Færslur fyrir september, 2011

Þriðjudagur 20.09 2011 - 23:59

Styrkir til frambjóðenda og samtaka þeirra (51. gr. )

Í 51. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er eitt merkasta nýmælið að finna: Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu. Upplýsingar um framlög yfir ákveðinni lágmarksupphæð skulu birtar jafnóðum samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Ekkert er að […]

Mánudagur 19.09 2011 - 23:59

Hagsmunaskráning (alþingismanna) og vanhæfi (50. gr.)

Í 50. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er nýmæli sem varðar það sem í lögfræði er nefnt sérstakt hæfi til þess að taka ákvörðun um mál og almennt (neikvætt) hæfi til þess að gegna tilteknu hlutverki.   Fyrri málsgrein 50. gr. lýtur beint að sérstöku hæfi alþingismanns og síðari málsgreinin tengist almennu (neikvæðu) hæfi hans til þess að […]

Sunnudagur 18.09 2011 - 23:59

Friðhelgi alþingismanna (49. gr.)

Í 49. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má setja alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða sakamál á hendur honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Alþingismaður verður ekki krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi. Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi. Óbreytt efnislega Ákvæðið er […]

Laugardagur 17.09 2011 - 23:59

Sjálfstæði alþingismanna (48. gr.)

Í 48. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, en ekki við nein fyrirmæli frá öðrum. Alþingismenn óháðir hagsmunaöflum Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði að finna nema hvað þar er í niðurlagi rætt um að alþingismenn séu „eigi [bundnir] við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Vildum við í stjórnlagaráði f.o.f. árétta […]

Föstudagur 16.09 2011 - 06:59

Eiðstafur (þingmanna) (47. gr.)

Í 47. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Sérhver nýr alþingismaður undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar kosning hans hefur verið tekin gild. Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði nema að þar er í stað eiðstafs rætt um að „vinna drengskaparheit að stjórnarskránni“ – sem mörgum feministum í stjórnlagaráði þótti of karllægt. Þarna tókust á feminismi, lögfræði og hefðir […]

Fimmtudagur 15.09 2011 - 11:59

Þingsetning (46. gr.)

Í 46. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands stefnir saman Alþingi að loknum alþingiskosningum og setur reglulegt Alþingi ár hvert. Forseti stefnir einnig saman og setur Alþingi að tillögu forseta þess eða 1/3 hluta þingmanna. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta hið sama og í fyrri málsgrein utan þess að 10 vikna hámarksfrestur til þess að stefna […]

Miðvikudagur 14.09 2011 - 15:59

Samkomustaður (Alþingis) (45. gr.)

Í 45. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kemur að jafnaði saman í Reykjavík en getur þó ákveðið að koma saman á öðrum stað. Hver ákveður? Gildandi stjórnarskrá er sama efnis – nema hvað efnisskilyrði um að „sérstaklega [sé] ástatt“ er fellt brott (sem mér finnst raunar heldur verra) og að ákvörðunarvald um annan þingstað í undantekningartilvikum er […]

Þriðjudagur 13.09 2011 - 23:59

Starfstími (Alþingis) (44. gr.)

Í 44. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kemur saman eigi síðar en tveimur vikum eftir hverjar alþingiskosningar. Í lögum skal kveðið á um samkomudag reglulegs Alþingis og skiptingu starfstíma þess í löggjafarþing. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að reglulegt Alþingi skuli koma saman 1. október nema sá dagur sé helgidagur. Þar segir einnig að þingið standi […]

Mánudagur 12.09 2011 - 23:59

Gildi kosninga (til Alþingis) (43. gr.)

Með 43. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er leitast við að koma í veg fyrir valdarán Alþingis – eða öllu heldur landskjörstjórnar, í samsæri við (fyrra) Alþingi! Möguleiki á valdaráni landskjörstjórnar (og fráfarandi þings) að gildandi stjórnarskrá Þetta er ekkert grín; á fyrsta námsári mínu í laganámi – þá í Kaupmannahafnarháskóla 1990-1991 (sem var lagaskóli Íslendinga til 1908) […]

Sunnudagur 11.09 2011 - 23:59

Kjörgengi (til Alþingis) (42. gr.)

Í 42. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir. Glati alþingismaður kjörgengi missir hann þann rétt sem þingkosningin veitti honum. Varamaður tekur þá sæti hans á þingi. Aðeins hæstaréttardómarar ókjörgengir Um fyrri tvær málsgreinarnar er fyrst […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur