Færslur með efnisorðið ‘Sveitarfélög’

Mánudagur 08.08 2011 - 23:08

Mannleg reisn (8. gr.)

Í 8. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna ákvæði sem hafði marga stuðningsmenn innan og utan stjórnlagaráðs og líklega fáa andmælendur nema hvað sumum fannst slíkt ákvæði ekki alveg nægilega „konkret“ til að vera í stjórnarskrá: Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. Mannleg reisn er friðhelg Fyrirmynd […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 07:00

Millimetraréttlæti?

Danir hafa hugtakið „millimeterretfærdighed“ sem ég þýði svona; það merkir – í heldur neikvæðri merkingu – réttlæti sem er svo nákvæmt og jafnaðarlegt að niðurstaðan kemur niður á rökréttu skipulagi og fyrirbyggir oft skynsamlega málamiðlun. Til þessa vitna ég stundum þessa dagana þegar við í stjórnlagaráði – að vísu í annarri nefnd (C) en þeirri, […]

Föstudagur 03.06 2011 - 07:00

Rétti fylgi skyldur

Af mörgum gagnmerkum tillögum mannréttindanefndar (A), þar sem ég sit ekki sjálfur, er kynntar voru sl. föstudag í stjórnlagaráði, er ég hvað ánægðastur með þær, sem ég hef ljáð stuðning í orði og verki, og lúta að því að árétta að rétti fylgja skyldur – líka samkvæmt stjórnarskrá. Almannaréttur Sem dæmi má nefna er þetta ákvæði: […]

Þriðjudagur 31.05 2011 - 07:00

Fjármál stjórnmálaflokka í stjórnarskrá

Eitt eigum við eftir að ræða í stjórnlagaráði; það er hvort og hvernig tekið verði á fjármálum stjórnmálaflokka í stjórnarskrá. Þrjár ástæður – hið minnsta Um það gildir hið sama og um kosningakerfi fyrir alþingiskosningar og þvíumlíkt að þingmenn og stjórnmálaflokkar eru ófærir til þess að sinna því brýna verkefni. Það má sjá af þrennu […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 23:57

Norska, sænska eða íslenska leiðin?

Í dag er 17. maí – og þá verður mér gjarnan hugsað til Noregs; þar gildir sú sérstaka regla að ekki er heimilt að rjúfa löggjafarþingið, Stortinget, eins og yfirleitt er hægt í þingræðisríkjum á borð við þau sem við sækjum okkar fyrirmyndir. Í þingrofi felst að kjörtímabil (hér: 4 ár) er stytt og boðað […]

Fimmtudagur 28.04 2011 - 22:59

Jómfrúarræðan – róttækar umbótahugmyndir til valddreifingar

Í dag hélt ég eiginlega jómfrúarræðu mína í stjórnlagaráði. Róttækar umbótahugmyndir Ég hef að vísu áður tekið til máls úr sæti mínu um formsatriði og skipulag starfsins en í dag fékk ég ásamt tveimur öðrum Akureyringum tækifæri til þess að halda stefnuræðu í stjórnlagaráði. Fyrir þá sem fylgst hafa með skrifum mínum var þar fátt […]

Þriðjudagur 30.11 2010 - 23:55

Þakklátur og hrærður

Nú þegar fullveldisdagurinn – mesti hátíðisdagur Íslandssögunnar í mínum huga – er að ganga í garð vil ég þakka kjósendum af öllu landinu fyrir það mikla traust sem mér er sýnt með því að kjósa mig sem einn 25 fulltrúa á fyrsta stjórnlagaþing Íslendinga – nema Þjóðfundurinn 1851 sé talinn með; þegar stjórnlagaþingið kemur saman […]

Mánudagur 22.11 2010 - 21:47

Jafnt atkvæðavægi sjálfsögð mannréttindi (gestapistill)

Á Íslandi búum við ekki við þau grundvallarmannréttindi sem felast í jöfnu atkvæðavægi. Atkvæði vega ekki jafnt og í marga áratugi hefur verið deilt um jöfnun atkvæðisréttar. Því miður hefur andstæðingum þessa brýna máls tekist að gera þetta að deilumáli milli landsbyggðar og þéttbýlis á SV-horni landsins. Jöfnun atkvæðisréttar er hins vegar miklu stærra mál […]

Laugardagur 20.11 2010 - 19:39

RÚV fyrir stjórnlagadómstól!

Ég vil taka undir gagnrýni og hrós Eyjufélaga minna og meðframbjóðenda í kjölfar þess að fréttist um miðjan dag í gær að Ríkisútvarpið (RÚV), útvarp í almannaþágu, ætlaði loks – viku fyrir kosningar til stjórnlagaþings – að fara að sinna framboðunum 522 og málefnaáherslum frambjóðenda. Þá voru sumir reyndar farnir úr borginni – væntanlega m.a. […]

Laugardagur 13.11 2010 - 19:05

Sterkari sveitarfélög í stjórnarskrá

Í nokkrum pistlum – síðast í gær – hef ég boðað nánari útfærslu á þessu meginstefnumáli mínu fyrir framboð til stjórnlagaþings: Sveitarfélögin fái stjórnskipulega stöðu sem fjórða valdið til mótvægis. Er ég kynnti framboð mitt skrifaði ég um þetta: Ég vil auka valdajafnvægi í því skyni að enginn einn aðili ráði lögum og lofum. Það vil ég […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur