Færslur fyrir október, 2010

Sunnudagur 31.10 2010 - 20:25

Hvað er „neyðarstjórn“?

Hún er frumleg – og, að ég held, vel meint – tillaga Hreyfingarinnar, um „neyðarstjórn“ eða þingkosningar – en gengur hún upp? Ég vil ekki gera lítið úr tilefninu eða góðum hug þingmannanna – og sat raunar um kvöldið áhugaverðan opinn fund um tillöguna. Hér vil ég hins vegar skýra nokkrar reglur sem þessu tengjast og […]

Laugardagur 30.10 2010 - 20:57

Friðarmál og stjórnarskráin

Í tilefni af heimsókn í Friðarhús í gærkvöldi, þar sem mánaðarlega er haldinn fjáröflunarkvöldverður í þágu starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga, datt mér í hug að fjalla hér um hvað er – og hvað ekki – að finna í stjórnarskrá um stríð og frið – eða öllu heldur utanríkismál. Síðan ætla ég að vanda að leggja til […]

Laugardagur 30.10 2010 - 04:53

3249

Hef fengið þetta auðkenni: 3249. Sjá hér (og víðar): http://is.wikipedia.org/wiki/Frambjóðendur_til_stjórnlagaþings_á_Íslandi_2010

Fimmtudagur 28.10 2010 - 21:35

Veit að ég veit ekkert

Í tilefni af því að ég gef kost á mér til stjórnlagaþings – í ykkar umboði – vil ég minna á afstöðu Sókratesar, sem sagði: Ég veit aðeins það, að ég veit ekkert. Það hefur líklega mótað mig töluvert að hafa lært í menntaskóla að Sókrates taldi atgervi, gáfur, hæfileika og þekkingu ekki ráða úrslitum […]

Miðvikudagur 27.10 2010 - 16:30

Býð mig fram á stjórnlagaþing

Framboð í þágu valdajafnvægis Nú – þegar réttur mánuður er til kosninga til stjórnlagaþings og 523 framboðstilkynningar hafa verið staðfestar – vil ég upplýsa að  ég býð mig fram til þess að sitja stjórnlagaþing í ykkar umboði í því skyni að bæta stjórnarskrána – og jafna völd mismunandi aðila og hagsmuna.     Þrjú stefnumál til að […]

Þriðjudagur 26.10 2010 - 23:50

Stjórnarskráin og framfærsla

Erindi sem ég flutti í kvöld á borgarafundi Bótar í Salnum í Kópavogi að ósk skipuleggjenda: Forseti, fundarstjóri og aðrir fundargestir. Ég þakka fyrir að fá boð um að tala á þessum fundi. Ég gjarnan ræða um tvennt: Í fyrsta lagi vil ég ræða um stjórnarskrána og framfærslu – sem er að vísu ekki beinlínis neytendamál en […]

Mánudagur 25.10 2010 - 16:30

Sérstakan stjórnlagadómstól?

Í beinu framhaldi af síðasta pistli stóðu eftir þrjár spurningar: Þurfum við fleiri (almenna) dómstóla, svo sem millidómstig, og þarf stjórnarskrárbreytingu til þess? Þurfum við þurfum sérstakan stjórnlagadómstól? Krefst stofnun stjórnlagadómstóls eða tilvist hans stjórnaskrárbreytingar? Að því er varðar spurninguna um hvort stofna eigi millidómstig meðal hinna almennu dómstóla, þ.e. á milli héraðsdómstóla og Hæstaréttar, […]

Mánudagur 25.10 2010 - 01:29

Hvað með sérdómstóla?

Í tveimur síðustu færslum mínum í gær og fyrradag rakti ég og greindi þau fjórtán ákvæði stjórnarskrárinnnar, þar sem eitthvað er minnst á dómsvald, dómara, dómstóla eða dóma, greindi þau. Mikið um hlutverk – lítið um sjálfstæði Ég dró einkum þær ályktanir að töluvert væri í stjórnarskránni kveðið á um hlutverk dómsvalds og réttindi borgaranna […]

Laugardagur 23.10 2010 - 13:08

Meira um dómsvald og stjórnarskrá

Eftir ítarlega færslu í gær, þar sem ég taldi upp og greindi þau fjórtán ákvæði stjórnarskrárinnnar þar sem eitthvað er minnst á dómsvald, dómara, dómstóla eða dóma – með þeirri viðbót, sem gleymdist í upphafi (1. mgr. 70. gr.) er tilefni til frekari ályktana. Mikið um hlutverk dómsvalds og réttindi borgara… Stjórnarskrárákvæðum um þetta efni […]

Föstudagur 22.10 2010 - 16:00

Dómstólar og stjórnarskrá

Nú þegar aðeins um 5 vikur eru til stjórnlagaþings[kosninga]* hugsa rúmlega 500 frambjóðendur sjálfsagt – og vonandi sem flestir kjósendur – hvort einhverju þurfi að breyta og hverju sé mikilvægast að ræða hvort breyta eigi. Grunar mig að hlutfallslega margir hugsi til dóms- og kirkjumála. Um kirkjumál mun ég e.t.v. síðar tjá mig hér en […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur