Í 67. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er ekki aðeins að finna útfærslur á tveimur síðustu ákvæðum sem skrifað var um – eins og fyrirsögnin gæti bent til – heldur einnig mikilvægar takmarkanir á og skilyrði fyrir hvoru tveggja, þ.e. heimildum 10% kjósenda til þess að skjóta nýlegri löggjöf til þjóðarinnar annars vegar og óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um […]
Í 66. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi. Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. […]
Í 65. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til […]
Í 64. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi getur skipað nefndir til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Nánari reglur um hlutverk, rannsóknarheimildir og skipan rannsóknarnefnda skulu settar með lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að Alþingi geti skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Þá segir að Alþingi geti veitt nefndum […]
Í 63. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kannar hvers kyns athafnir og ákvarðanir ráðherra eða stjórnsýslu þeirra eftir því sem hún telur efni til. Nefndinni er skylt að hefja slíka könnun að kröfu þriðjungs þingmanna. Í gildandi stjórnarskrá er ekkert um þetta að finna að frátöldu ákvæði sem fjallar þó fremur um athugun á málum utan […]
Í 60. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs eru nokkur nýmæli – þó ekki þau sem sumir hefðu e.t.v. búist við enda er ekki hreyft efnislega við málskotsrétti forseta Íslands varðandi samþykkt lagafrumvörp frá Alþingi: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því […]
Í 56. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingismenn hafa rétt til að flytja frumvörp til laga, tillögur til ályktana og önnur þingmál. Ráðherrar geta lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til ályktana sem ríkisstjórn hefur samþykkt. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forseti lýðveldisins geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og „annarra samþykkta“ […]
Athyglisvert er að í gildandi stjórnarskrá er aðeins einu sinni minnst á þingnefnd – og í því tilviki reyndar rannsóknarnefnd þingmanna, sem er heimildarákvæði sem hefur ekki verið nýtt í um hálfa öld – raunar þvert á þá þörf, sem ég hef lengi talið fyrir hendi, hvað varðar aðhald og eftirlit Alþingis með handhöfn framkvæmdarvalds. […]
Eitt róttækasta nýmælið í tillögum stjórnlagaráðs um stjórnskipan landsins er að finna í 52. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs enda er þar kveðið á um myndugri forseta Alþingis sem njóta á trausts aukins meirihluta þings en ekki aðeins þröngs ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni: Alþingi kýs sér forseta með 2/3 hlutum atkvæða í upphafi hvers kjörtímabils. Sitji forseti ekki út […]
Í 50. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er nýmæli sem varðar það sem í lögfræði er nefnt sérstakt hæfi til þess að taka ákvörðun um mál og almennt (neikvætt) hæfi til þess að gegna tilteknu hlutverki. Fyrri málsgrein 50. gr. lýtur beint að sérstöku hæfi alþingismanns og síðari málsgreinin tengist almennu (neikvæðu) hæfi hans til þess að […]