Í 21. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er ákvæðið um fundafrelsi skilið frá félagafrelsisákvæðinu – eins og ég lagði til. Auk þess eru gerðar á því töluverðar orðalags- og líklega efnisbreytingar frá gildandi stjórnarskrá – sem ég var ekki að öllu leyti ánægður með enda e.t.v. sem lögfræðingur íhaldssamari að þessu leyti gagnvart breytingum á sígildum stjórnarskrárákvæðum en flestir […]
Í 19. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er lögð til meginbreyting á lagalegri stöðu þjóðkirkjunnar – en engin breyting er lögð til í raun á stöðu hennar frá gildandi stjórnarskrá. Í frumvarpinu segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í […]
Í 8. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna ákvæði sem hafði marga stuðningsmenn innan og utan stjórnlagaráðs og líklega fáa andmælendur nema hvað sumum fannst slíkt ákvæði ekki alveg nægilega „konkret“ til að vera í stjórnarskrá: Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. Mannleg reisn er friðhelg Fyrirmynd […]
Þessi grein í nýja stjórnarskrárfrumvarpinu okkar kom mér aðeins á óvart að því leyti hvað mikill ágreiningur varð um hana í ferlinu en ég taldi hana nokkuð sjálfsagða – þ.e. að telja upp helstu handhafa ríkisvalds – fyrir utan að þarna hefði að mínu mati gjarnan mátt tilgreina tvo mikilvæga þætti ríkisvalds sem fram koma síðar […]
Í nýju stjórnarskrártillögunni frá stjórnlagaráði segir í 1. gr.: Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. Í þessu felst augljóslega engin breyting – enda hefur Ísland verið lýðveldi frá 1944 er konungssambandi við Danmörku var slitið – en í lýðveldi felst aðeins að þjóðhöfðinginn er forseti eða annar þjóðkjörinn (eða í sumum tilvikum þingkjörinn) forystumaður – svo […]
Í stjórnlagaráði liggur fyrir óformleg tillaga um að afnema heimild í stjórnarskrá til þess að setja bráðabirgðalög. Áður en ég lýsi skoðun minni – og rökstyð hana – þætti mér vænt um að lesa (eða heyra í GSM 897 33 14) skoðanir lesenda á því hvort slík heimild eigi að vera fyrir hendi áfram í […]
Í stjórnlagaráði höfum við undanfarið rætt ítarlegar – en málefnalega að vanda – um hvort hér skuli vera forsetaræði eða þingræði. Enn eigum við eftir að komast að niðurstöðu um tillögugerð okkar til þjóðarinnar í þessu efni. Stærsti annmarkinn á umræðunni finnst mér vera hvað hún er svart/hvít. Eins og félagi minn í stjórnlagaráði, Þorvaldur Gylfason, […]
Eitt af því sem við í stjórnlagaráði ræðum um þessar mundir er hvort ráðherrar skuli vera utanþingsmenn eður ei; ekki virðist raunar ágreiningur um að á meðan ráðherrar gegni því embætti skuli ráðherrar ekki sitja á Alþingi sem alþingismenn – sem hingað til. Sem ráðherrar eigi þeir þá samkvæmt nýju stjórnarskránni að mæta á fund Alþingis […]
Um daginn hitti ég alþingismann á förnum vegi á hátíðarstundu. Eftir kurteislegar kveðjur á báða bóga spurði þingmaðurinn hvernig okkur í stjórnlagaráði gengi – og svo hvort fyrir lægju hugmyndir um málsmeðferð tillagna okkar og hverjar þær væru. Ég svaraði því til, eins og ég hef jafnan gert, að ég teldi víst – eins og […]
Furðu margir eru enn fastir í þeirri yfir 200 ára gömlu hugmynd Montesquieu að ríkisvaldið sé þríþætt: löggjafarvald dómsvald framkvæmdarvald. Tveir valdþættir mega ekki gleymast Þetta er í sjálfu sér rétt – svo langt sem það nær; a.m.k. tveir valdþættir gleymast hins vegar – og þá á ég ekki við það sem stundum er kallað […]