Færslur með efnisorðið ‘Stjórnmálasaga’

Föstudagur 21.10 2011 - 20:00

Staðgengill (forseta) (82. gr.)

Í 82. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan. Einföldun… Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að ef sæti forseta lýðveldisins verði laust eða ef  hann geti ekki gegnt störfum sínum vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum […]

Þriðjudagur 18.10 2011 - 23:59

Kjörtímabil (forseta) (79. gr.)

Í 79. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, þegar kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta orðrétt það sama og í tveimur fyrri málsliðunum nema hvað „er“ er […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 23:59

Þingrof (73. gr.)

Í 73. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands rýfur Alþingi að ályktun þess. Skal þá efnt til nýrra kosninga eigi fyrr en sex vikum og eigi síðar en níu vikum frá þingrofi. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags. Hvað er þingrof og hvers vegna? Í þingrofi felst að bundinn er endir á umboð þingmanna áður en […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 23:59

Eignir og skuldbindingar ríkisins (72. gr.)

Í 72. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir sem skuldbinda ríkið nema með lögum. Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna. Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild […]

Sunnudagur 09.10 2011 - 23:59

Réttur fjárlaganefndar til upplýsinga (70. gr.)

Í 70. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er stórmerkilegt ákvæði þar sem það styrkir bæði fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis og dregur e.t.v. auk þess óbeint úr ráðherraræði; þetta stutta og skýra ákvæði endurspeglar þar með þrjú af mikilvægustu nýmælunum í öllu starfi stjórnlagaráðs: Fjárlaganefnd Alþingis getur krafið stofnanir ríkisins, ríkisfyrirtæki og þá aðra, sem fá framlög úr ríkissjóði, […]

Laugardagur 08.10 2011 - 23:59

Greiðsluheimildir (69. gr.)

Í 69. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum. Alþingi […]

Þriðjudagur 04.10 2011 - 23:59

Málskot til þjóðarinnar (65. gr.)

Í 65. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til […]

Mánudagur 03.10 2011 - 23:59

Rannsóknarnefndir (64. gr.)

Í 64. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi getur skipað nefndir til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Nánari reglur um hlutverk, rannsóknarheimildir og skipan rannsóknarnefnda skulu settar með lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að Alþingi geti skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Þá segir að Alþingi geti veitt nefndum […]

Þriðjudagur 27.09 2011 - 23:59

Meðferð þingsályktunartillagna og annarra þingmála (58. gr.)

Í 58. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Þingsályktunartillögur ríkisstjórnar eru teknar til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þær eru ræddar á Alþingi. Tillögu til þingsályktunar má ekki samþykkja fyrr en eftir tvær umræður á Alþingi. Tillögur til þingsályktana sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok löggjafarþings. Tillögur um þingrof eða vantraust á ráðherra […]

Mánudagur 26.09 2011 - 23:59

Meðferð lagafrumvarpa (57. gr.)

Í 57. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs, sem er ágætlega skýrð hér af hálfu skrifstofu stjórnlagaráðs, eru fólgin þrjú merkileg nýmæli; þau eru: aukið sjálfstæði Alþingis; mat á áhrifum lagasetningar áskilið; ráðherraræði með „söltun“ mála gert erfiðara. Í ákvæðinu segir: Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi. […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur