Færslur með efnisorðið ‘Stjórnmálasaga’

Miðvikudagur 23.11 2011 - 23:59

Ákvæði til bráðabirgða

Að síðustu vil ég í pistli þessum nr. 115 á jafnmörgum dögum (eða öllu heldur kvöldum) greina ákvæði til bráðabirgða í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs en þar segir: Þrátt fyrir ákvæði 10. mgr. 39. gr. nægir samþykki einfalds meirihluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau […]

Þriðjudagur 22.11 2011 - 23:59

Gildistaka (nýrrar stjórnarskrár) (114. gr.)

Í 114. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi þegar Alþingi hefur samþykkt þau í samræmi við ákvæði stjórnarskipunarlaga nr. 33 frá 17. júní 1944 með áorðnum breytingum. Við gildistöku stjórnarskipunarlaga þessara falla úr gildi stjórnarskipunarlög nr. 33 frá 17. júní 1944 með áorðnum breytingum. Í gildandi stjórnarskrá segir í sambærilegu – en ekki sams konar […]

Mánudagur 21.11 2011 - 23:59

Stjórnarskrárbreytingar (113. gr.)

Í 113. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um hvernig breyta á stjórnarskránni framvegis, verði þetta frumvarp að stjórnarskrá; þess má geta að það var það eina sem síðasta stjórnarskrárnefnd þingmanna varð sammála um – þ.e. hvernig breyta ætti stjórnarskránni. Tillaga stjórnlagaráðs í 113. gr. hljóðar svo: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal […]

Sunnudagur 20.11 2011 - 23:59

Skyldur samkvæmt alþjóðlegum samningum (112. gr.)

Í 112. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum handhöfum ríkisvalds ber að virða mannréttindareglur sem bindandi eru fyrir ríkið að þjóðarétti og tryggja framkvæmd þeirra og virkni eftir því sem samræmist hlutverki þeirra að lögum og valdmörkum. Alþingi er heimilt að lögfesta alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og ganga þeir þá framar almennum lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert […]

Laugardagur 19.11 2011 - 23:59

Framsal ríkisvalds (111. gr.)

Í 111. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér […]

Föstudagur 18.11 2011 - 23:59

Þjóðréttarsamningar (110. gr.)

Í 110. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til. Í gildandi stjórnarskrá er sambærilegt […]

Laugardagur 12.11 2011 - 23:59

Ákæruvald og ríkissaksóknari (104. gr.)

Í 104. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er mikilvægt nýmæli að finna: Skipan ákæruvaldsins skal ákveðin með lögum. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins. Hann skal í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum. Ráðherra skipar ríkissaksóknara og veitir honum lausn. Ríkissaksóknari er sjálfstæður í störfum sínum og nýtur sömu verndar í starfi og dómarar. Í gildandi stjórnarskrá er ekkert kveðið […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 23:59

Skipun dómara (102. gr.)

Ákvæði 102. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs lætur lítið yfir sér en þar er þó að finna mikilvæga breytingu sem afnemur sérrréttindi hæstaréttardómara – sem ég tel reyndar að aldrei hafi staðið til að veita þeim í upphafi. Reglan hefur verið þannig í framkvæmd áratugum saman að hæstaréttardómarar geti sagt af sér þegar þeir eru orðnir 65 ára gamlir og […]

Laugardagur 05.11 2011 - 23:59

Sjálfstæðar ríkisstofnanir (97. gr.)

Ákvæði 97. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er algert nýmæli – og nokkuð sérstætt; það á sér þó sögulegar skýringar í ósjálfstæðum ríkisstofnunum á Íslandi og jafnvel tilviki þar sem sjálfstæð og mikilvæg ríkisstofnun – Þjóðhagsstofnun – var talin hafa verið lögð niður vegna óþægðar við þáverandi forsætisráðherra. Í 97. gr. frumvarpsins segir: Í lögum má kveða á um […]

Mánudagur 31.10 2011 - 23:59

Starfsstjórn (92. gr.)

Í 92. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. Sama gildir ef þing er rofið. Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra. Hvenær verður ríkisstjórn starfsstjórn? Í skýringum segir svo um þau […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur