Í 85. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands getur náðað menn og veitt almenna uppgjöf saka að tillögu ráðherra. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan refsingu, sem dómstólar hafa dæmt vegna ráðherraábyrgðar, nema með samþykki Alþingis. Niðurfelling saksóknar afnumin sem forsetavald Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forsetinn geti ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli […]
Í 84. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um ábyrgð forseta Íslands – en algengur misskilningur er að forseti beri enga ábyrgð á embættisgjörðum sínum en þá ætti fyrirsögn greinarinnar jú að vera Ábyrgðarleysi – en ákvæðið hljóðar svo: Forseti verður ekki sóttur til refsingar nema með samþykki Alþingis. Forseta má leysa frá embætti áður en kjörtímabili […]
Í 82. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan. Einföldun… Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að ef sæti forseta lýðveldisins verði laust eða ef hann geti ekki gegnt störfum sínum vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum […]
Í 81. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseta Íslands er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta. Óheimilt er að lækka greiðslur þessar til forseta á meðan kjörtímabil hans […]
Í 80. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar hann tekur við störfum. Eiðstafur í stað eiðs eða drengskaparheits Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forsetinn vinni „eið eða drengskaparheit“ að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Helst er um þetta ákvæði að segja að umræður sköpuðust um hvort eiður vísaði til […]
Í 79. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, þegar kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta orðrétt það sama og í tveimur fyrri málsliðunum nema hvað „er“ er […]
Í 77. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörgengur til forseta er sérhver ríkisborgari sem fullnægir skilyrðum um kjörgengi til Alþingis og er orðinn 35 ára. Kjörgengi þýðir að mega bjóða sig fram í tiltekna trúnaðarstöðu. Í 1. og 2. mgr. 42. gr. frumvarpsins segir: Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarétt á til […]
Í 76. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands er þjóðhöfðingi lýðveldisins. Hann er þjóðkjörinn. Engin efnisbreyting Í gildandi stjórnarskrá segir aðeins um þetta að forseti Íslands skuli vera þjóðkjörinn. Viðbótin hér er að taka berum orðum fram – það sem undirskilið er og sjálfgefið í dag– að forsetinn sé „þjóðhöfðingi lýðveldisins.“ Í þessu felst því engin efnisbreyting. […]
Í 75. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og […]
Í 72. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir sem skuldbinda ríkið nema með lögum. Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna. Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild […]