Færslur með efnisorðið ‘Stjórnskipunarréttur’

Sunnudagur 13.11 2011 - 23:59

Sjálfstæði sveitarfélaga (105. gr.)

Í 105. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fyrsta ákvæðið af fjórum – að mestu nýjum – ákvæðum um sveitarfélög í sérstökum kafla um þau; í 2. mgr. er mikilvægt nýmæli að finna, sbr. nánar hér að neðan. Í 105. gr. segir: Sveitarfélög ráða sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Sveitarfélög skulu hafa nægilega burði og […]

Laugardagur 12.11 2011 - 23:59

Ákæruvald og ríkissaksóknari (104. gr.)

Í 104. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er mikilvægt nýmæli að finna: Skipan ákæruvaldsins skal ákveðin með lögum. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins. Hann skal í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum. Ráðherra skipar ríkissaksóknara og veitir honum lausn. Ríkissaksóknari er sjálfstæður í störfum sínum og nýtur sömu verndar í starfi og dómarar. Í gildandi stjórnarskrá er ekkert kveðið […]

Föstudagur 11.11 2011 - 23:59

Sjálfstæði dómara (103. gr.)

Miðað við fyrirsögnina mætti halda að um tvítekningu væri að ræða hjá okkur í stjórnlagaráði enda var nýverið fjallað um „sjálfstæði dómstóla“ hér. Svo er þó ekki því að í 99. gr. var fjallað um ytra sjálfstæði dómstóla og þar raunar í orði frekar en á borði sem tryggt er í ýmsum öðrum ákvæðum. Í 103. […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 23:59

Skipun dómara (102. gr.)

Ákvæði 102. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs lætur lítið yfir sér en þar er þó að finna mikilvæga breytingu sem afnemur sérrréttindi hæstaréttardómara – sem ég tel reyndar að aldrei hafi staðið til að veita þeim í upphafi. Reglan hefur verið þannig í framkvæmd áratugum saman að hæstaréttardómarar geti sagt af sér þegar þeir eru orðnir 65 ára gamlir og […]

Miðvikudagur 09.11 2011 - 23:59

Hæstiréttur Íslands (101. gr.)

Í 101. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll ríkisins og hefur hann endanlegt vald til að leysa úr öllum málum sem lögð eru fyrir dómstóla. Þó má ákveða með lögum að sérstakur dómstóll leysi endanlega úr ágreiningi um kjarasamninga og lögmæti vinnustöðvana, þó þannig að ákvörðunum hans um refsingu verði skotið til annarra […]

Þriðjudagur 08.11 2011 - 23:59

Lögsaga dómstóla (100. gr.)

Í 101. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Dómstólar skera endanlega úr um réttindi og skyldur að einkarétti, svo og sök um refsiverða háttsemi og ákveða viðurlög við henni. Dómstólar skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Dómstólar skera úr um hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Hjá ákvörðun stjórnvalds verður ekki komist í bráð með því að […]

Mánudagur 07.11 2011 - 23:59

Sjálfstæði dómstóla (99. gr.)

Í 99. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er eitt stysta ákvæði þess að finna – ekki vegna þess að það sé lítils virði heldur einmitt vegna þess að skýrri og óumdeildri hugsun mátti lýsa á gagnorðan hátt: Sjálfstæði dómstóla skal tryggt með lögum. Í gildandi stjórnarskrá er ekki beinlínis kveðið á um sjálfstæði dómstóla berum orðum – en þar […]

Sunnudagur 06.11 2011 - 23:59

Skipan dómstóla (98. gr.)

Í 98. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Skipan dómstóla, þar á meðal dómstig og fjöldi dómara, skal ákveðin með lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að skipan dómsvaldsins verði eigi ákveðin nema með lögum. Hér er orðalaginu breytt úr neikvæðri nálgun sem tryggja á að skipan dómsvalds og dómstólaskipan sé ekki ákveðin með stjórnvaldsfyrirmælum heldur aðeins almennum […]

Laugardagur 05.11 2011 - 23:59

Sjálfstæðar ríkisstofnanir (97. gr.)

Ákvæði 97. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er algert nýmæli – og nokkuð sérstætt; það á sér þó sögulegar skýringar í ósjálfstæðum ríkisstofnunum á Íslandi og jafnvel tilviki þar sem sjálfstæð og mikilvæg ríkisstofnun – Þjóðhagsstofnun – var talin hafa verið lögð niður vegna óþægðar við þáverandi forsætisráðherra. Í 97. gr. frumvarpsins segir: Í lögum má kveða á um […]

Föstudagur 04.11 2011 - 23:59

Skipun embættismanna (96. gr.)

Í 96. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna nokkuð ítarlegt ákvæði – um mjög mikilvægt mál sem því var rætt í þaula í stjórnlagaráði; þar er þrenns konar reglur að finna: Hverjir eru bærir til þess að veita embætti, þ.e. hver hefur vald til þess að ákveða hver fái æðstu störf á vegum ríkisins (bærnireglur). Hvaða […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur