Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 26.11 2010 - 00:46

Næsta tækifæri eftir 160 ár

Nú – daginn fyrir kosningar til stjórnlagaþings, hins fyrsta í 160 ár – er orðið ljóst að íhaldsöflin – sem engar eða litlar (og þá helst saklausar) breytingar vilja sjá á stjórnskipun landsins og stjórnarfari – munu þrátt fyrir allt ekki þora að sniðganga stjórnlagaþing alveg (eins og ég óttaðist fyrir mánuði). Þeir nota aðra taktík, […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 14:19

Reglulegt stjórnlagaþing?

Eina atriðið sem stjórnarskrárnefnd Alþingis gat eftir nokkurra ára starf orðið sammála um var að breyta því ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveður á um hvernig stjórnarskránni skuli breytt – en nú er áskilið að Alþingi samþykki tvívegis sams konar frumvarp til stjórnarskipunarlaga og að alþingiskosningar eigi sér stað í millitíðinni. Þessu vil ég breyta – eins […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 21:20

Stjórnlagadómstól gegn spillingu

Ekki þarf að skírskota til Árbótar-málsins til þess að hefja umfjöllun um álitamál er varðar óvandaða stjórnsýsluhætti og jafnvel ólögmæta – og þar með, eftir atvikum, bótaskylda – stjórnsýsluhætti. Um daginn skrifaði ég um hvað ef RÚV hefði ekki á 11. stundu brugðist við gagnrýni og tekið upp maraþonsyrpu með um 500 viðtölum á þremur […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 11:45

Vilji þjóðarinnar verður ekki veðsettur

Sjálfstæðisbaráttu Íslendinga er ekki enn lokið. Nú er tími til kominn að fullkomna flutning valdsins frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur með heimastjórn fyrir 105 árum – og færa það alla leið til fólksins. Til þess er stjórnlagaþing. Þrjár stofnanir njóta sérstöðu vegna hlutverks síns í þágu þjóðarinnar: Alþingi, stofnað 930 og endurreist 1845, Háskóli Íslands, settur […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 17:00

Þú átt leik (gestapistill)

Ég sat við tölvuskjáinn úti í Árósum þar sem ég var í námi þegar allt hrundi, táraðist yfir að sjá hvernig komið var fyrir íslenskri þjóð en upp frá því kviknaði áhugi á því að leggja mitt lóð á vogarskálarnar við það að nýta þetta tækifæri til þess að bæta íslenskt samfélag og hag almennings. […]

Mánudagur 22.11 2010 - 21:47

Jafnt atkvæðavægi sjálfsögð mannréttindi (gestapistill)

Á Íslandi búum við ekki við þau grundvallarmannréttindi sem felast í jöfnu atkvæðavægi. Atkvæði vega ekki jafnt og í marga áratugi hefur verið deilt um jöfnun atkvæðisréttar. Því miður hefur andstæðingum þessa brýna máls tekist að gera þetta að deilumáli milli landsbyggðar og þéttbýlis á SV-horni landsins. Jöfnun atkvæðisréttar er hins vegar miklu stærra mál […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 23:46

Umhverfis- og almannaréttur í stjórnarskrá

Í gær svaraði ég spurningum fagfélags og hagsmunahóps varðandi afstöðu mína til að taka upp í stjórnarskrá umhverfisákvæði annars vegar og ákvæði um almannarétt hins vegar; ég tel rétt að birta spurningarnar og svör mín hér. Spurningar Ferðafrelsisnefndar Svohljóðandi bréf fékk ég í gær frá Ferðafrelsisnefnd sem er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, […]

Laugardagur 20.11 2010 - 19:39

RÚV fyrir stjórnlagadómstól!

Ég vil taka undir gagnrýni og hrós Eyjufélaga minna og meðframbjóðenda í kjölfar þess að fréttist um miðjan dag í gær að Ríkisútvarpið (RÚV), útvarp í almannaþágu, ætlaði loks – viku fyrir kosningar til stjórnlagaþings – að fara að sinna framboðunum 522 og málefnaáherslum frambjóðenda. Þá voru sumir reyndar farnir úr borginni – væntanlega m.a. […]

Föstudagur 19.11 2010 - 20:54

Upphafin umræða (gestapistill)

Þorsteinn Pálsson lét svo um mælt á dögunum, að umræðan um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá hefði að sumu leyti verið upphafin – og það skilaði ekki árangri. Sjálfur vildi hann horfa á þetta frá „praktískari sjónarmiðum”, því að ekki þurfi að stofna nýtt ríki, gera byltingu, þótt okkur hafi mistekist. Stjórnarskráin væri ekki orsök hrunsins […]

Fimmtudagur 18.11 2010 - 23:29

Forseti Íslands – forseti þingsins!

Eitt af því sem margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og kjósendur – hafa skoðun á og telja að þurfi að breyta er staða, hlutverk og jafnvel tilvist forseta Íslands. Það hef ég líka – og hef átt góðar rökræður undanfarið við kjósendur og meðframbjóðendur um málið. Ég ætla hér að kortleggja stuttlega litróf þeirra skoðana […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur