Færslur með efnisorðið ‘Hrunið’

Mánudagur 19.09 2011 - 23:59

Hagsmunaskráning (alþingismanna) og vanhæfi (50. gr.)

Í 50. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er nýmæli sem varðar það sem í lögfræði er nefnt sérstakt hæfi til þess að taka ákvörðun um mál og almennt (neikvætt) hæfi til þess að gegna tilteknu hlutverki.   Fyrri málsgrein 50. gr. lýtur beint að sérstöku hæfi alþingismanns og síðari málsgreinin tengist almennu (neikvæðu) hæfi hans til þess að […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 23:28

Friðhelgi (Alþingis) (38. gr.)

Í 38. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi. Í 36. gr. gildandi stjórnarskrár er nákvæmlega sama ákvæði að finna. Vildi breyta „friði“ í „öryggi“ Sjálfur var ég eindregið þeirrar skoðunar að orðið „öryggi“ ætti að koma í stað hugtaksins friðar – sem mér þótti settur ríkissaksóknari í frægu 9-menninga-máli […]

Sunnudagur 21.08 2011 - 21:21

Fundafrelsi (21. gr.)

Í 21. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er ákvæðið um fundafrelsi skilið frá félagafrelsisákvæðinu – eins og ég lagði til. Auk þess eru gerðar á því töluverðar orðalags- og líklega efnisbreytingar frá gildandi stjórnarskrá – sem ég var ekki að öllu leyti ánægður með enda e.t.v. sem lögfræðingur íhaldssamari að þessu leyti gagnvart breytingum á sígildum stjórnarskrárákvæðum en flestir […]

Miðvikudagur 17.08 2011 - 16:00

Frelsi menningar og mennta (17. gr.)

Í 17. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er merkilegt nýmæli miðað við gildandi stjórnarskrá, sem er að stofni til frá 1874: Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, fræða og lista. Með þessu er sú skylda lögð á Alþingi að tryggja að kostun – t.d. af hálfu einkaaðila með ríka hagsmuni af þjóðfélagsmálum – á rannsóknar- og kennslustöðum við háskóla, stuðningur […]

Mánudagur 02.05 2011 - 23:13

Stjórnskipulegur neyðarréttur

Spennandi umræður eru að skapast um erindi til stjórnlagaráðs á vef þess fyrir opnum tjöldum. Eftir hádegi á fimmtudögum eru svo reglulegir fundir sem fylgjast má með  á vefnum – og næsta fimmtudag má búast við að fyrstu tillögurnar verði samþyktar inn í áfangaskjal sem smám saman mun spinnast við. Fram að því eru sjónarmið og […]

Þriðjudagur 26.04 2011 - 18:29

Hvar eru íslenskir fjölmiðlar?

Eins og ég vék að í fyrri viku var eitt fyrsta verk mitt sem ráðsmanns að svara ítölskum blaðamanni nokkrum spurningum um stjórnlagaráð og aðdraganda þess – m.a. um atburði í kjölfarið hrunsins. Nú er ég svo nýkominn úr löngu viðtali við tvo franska blaðamenn.   Lærum af öðrum Ég lærði ekki síður af þeim […]

Föstudagur 19.11 2010 - 20:54

Upphafin umræða (gestapistill)

Þorsteinn Pálsson lét svo um mælt á dögunum, að umræðan um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá hefði að sumu leyti verið upphafin – og það skilaði ekki árangri. Sjálfur vildi hann horfa á þetta frá „praktískari sjónarmiðum”, því að ekki þurfi að stofna nýtt ríki, gera byltingu, þótt okkur hafi mistekist. Stjórnarskráin væri ekki orsök hrunsins […]

Sunnudagur 07.11 2010 - 23:24

Hlítum niðurstöðu þjóðfundar

Nýafstaðinn þjóðfundur 2010 um stjórnarskrá virðist hafa tekist afar vel – og skilað jákvæðri niðurstöðu, öfugt við ótímabær fundarslit á Þjóðfundinum 1851. Stjórnlagaþing og allt starfsfólk og sjálboðaliðar hafa greinilega undirbúið þjóðfund um stjórnarskrá mjög vel – og unnið hratt og gegnsætt úr fyrstu niðurstöðum. Því getur þjóðin (við frambjóðendur til stjórnlagaþings þar með talin) strax […]

Mánudagur 01.11 2010 - 22:04

Hvers vegna ég vil á stjórnlagaþing

Í þessum mánuði eru liðin 2 ár frá því að ég nefndi fyrst á fundi hugmynd um stjórnlagaþing – og reifaði hana svo fyrst á opnum fundi um miðjan desember 2009. Hér má lesa um mína upphaflegu uppskrift. Í lok þessa mánaðar verður kjörið til stjórnlagaþings – og ég hef boðið mig fram; lesa má […]

Sunnudagur 31.10 2010 - 20:25

Hvað er „neyðarstjórn“?

Hún er frumleg – og, að ég held, vel meint – tillaga Hreyfingarinnar, um „neyðarstjórn“ eða þingkosningar – en gengur hún upp? Ég vil ekki gera lítið úr tilefninu eða góðum hug þingmannanna – og sat raunar um kvöldið áhugaverðan opinn fund um tillöguna. Hér vil ég hins vegar skýra nokkrar reglur sem þessu tengjast og […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur