Í stjórnlagaráði höfum við undanfarið rætt ítarlegar – en málefnalega að vanda – um hvort hér skuli vera forsetaræði eða þingræði. Enn eigum við eftir að komast að niðurstöðu um tillögugerð okkar til þjóðarinnar í þessu efni. Stærsti annmarkinn á umræðunni finnst mér vera hvað hún er svart/hvít. Eins og félagi minn í stjórnlagaráði, Þorvaldur Gylfason, […]
Eitt af því sem við í stjórnlagaráði ræðum um þessar mundir er hvort ráðherrar skuli vera utanþingsmenn eður ei; ekki virðist raunar ágreiningur um að á meðan ráðherrar gegni því embætti skuli ráðherrar ekki sitja á Alþingi sem alþingismenn – sem hingað til. Sem ráðherrar eigi þeir þá samkvæmt nýju stjórnarskránni að mæta á fund Alþingis […]
Að mínu mati er stærsta málið í stjórnlagaráði – mál sem sumir andstæðinga stjórnlagaumbóta hafa í raun viðurkennt, þar sem sagt er að f.o.f. þurfi að fara eftir stjórnarskránni. Þetta er í raun valddreifingarmál eða meginatriði í að veita valdhöfum aðhald. Stjórnlagadómstóll Málið er þörfin á stjórnlagadómstóli – sem ég hef rökstutt ítarlega í ráðinu […]
Nú eru innan við sex vikur þar til stjórnlagaráð á að hafa lokið störfum; nú nálgumst við í ráðinu lokafasann þar sem í ríkari mæli er leitað utanaðkomandi álits frá slíkum aðilum. Margir möguleikar eru á áhrifum – eins og ég hef áður skrifað um. Samræðan er þó mikilvæg. Ég hef – með takmörkuðum árangri […]
Um daginn hitti ég alþingismann á förnum vegi á hátíðarstundu. Eftir kurteislegar kveðjur á báða bóga spurði þingmaðurinn hvernig okkur í stjórnlagaráði gengi – og svo hvort fyrir lægju hugmyndir um málsmeðferð tillagna okkar og hverjar þær væru. Ég svaraði því til, eins og ég hef jafnan gert, að ég teldi víst – eins og […]
Um leið og ég óska landsmönnum öllum til hamingju með 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta vil ég upplýsa að á afar efnismiklum og góðum fundi í stjórnlagaráði í dag lagði ég ásamt nokkrum félögum fram breytingartillögu við eftirfarandi tillögu úr nefnd stjórnlagaráðs (C) sem fer með lýðræðismál o.fl.: Stjórnarskrárbreytingar Til þess að frumvarp til […]
Furðu margir eru enn fastir í þeirri yfir 200 ára gömlu hugmynd Montesquieu að ríkisvaldið sé þríþætt: löggjafarvald dómsvald framkvæmdarvald. Tveir valdþættir mega ekki gleymast Þetta er í sjálfu sér rétt – svo langt sem það nær; a.m.k. tveir valdþættir gleymast hins vegar – og þá á ég ekki við það sem stundum er kallað […]
Áhugaverð tillaga kom fram til kynningar í stjórnlagaráði í fyrri viku og verður væntanlega afgreitt í vikunni: Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, lista og æðri menntunar. Í ræðu minni á fundi stjórnlagaráðs lýsti ég sérstakri ánægju með þetta ákvæði, auk fleiri athugasemda, og lét þess getið að ég teldi að í því fælist skylda […]
Hér er breytingartillaga sem ég boðaði á ráðsfundi fyrir viku og skrifaði enn um hér og lagði fram á fundi stjórnlagaráðs í dag við Dómstólakafla og Lögréttu varðandi útvíkkaðan Hæstarétt sem stjórnlagadómstól: „Orðin „að því marki sem á það reynir í dómsmáli“ í 2. mgr. ákvæðis D3 falli brott ásamt kafla um Lögréttu. Þess í […]