér í Kópavogi.   Frá því að ég hóf laganám fyrir um 20 árum hefur mér verið sérlega umhugað um að greina á milli andstæðra hlutverka og gæta þess að ekki komi upp hagsmunaárekstrar – hvorki hjá mér […]

Föstudagur 12.02 2010 - 14:45

Með Blik í augum

Fyrsta minning mín frá Kópavogi – frá því fyrir um 30 árum – er sjónræn. Ég hafði gengið upp frá Kársnesbraut – þar sem frænka mín bjó í áratugi og ég heimsótti nær árlega er við ókum „suður“ á sumrin frá heimabæ mínum, Akureyri. Eftir að hafa gengið nærri klöppunum við Kópavogskirkju og túninu, þar sem nú standa […]

Fimmtudagur 11.02 2010 - 23:35

Skuldborgin

Í dag, 11. febrúar 2010, er rétt ár síðan fimm aðilar úr ólíkum áttum sameinuðust í Ákalli til stjórnvalda um almennar aðgerðir til lausnar efnahagsvanda heimilanna. Í upphafi ákallsins fögnuðum við, sem að ákallinu stóðum, áformum nýmyndaðrar minnihlutastjórnar – sem var hvött til dáða. Um leið lögðum við til skjótar lausnir á skuldavanda heimilanna. Síðar breyttist […]

Fimmtudagur 11.02 2010 - 09:45

Persónukjörið í Kópavogi er núna – í febrúar

Ein helsta krafa almennings um lýðræðisumbætur undanfarið ár var persónukjör í stað flokksræðis.  Framsóknarflokkurinn studdi kröfu um persónukjör – rétt eins og hann átti beinlínis frumkvæði að stjórnlagaþingi – sem íhaldið þæfði tillögur um sl. vor. Ríkisstjórn vinstriflokkanna heyktist svo á því að hrinda í framkvæmd eigin tillögum um persónukjör. Réði þar miklu andstaða þeirra […]

Mánudagur 08.02 2010 - 14:59

Halló heimur!

Velkomin á blog.eyjan.is. Þetta er fyrsta færslan.

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur