Gaman er að vita til þess að mikill fjöldi erinda hefur borist stjórnlagaráði. Sjálfur er ég enn á eftir með lesturinn – enda er þetta hörkuvinna – en mun lesa þau öll; erindin berast í viðeigandi nefnd og fá umfjöllun þar ef ekki svar. Á morgun er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði þar sem meginatriði varðandi […]
Er við í stjórnlagaráði semjum tillögur að nýrri stjórnarskrá – í stað þeirrar sem gilt hefur, lítt breytt, í mannsaldur frá lýðveldisstofnun 1944, og að stofni til í tvo mannsaldra frá 1874 – er eitt mikilvægasta atriðið hvernig orða á hlutina og til hvers. Mannamál, já… Ég er meðvitaður um eftirfarandi: Almenn og líklega langvinn […]
Halda mætti við fyrstu sýn að fyrirsögnin sé grín – eins og í færslu fyrir stjórnlagaþingskosningar í nóvember sl.; þegar nánar er að gáð er ekki svo vitlaust að athuga samhengi stjórnskipunarinnar við eldgos – eins og nú hafa dunið á þjóðinni og Norðurhveli jarðar tvö ár í röð – sem og aðra ófyrirséðar hamfarir eða […]
Í dag er 17. maí – og þá verður mér gjarnan hugsað til Noregs; þar gildir sú sérstaka regla að ekki er heimilt að rjúfa löggjafarþingið, Stortinget, eins og yfirleitt er hægt í þingræðisríkjum á borð við þau sem við sækjum okkar fyrirmyndir. Í þingrofi felst að kjörtímabil (hér: 4 ár) er stytt og boðað […]
Í dag eru liðin 71 ár frá því að Ísland var hertekið – að vísu af vinsamlegra stórveldi en því sem flestir óttuðust meira. Með þeirri óumbeðnu – en í sjálfu sér valdboðnu og þó vinsamlegu – hertöku var þessu litla landi forðað frá því að verða leiksoppur árásarveldis Evrópu, þriðja ríki Þýskalands. Ári síðar […]
Þessi danska frétt vakti áhuga minn í vikunni – þó að ég hafi ekki fylgst með aðdragandanum. Málavextir virðast í fljótu bragði vera að dönsk þingkona, sem nýverið ákvað að hætta á þjóðþinginu við kosningar í vor, tekur með sér feitan biðlaunapakka – heils árs laun án vinnuskyldu – um leið og hún tók við […]
Allt síðdegið í dag voru nokkuð efnismiklar umræður í stjórnlagaráði – um tillögur úr nefnd um tilhögun dómsvalds ásamt fleiru – svo að fresta varð til morguns (kl. 9:30) kynningu og umræðu um fyrstu tillögur um breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Auk umræðu um skipan óháðra dómstóla sem tryggi auk þess fjölbreytileika og sjálfstæði dómara var rætt […]
Á morgun, fimmtudag, er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði – kl. 13 að vanda; eins og aðrir ráðsfundir er hann opinn og sendur út beint og upptakan aðgengileg á vefnum. Þar verða afgreiddar í áfangaskjal fyrstu tillögur nefndar sem fjallar m.a um dómstólaskipan – en á því hef ég mikinn áhuga eins og hér má hlýða á […]
Samkvæmt fréttum síðdegis í dag hefur forseti Íslands fallist á tillögu innanríkisráðherra um skipan 3ja nýrra hæstaréttardómara – daginn eftir að mat dómnefndar var birt á vef innanríkisráðuneytisins. Þvert á það, sem sumir gætu lesið út úr fréttum, er skipun dómaranna – eins og vera ber – ótímabundin. Ekki skal hins vegar skipa nýja dómara […]
Spennandi umræður eru að skapast um erindi til stjórnlagaráðs á vef þess fyrir opnum tjöldum. Eftir hádegi á fimmtudögum eru svo reglulegir fundir sem fylgjast má með á vefnum – og næsta fimmtudag má búast við að fyrstu tillögurnar verði samþyktar inn í áfangaskjal sem smám saman mun spinnast við. Fram að því eru sjónarmið og […]