Færslur með efnisorðið ‘Beinna lýðræði’

Fimmtudagur 05.05 2011 - 23:53

Stjórnlagadómstóll

Allt síðdegið í dag voru nokkuð efnismiklar umræður í stjórnlagaráði – um tillögur úr nefnd um tilhögun dómsvalds ásamt fleiru – svo að fresta varð til morguns (kl. 9:30) kynningu og umræðu um fyrstu tillögur um breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Auk umræðu um skipan óháðra dómstóla sem tryggi auk þess fjölbreytileika og sjálfstæði dómara var rætt […]

Föstudagur 29.04 2011 - 23:33

Stjórnarskrárbreytingar ekki einkamál

Í kvöld þáði ég ásamt fleiri fulltrúum í stjórnlagaráði heimboð Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem færi gafst á að ræða í góðu tómi yfir afbragðsmálsverði málefni sem samtökunum finnast skipta máli í sambandi við stjórnlagaumbætur. Um þau mál ritaði ég raunar sérstakan pistil í aðdraganda þjóðkjörs til stjórnlagaþings. Samráð mikilvægt – bæði við hugsjónasamtök og hagsmunaaðila […]

Fimmtudagur 28.04 2011 - 22:59

Jómfrúarræðan – róttækar umbótahugmyndir til valddreifingar

Í dag hélt ég eiginlega jómfrúarræðu mína í stjórnlagaráði. Róttækar umbótahugmyndir Ég hef að vísu áður tekið til máls úr sæti mínu um formsatriði og skipulag starfsins en í dag fékk ég ásamt tveimur öðrum Akureyringum tækifæri til þess að halda stefnuræðu í stjórnlagaráði. Fyrir þá sem fylgst hafa með skrifum mínum var þar fátt […]

Þriðjudagur 26.04 2011 - 18:29

Hvar eru íslenskir fjölmiðlar?

Eins og ég vék að í fyrri viku var eitt fyrsta verk mitt sem ráðsmanns að svara ítölskum blaðamanni nokkrum spurningum um stjórnlagaráð og aðdraganda þess – m.a. um atburði í kjölfarið hrunsins. Nú er ég svo nýkominn úr löngu viðtali við tvo franska blaðamenn.   Lærum af öðrum Ég lærði ekki síður af þeim […]

Mánudagur 18.04 2011 - 21:47

Endurskoðun stjórnarskrárinnar stendur yfir

Á morgun er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði þar sem ákveðið verður hvernig verkefni við endurskoðun stjórnarskrárinnar skiptast á milli nefnda þannig að formleg og skipulögð málefnavinna geti hafist eftir 3ja daga óformlegar umræður í starfshópum. Þá verða kosnir nefndarformenn og fulltrúum verður skipt á milli nefnda. Loks verða lögð fram erindi til stjórnlagaráðs en eins […]

Sunnudagur 17.04 2011 - 23:59

Þú hefur áhrif

Fyrsta verk mitt eftir að stjórnlagaráð setti sér starfsreglur í vikunni var að svara ítölskum blaðamanni sem spurði stjórnlagaráðsfulltrúa m.a. eitthvað á þessa leið: Hvernig getur íslenskur almenningur tekið þátt í starfi stjórnlagaráðs? Margþættar leiðir fyrir áhrif almennings Mér til ánægju sá ég við yfirferð yfir umgjörð ráðsins samkvæmt þingsályktun og umræddum starfsreglum að almenningur […]

Laugardagur 16.04 2011 - 22:00

Lög unga fólksins

Í dag sótti ég kynningu á niðurstöðum Stjórnlaga unga fólksins í Iðnó og hafði af því bæði gagn og gaman – m.a. sem ráðsmaður. Þar voru einnig 8 félaga minna úr stjórnlagaráði, sem nýtekið er til starfa; fannst mér gott að rúmlega þriðjungur ráðsins vildi heyra viðhorf unga fólksins áður en stjórnlagaráð hefst handa við að […]

Föstudagur 15.04 2011 - 22:42

Stjórnlagaráð fólksins tekið til starfa

Daginn eftir að nýskipað stjórnlagaráð var sett um miðja síðustu viku voru kjörin formaður, Salvör Nordal, og varaformaður, Ari Teitsson. Innan viku hafði stjórnlagaráð þegar sett sér starfsreglur og ákveðið hvernig hefja skyldi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar eins og Alþingi hafði falið okkur. Í morgun hófst svo efnisumræða í starfshópum sem starfa til bráðabirgða þar til […]

Laugardagur 27.11 2010 - 07:00

Ertu efins? – Listi 44ja stjórnlagapistla

Nú þegar kjördagur er runninn upp – vona ég að sem flestir kjósi. Ég býð mig fram (nr. 3249) og hef undanfarnar sex vikur lagt mitt af mörkum til málefnalegrar umræðu um þetta hugðarefni mitt undanfarin 20 ár – þ.e. gildandi stjórnarskrá, væntanlegt stjórnlagaþing og helstu úrbótatillögur; ég vek athygli á því að á morgun, […]

Föstudagur 26.11 2010 - 18:40

Láttu þjóðkirkjumálið ekki ráða afstöðu þinni

Sjá má að margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og jafnvel kjósendur og einstaka fjölmiðlar – telja að staða þjóðkirkjunnar verði meginefni stjórnlagaþings – sem við kjósum til nk. laugardag, 27. nóvember. Ég tel hvorki nauðsynlegt né skynsamlegt að ráða þjóðkirkjumálinu til lykta á stjórnlagaþingi. Að mínu mati er réttara að fulltrúar á stjórnlagaþingi einbeiti sér […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur