Færslur með efnisorðið ‘Stjórnmál’

Miðvikudagur 24.11 2010 - 11:45

Vilji þjóðarinnar verður ekki veðsettur

Sjálfstæðisbaráttu Íslendinga er ekki enn lokið. Nú er tími til kominn að fullkomna flutning valdsins frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur með heimastjórn fyrir 105 árum – og færa það alla leið til fólksins. Til þess er stjórnlagaþing. Þrjár stofnanir njóta sérstöðu vegna hlutverks síns í þágu þjóðarinnar: Alþingi, stofnað 930 og endurreist 1845, Háskóli Íslands, settur […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 17:00

Þú átt leik (gestapistill)

Ég sat við tölvuskjáinn úti í Árósum þar sem ég var í námi þegar allt hrundi, táraðist yfir að sjá hvernig komið var fyrir íslenskri þjóð en upp frá því kviknaði áhugi á því að leggja mitt lóð á vogarskálarnar við það að nýta þetta tækifæri til þess að bæta íslenskt samfélag og hag almennings. […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 23:46

Umhverfis- og almannaréttur í stjórnarskrá

Í gær svaraði ég spurningum fagfélags og hagsmunahóps varðandi afstöðu mína til að taka upp í stjórnarskrá umhverfisákvæði annars vegar og ákvæði um almannarétt hins vegar; ég tel rétt að birta spurningarnar og svör mín hér. Spurningar Ferðafrelsisnefndar Svohljóðandi bréf fékk ég í gær frá Ferðafrelsisnefnd sem er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, […]

Laugardagur 20.11 2010 - 19:39

RÚV fyrir stjórnlagadómstól!

Ég vil taka undir gagnrýni og hrós Eyjufélaga minna og meðframbjóðenda í kjölfar þess að fréttist um miðjan dag í gær að Ríkisútvarpið (RÚV), útvarp í almannaþágu, ætlaði loks – viku fyrir kosningar til stjórnlagaþings – að fara að sinna framboðunum 522 og málefnaáherslum frambjóðenda. Þá voru sumir reyndar farnir úr borginni – væntanlega m.a. […]

Föstudagur 19.11 2010 - 20:54

Upphafin umræða (gestapistill)

Þorsteinn Pálsson lét svo um mælt á dögunum, að umræðan um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá hefði að sumu leyti verið upphafin – og það skilaði ekki árangri. Sjálfur vildi hann horfa á þetta frá „praktískari sjónarmiðum”, því að ekki þurfi að stofna nýtt ríki, gera byltingu, þótt okkur hafi mistekist. Stjórnarskráin væri ekki orsök hrunsins […]

Fimmtudagur 18.11 2010 - 23:29

Forseti Íslands – forseti þingsins!

Eitt af því sem margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og kjósendur – hafa skoðun á og telja að þurfi að breyta er staða, hlutverk og jafnvel tilvist forseta Íslands. Það hef ég líka – og hef átt góðar rökræður undanfarið við kjósendur og meðframbjóðendur um málið. Ég ætla hér að kortleggja stuttlega litróf þeirra skoðana […]

Miðvikudagur 17.11 2010 - 23:57

Þarf að bæta jafnræðisákvæðið?

Spurningin – hvort einhverju, og þá hverju, þurfi að bæta við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar er áleitin – og að gefnu tilefni. Jafnræðisákvæðið hljóðar nú svo – en það ákvæði var nýmæli við löngu tímabæra heildarendurskoðun á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar 1995; fram að því hafði hann staðið lítið breyttur í yfir 120 ár: Allir skulu vera jafnir fyrir […]

Þriðjudagur 16.11 2010 - 15:27

Skilmálarnir – Hugleiðing um stjórnarfar (gestapistill)

Öll samfélög byggja á reglum, ýmist helguðum af hefð, skráðum eða óskráðum.  Hjá þjóðum sem sett hafa sér stjórnarskrá er hún m.a. sá grunnur sem stjórnarfar þeirra er reistur á. Stjórnarskrár innihalda ákvæði um hverjir skuli fara með það vald sem nauðsynlegt er til að tryggja eðlilegan viðgang þjóðfélagsins, hver umgjörð valdsins skuli vera og […]

Mánudagur 15.11 2010 - 22:49

Heita kartaflan

Um daginn nefndi ég heita kartöflu í tengslum við stjórnlagaþingið – raunar í þeim tilgangi að forgangsraða í þágu verkefna sem að mínu mati þyrfti að leysa á stjórnlagaþingi um leið og önnur mál, sem mættu fremur bíða, yrðu sett í lausnarmiðaðri farveg. Þetta var þjóðkirkjumálið – sem hefur, sem sagt, sinn stjórnskipaða og lýðræðislega farveg. […]

Sunnudagur 14.11 2010 - 22:30

Hvenær ætlar RÚV að virða lögin?

Nú þegar aðeins tólf dagar eru til kosninga til stjórnlagaþings – hins fyrsta í sögunni (eða í 160 ár, ef Þjóðfundurinn 1851 er talinn með) – og 18 dagar eru liðnir frá því að nöfn 523 frambjóðenda voru kynnt hefur Ríkisútvarpið lítið fjallað um stjórnlagaþing, nokkuð um þjóðfundinn 6. nóvember sl. en ekkert um frambjóðendur […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur