Færslur með efnisorðið ‘Löggjafarvald’

Þriðjudagur 02.08 2011 - 20:17

Handhafar ríkisvalds (2. gr.)

Þessi grein í nýja stjórnarskrárfrumvarpinu okkar kom mér aðeins á óvart að því leyti hvað mikill ágreiningur varð um hana í ferlinu en ég taldi hana nokkuð sjálfsagða – þ.e. að telja upp helstu handhafa ríkisvalds – fyrir utan að þarna hefði að mínu mati gjarnan mátt tilgreina tvo mikilvæga þætti ríkisvalds sem fram koma síðar […]

Fimmtudagur 30.06 2011 - 22:12

Bráðabirgðalög?

Í stjórnlagaráði liggur fyrir óformleg tillaga um að afnema heimild í stjórnarskrá til þess að setja bráðabirgðalög. Áður en ég lýsi skoðun minni – og rökstyð hana – þætti mér vænt um að lesa (eða heyra í GSM 897 33 14) skoðanir lesenda á því hvort slík heimild eigi að vera fyrir hendi áfram í […]

Föstudagur 10.06 2011 - 21:10

Fimmskipting ríkisvaldsins

Furðu margir eru enn fastir í þeirri yfir 200 ára gömlu hugmynd Montesquieu að ríkisvaldið sé þríþætt: löggjafarvald dómsvald framkvæmdarvald. Tveir valdþættir mega ekki gleymast Þetta er í sjálfu sér rétt – svo langt sem það nær; a.m.k. tveir valdþættir gleymast hins vegar – og þá á ég ekki við það sem stundum er kallað […]

Föstudagur 03.06 2011 - 07:00

Rétti fylgi skyldur

Af mörgum gagnmerkum tillögum mannréttindanefndar (A), þar sem ég sit ekki sjálfur, er kynntar voru sl. föstudag í stjórnlagaráði, er ég hvað ánægðastur með þær, sem ég hef ljáð stuðning í orði og verki, og lúta að því að árétta að rétti fylgja skyldur – líka samkvæmt stjórnarskrá. Almannaréttur Sem dæmi má nefna er þetta ákvæði: […]

Miðvikudagur 18.05 2011 - 23:56

Sannleiksskylda ráðherra

Í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs,  nefnd B, höfum við undanfarið unnið að tillögum að því hvernig efla má Alþingi sem handhafa löggjafarvalds og sem eftirlitsaðila gagnvart ráðherrum sem aðalhandhöfum framkvæmdarvalds. Hið fyrra verður á ráðsfundi á morgun lagt fram til afgreiðslu í áfangaskjal og hið síðara til kynningar. Sannleiksskyldu skortir í stjórnarskrá Varðandi eftirlitsvaldið höfum við rætt […]

Mánudagur 16.05 2011 - 23:58

Hver á að semja frumvörpin?

Í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs, nefnd B, brjótum við þessa dagana heilann um hvernig unnt er að færa stefnumótandi frumkvæði til Alþingis og fastanefnda þess en tryggja um leið að frumvörp og önnur þingmál séu samin af þeirri sérfræðiþekkingu sem nauðsynleg er. Um þetta höfum við rætt og hugsað – bæði í nefndinni og í stjórnlagaráði – […]

Miðvikudagur 27.04 2011 - 17:30

Forsetaræði eða þingræði

Nefndir stjórnlagaráðs eru komnar á fullt; þær eru þrjár og mætti miðað við megin viðfangsefni þeirra e.t.v. nefna þær  mannréttindanefnd (A), valdþáttanefnd (B) og lýðræðisnefnd (C).   Verkefni „valdþáttanefndar“ Ég sit í nefnd B ásamt sjö öðrum ráðsfulltrúum en hún hefur þessi viðfangsefni: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og staða forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, […]

Miðvikudagur 17.11 2010 - 23:57

Þarf að bæta jafnræðisákvæðið?

Spurningin – hvort einhverju, og þá hverju, þurfi að bæta við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar er áleitin – og að gefnu tilefni. Jafnræðisákvæðið hljóðar nú svo – en það ákvæði var nýmæli við löngu tímabæra heildarendurskoðun á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar 1995; fram að því hafði hann staðið lítið breyttur í yfir 120 ár: Allir skulu vera jafnir fyrir […]

Þriðjudagur 16.11 2010 - 15:27

Skilmálarnir – Hugleiðing um stjórnarfar (gestapistill)

Öll samfélög byggja á reglum, ýmist helguðum af hefð, skráðum eða óskráðum.  Hjá þjóðum sem sett hafa sér stjórnarskrá er hún m.a. sá grunnur sem stjórnarfar þeirra er reistur á. Stjórnarskrár innihalda ákvæði um hverjir skuli fara með það vald sem nauðsynlegt er til að tryggja eðlilegan viðgang þjóðfélagsins, hver umgjörð valdsins skuli vera og […]

Mánudagur 15.11 2010 - 22:49

Heita kartaflan

Um daginn nefndi ég heita kartöflu í tengslum við stjórnlagaþingið – raunar í þeim tilgangi að forgangsraða í þágu verkefna sem að mínu mati þyrfti að leysa á stjórnlagaþingi um leið og önnur mál, sem mættu fremur bíða, yrðu sett í lausnarmiðaðri farveg. Þetta var þjóðkirkjumálið – sem hefur, sem sagt, sinn stjórnskipaða og lýðræðislega farveg. […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur