Færslur með efnisorðið ‘Beinna lýðræði’

Laugardagur 01.10 2011 - 23:59

Lögrétta (62. gr.)

Um 62. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs var mikið rætt – til og frá; þar segir: Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. Þingnefnd eða 1/5 hluti alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins. Ekki má afgreiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. Um störf […]

Fimmtudagur 29.09 2011 - 23:59

Staðfesting laga (60. gr.)

Í 60. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs eru nokkur nýmæli – þó ekki þau sem sumir hefðu e.t.v. búist við enda er ekki hreyft efnislega við málskotsrétti forseta Íslands varðandi samþykkt lagafrumvörp frá Alþingi: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því […]

Mánudagur 26.09 2011 - 23:59

Meðferð lagafrumvarpa (57. gr.)

Í 57. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs, sem er ágætlega skýrð hér af hálfu skrifstofu stjórnlagaráðs, eru fólgin þrjú merkileg nýmæli; þau eru: aukið sjálfstæði Alþingis; mat á áhrifum lagasetningar áskilið; ráðherraræði með „söltun“ mála gert erfiðara. Í ákvæðinu segir: Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi. […]

Laugardagur 24.09 2011 - 23:59

Opnir fundir (Alþingis) (55. gr.)

Í 55. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Fundir Alþingis eru haldnir í heyranda hljóði. Þingnefnd getur ákveðið að fundur hennar sé opinn almenningi. Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði og í 1. mgr. 55. gr. frumvarpsins að frátöldu orðalagsfráviki þar sem nú er rætt um að þingfundir séu haldnir í heyranda hljóði í stað þess að þeir […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 23:59

Alþingiskosningar (39. gr.)

Í 39. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt lengsta og tæknilegasta ákvæði þess; ég gat þó – og get – ekki tekið undir efasemdir innan ráðsins og e.t.v. utan um að of langt hafi verið gengið í útfærslu á tæknilegum atriðum í því ákvæði. Í stjórnarskrá eru f.o.f. meginreglur og markmið… Flest vorum við – […]

Sunnudagur 04.09 2011 - 16:00

Upplýsingar um umhverfi og málsaðild (35. gr.)

Í 35. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun. Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila. […]

Miðvikudagur 24.08 2011 - 23:59

Menntun (24. gr.)

Í 24. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds. Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Alþingi útfærir áfram meginregluna […]

Föstudagur 19.08 2011 - 07:00

Kirkjuskipan (19. gr.)

Í 19. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er lögð til meginbreyting á lagalegri stöðu þjóðkirkjunnar – en engin breyting er lögð til í raun á stöðu hennar frá gildandi stjórnarskrá. Í frumvarpinu segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í […]

Þriðjudagur 16.08 2011 - 23:59

Frelsi fjölmiðla (16. gr.)

Í 16. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er enn eitt nýmælið miðað við lýðveldisstjórnarskrána – sem að stofni til er 137 ára gömul: Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og […]

Þriðjudagur 02.08 2011 - 20:17

Handhafar ríkisvalds (2. gr.)

Þessi grein í nýja stjórnarskrárfrumvarpinu okkar kom mér aðeins á óvart að því leyti hvað mikill ágreiningur varð um hana í ferlinu en ég taldi hana nokkuð sjálfsagða – þ.e. að telja upp helstu handhafa ríkisvalds – fyrir utan að þarna hefði að mínu mati gjarnan mátt tilgreina tvo mikilvæga þætti ríkisvalds sem fram koma síðar […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur