Í nýju stjórnarskrártillögunni frá stjórnlagaráði segir í 1. gr.: Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. Í þessu felst augljóslega engin breyting – enda hefur Ísland verið lýðveldi frá 1944 er konungssambandi við Danmörku var slitið – en í lýðveldi felst aðeins að þjóðhöfðinginn er forseti eða annar þjóðkjörinn (eða í sumum tilvikum þingkjörinn) forystumaður – svo […]
Um daginn hitti ég alþingismann á förnum vegi á hátíðarstundu. Eftir kurteislegar kveðjur á báða bóga spurði þingmaðurinn hvernig okkur í stjórnlagaráði gengi – og svo hvort fyrir lægju hugmyndir um málsmeðferð tillagna okkar og hverjar þær væru. Ég svaraði því til, eins og ég hef jafnan gert, að ég teldi víst – eins og […]
Þessar dagana erum við í stjórnlagaráði að nálgast lokakaflann í að semja grunnlög eða stjórnlög – nýja stjórnarskrá – fyrir Ísland. Herskylda bönnuð Eitt nýmælið í áfangaskjali er að leggja bann við herskyldu. Í því felst – eins og mörgu öðru sem við erum að ná sátt um þessar vikurnar – tiltekin lausn (eða málamiðlun […]
Furðu margir eru enn fastir í þeirri yfir 200 ára gömlu hugmynd Montesquieu að ríkisvaldið sé þríþætt: löggjafarvald dómsvald framkvæmdarvald. Tveir valdþættir mega ekki gleymast Þetta er í sjálfu sér rétt – svo langt sem það nær; a.m.k. tveir valdþættir gleymast hins vegar – og þá á ég ekki við það sem stundum er kallað […]
Áhugaverð tillaga kom fram til kynningar í stjórnlagaráði í fyrri viku og verður væntanlega afgreitt í vikunni: Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, lista og æðri menntunar. Í ræðu minni á fundi stjórnlagaráðs lýsti ég sérstakri ánægju með þetta ákvæði, auk fleiri athugasemda, og lét þess getið að ég teldi að í því fælist skylda […]
Af mörgum gagnmerkum tillögum mannréttindanefndar (A), þar sem ég sit ekki sjálfur, er kynntar voru sl. föstudag í stjórnlagaráði, er ég hvað ánægðastur með þær, sem ég hef ljáð stuðning í orði og verki, og lúta að því að árétta að rétti fylgja skyldur – líka samkvæmt stjórnarskrá. Almannaréttur Sem dæmi má nefna er þetta ákvæði: […]
Í þessari viku er fjallað í nefnd (A) stjórnlagaráðs um mannréttindi o.fl. um tengsl ríkis og kirkju. Sjálfur er ég ekki í þeirri nefnd og er auk þess fjarverandi nú en árétta mína afstöðu sem ég lýsti hér í ítarlegu máli og með rökstuddum hætti – en þess má geta að engin bloggfærsla mín fékk […]
Gaman var að ganga smá í mannréttindagöngu sl. laugardag – daginn eftir að mannréttindanefnd (A) stjórnlagaráðs kynnti síðari hluta megintillagna sinna í stjórnlagaráði um umbætur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – að viðbættum ákvæðum um auðlindir og náttúruvernd o.fl. Skýrt hugtak um þjóðareign mikilvægt nýmæli Ég skrifaði fyrir helgi um það mikilvægasta í þessu efni að mínu […]
Í tillögum mannréttindanefndar (A) í stjórnlagaráði, sem kynntar voru á fundi stjórnlagaráðs í dag – við góðar undirtektir – felast mörg afar merk nýmæli; hér vil ég aðeins gera eitt hið stærsta að umtalsefni, þ.e. þetta: Náttúruauðlindir Náttúruauðlindir Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Þær ber að nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta öllum landsmönnum. […]
Er við í stjórnlagaráði semjum tillögur að nýrri stjórnarskrá – í stað þeirrar sem gilt hefur, lítt breytt, í mannsaldur frá lýðveldisstofnun 1944, og að stofni til í tvo mannsaldra frá 1874 – er eitt mikilvægasta atriðið hvernig orða á hlutina og til hvers. Mannamál, já… Ég er meðvitaður um eftirfarandi: Almenn og líklega langvinn […]